Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

   

        942. fundur - 30. maí 2000      

Árið 2000 þriðjudaginn 30. maí var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Birna Richardsdóttir oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Eysteinn Gunnarsson, Haraldur V.A. Jónsson, Gunnar Jónsson varamaður og Elfa Björk Bragadóttir. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Engilbert Ingvarsson var fundarritari. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl.17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Erindi frá Broddaneshreppi varðandi framtíð skólamála.
  2. Heimild til töku 10 milljón kr. láns hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir Hólmavíkurhrepp.
  3. Uppsögn tónskólakennara við Tónlistarskóla Hólmavíkur og Kirkjubólshreppa.
  4. Fundargerð félagsmálaráðs frá 17. maí 2000.
  5. Fundargerð leikskólanefndar frá 29. maí 2000.
  6. Bréf frá Kvenfélaginu Glæðum er varðar arf Sigríðar heitinnar Guðbjörnsdóttur.
  7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 19. maí s.l.
  8. Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða varðandi Vestfirska fréttavefinn www.bb.is.
  9. Strandir í sókn! Verkefnalisti eða úthlutun verkefna.
  10. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 10. maí 2000.
  11. 1. fundur skiptastjórnar Skólaskrifstofu Vestfjarða frá 18. maí.
  12. Fundargerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 3. maí 2000.
  13. Samþykkt á 2. Íþróttaþingi Í.S.Í. haldið á Akureyri 24. – 26. mars 2000.
  14. Bréf frá Þróunarsviði Byggðastofnunar varðandi verkfnið „Búum til betri byggð“ á landsbyggðinni.
  15. Bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Hólmavík, varðandi áframhaldandi leigu á Víkurtúni 9.

Þá var gengið til dagskrár.

  1. Erindi frá Broddaneshreppi varðandi framtíð skólamála: Borist hefur bréf dagsett 16. maí 2000 frá Broddaneshreppi, ásamt bréfi dags. 16.4.2000 frá skólanefnd Broddanesskóla til oddvita Broddaneshrepps. Í bréfinu er óskað eftir því að Broddanesskóli verði lagður undir Grunnskóla Hólmavíkur. Samþykkt var að vísa málinu til skólanefndar Grunnskóla Hólmavíkur.

  2. Heimild til töku 10 milljón kr. láns hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir Hólmavíkurhrepp: Borist hefur bréf dagsett 16. maí 2000 frá Lánasjóði sveitarfélaga það sem stjórn sjóðsins tilkynnir um samþykki sitt fyrir láni til hreppsins. Hreppsnefnd samþykkir eftirfarandi: Hólmavíkurhreppur tekur lán að upphæð kr. tíu milljónir króna hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánið er í íslenskum krónum til 10 ára með breytilega vexti nú 4,5% með vísitölu neysluverðs. Lánskjör miðast við það að veitt sé trygging í tekjum sveitarfélagsins vega lántökunnar sbr. 3. málsgrein 73. gr sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

  3. Uppsögn tónskólakennara við Tónlistarskóla Hólmavíkur og Kirkjubólshreppa: Borist hafa uppsagnir í bréfum dags. 24. maí 2000 frá kennurum Tónskólans Mariu-Jolanta Kowalczyk og Elsbieta Kowalczyk. Samþykkt var að vísa til skólanefndar Tónskólans að fjalla um stefnumótun um framtíðaráform Tónskólans.

  4. Fundargerð félagsmálaráðs frá 17. maí 2000: Lögð fram fundargerð félagsmálanefndar þann 17. maí 2000. Fundargerðin var samþykkt.

  5. Fundargerð leikskólanefndar frá 29. maí 2000: Lögð fram fundargerð leikskólanefndar frá 29. maí 2000. Fram kom hjá sveitarstjóra að starfsfólk leikskólans er í eftirtöldum starfshlutföllum:

  6. Þórdís Gunnarsdóttir 75%
    Jensína Pálsdóttir 100%
    Jóhanna Ragnarsdóttir 62,5%
    Brynja Guðlaugsdóttir 62,5%
    Guðríður Guðjónsdóttir hefur sagt upp störfum og óskar eftir því að hætta frá og með 1. júní n.k. Fundargerðin var samþykkt.

  7. Bréf frá Kvenfélaginu Glæðum er varðar arf Sigríðar heitinnar Guðbjörnsdóttur: Borist hefur bréf dags. 10. maí 2000 frá Kvenfélaginu Glæðum og samþykkir félagið framkomna ósk um ráðstöfun arfs Sigríðar Guðbjörnsdóttur, samkvæmt ákvörðun félagsins.

  8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 19. maí s.l: Borist hefur bréf dags. 23. maí 2000 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð 14. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

  9. Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða varðandi Vestfirska fréttavefinn www.bb.is: Borist hefur bréf dags. 9. maí 2000 frá Atvest um fréttavefinn sem H-prent hefur rekið um nokkurt skeið.

  10. Strandir í sókn! Verkefnalisti eða úthlutun verkefna: Borist hefur skýrsla frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða h.f. um hugmyndir um atvinnumál í Strandasýslu. Samþykkt að vísa málinu til atvinnumála og hafnarnefndar.

  11. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 10. maí 2000: Borist hefur fundargerð skólanefndar M.Í. frá 10. maí 2000.

  12. 1. fundur skiptastjórnar Skólaskrifstofu Vestfjarða frá 18. maí: Borist hefur fundargerð frá 1. fundi skiptastjórnar skólaskrifstofunnar, næsti fundur ákveðinn 24. maí n.k.

  13. Fundargerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 3. maí 2000: Borist hefur bréf dags. 14. maí 2000 frá Satökum sveitarfélaga á köldum svæðum ásamt fundargerð stjórnarfundar frá 3. maí s.l.

  14. Samþykkt á 2. Íþróttaþingi Í.S.Í. haldið á Akureyri 24.-26. mars 2000: Borist hefur bréf dags. 9. maí 2000 frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands ásamt gögnum frá 2. Íþróttaþingi Í.S.Í 24.-26. mars 2000 á Akureyri.

  15. Bréf frá Þróunarsviði Byggðastofnunar varðandi verkfnið „Búum til betri byggð“ á landsbyggðinni: Borist hafa fjórar ályktanir frá verkefninu „Búum til betri byggð“ ásamt bréfi frá samstarfshópnum um verkefnið, dags. 3. maí 2000.

  16. Bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Hólmavík, varðandi áframhaldandi leigu á Víkurtúni 9: Borist hefur bréf dags. 26. maí frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Hólmavík, um áframhaldandi afnot af Víkurtúni 9. Málinu frestað til næsta fundar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert fundi slitið kl. 19.00

Engilbert Ingvarsson.(sign) Gunnar S. Jónsson. (sign) Birna Richardsdóttir.(sign) Eysteinn Gunnarsson. (sign) Haraldur V.A. Jónsson.(sign) Elfa Björk Bragadótir.(sign) Þór Örn Jónsson.(sign)

 

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson