Skrifstofa
Fundargerðir
Nefndir
Atvinnulíf
& saga
Þjónusta
Myndir
Tenglar
Aðalsíða
|
947. fundur - 12. sept 2000
Árið
2000 þriðjudaginn 12. september var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og
stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Birna Richardsdóttir,
Daði Guðjónsson, Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk
Bragadóttir. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson
sveitarstjóri.
Ritari
var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins
og hófst hann kl.17.00.
Þetta
var gert:
Oddviti
kynnti boðaða dagskrá:
-
Fjallskilaseðill
fyrir Hólmavíkurhrepp haustið 2000.
-
Umsókn
– samningur um kaup á greiðslumarki lögbýlisins Víðidalsá.
-
Breyting
á póstþjónustunni innan Hólmavíkurhrepps, þ.e. Djúpmegin í
hreppnum.
-
Félagslegar
íbúðir á Vestfjörðum: Nýjar leiðir.
-
Fundargerð
byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 11. september s.l.
-
Dagskrá
45. Fjórðungsþings Fjórðungssambands Vestfjarða haldið í
Súðavík dagana 22.-24. september næstkomandi.
-
Ákvörðun
Hollustuverndar ríkisins um starfsleyfi fyrir urðunarstað
Sorpsamlags Strandasýslu í landi Skeljavíkur hjá Hólmavík.
-
Bréf
Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. er varðar þátttöku
sveitarstjórna í Atvinnuvegasýningu Vestfjarða 2000.
-
Erindi
frá Orkubúi Vestfjarða um lagningu 11 kv. línu frá
Þverárvirkjun að bænum Víðidalsá.
-
Fundargerðir
skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 4. júlí og 1.
sept. s.l
-
Bréf
frá Menntamálaráðuneytinu er varðar eflingu menningararfs á
landsbyggðinni.
-
Bréf
Súðavíkurhrepps er varðar borholur í Reykjanesi við
Ísafjarðardjúp.
Oddviti
flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá um að eftirfarandi
tvö mál bætist við.
13.
Málefni Fiskmarkaðar Hólmavíkur
14.
Vatnsveita Hólmavíkur.
Afbrigði
var samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Þá
var gengið til dagskrár:
-
Fjallskilaseðill
fyrir Hólmavíkurhrepp haustið 2000. Lagður fram
Fjallskilaseðill haustið 2000. Fjallskilaseðillinn var
samþykktur með eftirfarandi breytingar: Leitir á 5. leitarsvæði
frá Hvannadalsá að Langadalsá verði 30. september.
-
Umsókn
– samningur um kaup á greiðslumarki lögbýlisins Víðidalsá.
Drög að samningi um sölu á greiðslumarki 2,3 ærgildi frá
Víðidalsá var lagður fram. Samningurinn var samþykktur og
sveitarstjóra falið að ganga frá honum og undirrita.
-
Breytingar
á póstþjónustu innan Hólmavíkurhrepps, þ.e. Djúpmegin í
hreppnum. Borist hefur fregn um að póstþjónustu á
Langadalsströnd verði sinnt frá Ísafirði. Samþykkt var að
fela sveitarstjóra að senda Íslandspósti bréf og mótmæla
slíkri breytingu á póstþjónustunni í samræmi við umræður
um málið.
-
Félagslegar
íbúðir á Vestfjörðum: Nýjar leiðir. Borist hefur
áfangaskýrsla frá Rekstrarráðgjöf ehf. um félagslegar
íbúðir á Vestfjörðum, unnið fyrir nefnd um lausn á vanda
sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða. Málið lagt fram til
kynningar.
-
Fundargerð
byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 12. september s.l.
Lögð fram fundargerð B.V.S. frá 12. september. Fundargerðin var
samþykkt.
-
Dagskrá
45. Fjórðungsþings Fjórðungssambands Vestfjarða haldið í
Súðavík dagana 22.-24. september næstkomandi. Borist hefur
bréf dags. 4. sept. 2000 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga
ásamt drögum að dagskrá þingsins.
-
Ákvörðun
Hollustuverndar ríkisins um starfsleyfi fyrir urðunarstað
Sorpsamlags Strandasýslu í landi Skeljavíkur hjá Hólmavík.
Borist hefur bréf dags. 31. ágúst 2000 frá Hollustuvernd
ríkisins ásamt starfsleyfi fyrir urðunarstað Sorpsamlags
Strandasýslu í landi Skeljavíkur hjá Hólmavík.
-
Bréf
frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf. er varðar þátttöku
sveitarstjórna í Atvinnuvegasýningu Vestfjarða 2000. Borist
hefur bréf dags. 24. ágúst 2000 frá Atvinnuþróunarfélagi
Vestfjarða hf. varðandi Atvinnuvegasýninguna 23. og 24. sept.
n.k. og þátttöku sveitarfélaga. Samþykkt var að styrkja ekki
sýninguna.
-
Erindi
Orkubús Vestfjarða um lagningu 11kw línu frá Þverárvirkjun að
bænum Víðidalsá. Borist hefur umsókn dags. 31. ágúst 2000
frá O.V. um endurnýjun á Þorpalínu frá Þverárvirkjun.
Samþykkt að vísa málinu til byggingar-, skipulags- og
umferðarnefndar.
-
Fundargerðir
skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 4. júlí og 1.
september s.l. Borist hafa fundargerðir Menntskólans á Ísafirði
frá 4. júlí og 1. sept. s.l.
-
Bréf
frá Menntamálaráðuneytinu er varðar eflingu menningararfs á
landsbyggðinni. Borist hefur bréf dags. 28. ágúst 2000 frá
Menntamálaráðuneytinu varðandi starfshóp til að vinna að
tillögum um eflingu menningarstarfs á landsbyggðinni.
-
Bréf
frá Súðavíkurhrepp er varðar borholur í Reykjanesi við
Ísafjarðardjúp. Borist hefur bréf dags. 28. júní 2000 frá
Súðavíkurhreppi varðandi hugsanlega lokun fyrir
hitavatnsborholur í Reykjanesi.
-
Málefni
Fiskmarkaðar Hólmavíkur. Sveitarstjóri gerði grein fyrir
fjárhagsstöðu Fiskmarkaðar Hólmavíkur, sem var lokað 31.
ágúst s.l. Ennfremur sagði hann frá viðræðum við eigendur og
hugsanlegar aðgerðir til að endurskipuleggja starfsemi
Fiskmarkaðarins og áframhaldandi rekstur. Samþykkt var að fela
sveitarstjóra að vinna áfram að athugun á málefnum
fiskmarkaðarins og kanna leiðir til lausnar.
-
Vatnsveita
Hólmavíkur. Heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða hefur tilkynnt að
fundist hafi í sýnishorni campylobaacter í neysluvatni á
Hólmavík. Tekin hafa verið ný sýnishorn á mörgum stöðum og
munu niðurstöður úr rannsókn koma eftir 4 daga. Athuganir fara
fram um hugsanlega mengun í veitukerfinu.
Fundargerð
lesin upp og samþykkt.
Fleira
ekki gert, fundi slitið kl. 19:20.
Engilbert
Ingvarsson. (sign) Birna Richardsdóttir. (sign) Eysteinn Gunnarsson.
(sign) Elfa Björk Bragadóttir. (sign) Haraldur V.A. Jónsson. (sign)
Þór Örn Jónsson. (sign)
|
Sveitarstjóri:
Þór Örn Jónsson
Sveitarstjórn:
Birna Richardsdóttir
Daði Guðjónsson
Elfa Björk Bragadóttir
Eysteinn Gunnarsson
Haraldur V.A. Jónsson
Skrifstofa:
Hólmavíkur-
hreppur
|