Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

   

943. fundur - 13. júní 2000

Árið 2000 þriðjudaginn 13. júní var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Birna Richardsdóttir oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Eysteinn Gunnarsson, Daði Guðjónsson, Elfa Björk Bragadóttir og Haraldur V.A. Jónsson. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Hlíf Hrólfsdóttir var fundarritari. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl.17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Kosning oddvita, varaoddvita, skoðunarmanna og undirkjörstjórna við Alþingiskosningar (til eins árs í senn).

  2. Erindi frá Heiðdísi Örnu Ingvarsdóttur varðandi afnotarétt á hvamminum milli urðunarstaðar og Hólmavíkurréttar.

  3. Erindi frá Þorbjörgu Stefánsdóttur varðandi ósk um að taka land í fóstur frá Stórgrýtisbug að Skiphólavík ásamt hólma yst í Víðidalsárlandi.

  4. Fundargerð sameiginlegs fundar atvinnu- og hafnarstjórnar ásamt byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 8. júní s.l.

  5. Erindi frá Vegagerðinni varðandi reiðveg ofan Hólmavíkur.

  6. Bréf frá Skólaskrifstofu Vestfjarða frá 29. maí 2000.

  7. 2. fundur skiptastjórnar Skólaskrifstofu Vestfjarða frá 18. maí s.l.

  8. Fundarboð á vegum Hafnarsambands sveitarfélaga til fulltrúa lítilla hafna innan sambandsins.

  9. Erindi Hólmavíkurhrepps til félagsmálaráðuneytis, varðandi kaup eða áframhaldandi leigu á Víkurtúni 9.

  10. Erindi um málefni Orkubús Vestfjarða.

  11. Fyrirspurn frá Hagstofu Íslands vegna skráningu í þjóðskrá.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Kosning oddvita: Birna stakk upp á Eysteini Gunnarssyni og var það samþykkt með þremur greiddum atkvæðum og tveir greiddu ekki atkvæði. Eysteinn tók við oddvitastörfum. Kosning varaoddvita: Eysteinn stakk upp á Birnu Richardsdóttur í það embætti. Var það samþykkt með þremur greiddum atkvæðum, en tveir greiddu ekki atkvæði. Kosning skoðunarmanna: Skoðunarmenn Anna Þorbjörg Stefánsdóttir og Signý Ólafsdóttir og varamenn Jóhann Björn Arngrímsson og Jón Arngrímsson. Samþykkt samhljóða. Undirkjörstjórnir við Alþingiskosningar:

Hólmavíkurkjördeild:

Anna Þorbjörg Stefánsdóttir.
Maríus Kárason.
Bryndís Sigurðardóttir.

varamenn:
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.
Magnús H. Magnússon.
Signý Ólafsdóttir.

Nauteyrarkjördeild:

Snævar Guðmundsson.
Ása Ketilsdóttir.
Ólöf B. Jónsdóttir.

varamenn:
Karl K. Halldórsson.
Kristján Steindórsson.
Einar Indriðason.

  1. Erindi frá Heiðdísi Örnu Ingvarsdóttur varðandi afnotarétt á hvamminum milli urðunarstaðar og Hólmavíkurréttar: Sveitarstjóra falið að finna hvaða eða hvort samningar hafi verið til við Svavar Pétursson og segja þeim upp og ganga síðan frá samningum við Heiðdísi, án þess að nokkur skilyrði séu á Hólmavíkurhrepp um kaup á mannvirki eða skaðabótaskyldu. Samningur skal vera til 5 ára og uppsegjanlegur með 6 mánaða fyrirvara af beggja hálfu.

  2. Erindi frá Þorbjörgu Stefánsdóttur varðandi ósk um að taka land í fóstur frá Stórgrýtisbug að Skiphólavík ásamt hólma yst í Víðidalsárlandi: Erindinu hafnað á þeirri forsendu að landið er nýtt.

  3. Fundargerð sameiginlegs fundar atvinnu- og hafnarstjórnar ásamt byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 8. júní s.l. Fundargerð samþykkt. Sveitarstjóra falið að sjá um að fá framkvæmdaraðila að landfyllingu og fara í viðræður við Hólmadrang um lengingu holræsa.

  4. Erindi frá Vegagerðinni varðandi reiðveg ofan Hólmavíkur: Málinu frestað til næsta fundar. Sveitarstjóra falið að koma með tillögur um reiðveg og girðingarmál þar í kring.

  5. Bréf frá Skólaskrifstofu Vestfjarða frá 29. maí 2000: Lagt fram til kynningar.

  6. 2. fundur skiptastjórnar Skólaskrifstofu Vestfjarða frá 18. maí s.l. Lagt fram til kynningar.

  7. Fundarboð á vegum Hafnarsambands sveitarfélaga til fulltrúa lítilla hafna innan sambandsins: Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Hafnarsambands sveitarfélaga að Háaleitisbraut 11, 3. hæð, föstudaginn 16. júní kl. 13.30. Þór Erni Jónssyni sveitarstjóra falið að mæta á fundinn.

  8. Erindi Hólmavíkurhrepps til félagsmálaráðuneytis, varðandi kaup eða áframhaldandi leigu á Víkurtúni 9. Sveitarstjóri sagði frá stöðu mála. Lagt fram til kynningar.

  9. Erindi um málefni Orkubús Vestfjarða: Vinnublað þar sem leitað er eftir afstöðu sveitarfélaganna í málefnum Orkubús Vestfjarða. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps er hlynntari hlutafélagavæðingu Orkubúsins, en sölu þess.

  10. Fyrirspurn frá Hagstofu Íslands vegna skráningu í þjóðskrá: Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18.55.

Eysteinn Gunnarsson.(sign) Hlíf Hrólfsdóttir.(sign) Elfa Björk Bragadóttir.(sign) Birna Richardsdóttir.(sign) Haraldur V.A. Jónsson.(sign) Daði Guðjónsson.(sign) Þór Örn Jónsson.(sign)

 

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson