Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

    

941. fundur - 16. maí 2000

Árið 2000 þriðjudaginn 16. maí var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Oddviti Birna Richardsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Daði Guðjónsson, Haraldur V.A. Jónsson, Elfa Björk Bragadóttir og Már Ólafsson, varamaður. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri.

Ritari var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldin á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl.17.00

Þetta var gert: Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 1999. Seinni umræða.

  2. Refaveiðar sumarið 2000 í Hólmavíkurhreppi.

  3. Kosning í nefndir hjá Hólmavíkurhreppi, í stað þeirra sem sagt hafa sig úr nefndum eða flutt úr hreppnum.

  4. Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og tónskóla á Hólmavík frá 11. maí 2000.

  5. Stefnumótun í atvinnumálum (drög) Strandir í sókn.

  6. Fundargerð bygginga- skipulags- og umferðarnefnd frá 15. maí 2000.

  7. Tillaga að gjaldskrá Félagsheimilis og Íþróttahúss á Hólmavík.

  8. Kaup á búnaði fyrir uppbiggingu slökkviliðsins á Broddanesi.

  9. Fundargerð launanefndar sveitarfélaga frá 23. mars s.l., ásamt Kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga.

  10. Fundargerð Skólaráðs Vestfjarða frá 6. maí 2000.

  11. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða h.f. frá 19. janúar og 7. mars 2000, ásamt aðalfundarboði Atvinnuþróunarfélagsins.

  12. Ályktun Hafnarfjarðarráðstefnunar frá 4. apríl 2000 er varðar Staðardagskrá 21.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 1999. seinni umræða. Sveitarstjóri fór yfir ársreikninga hreppsins fyrir árið 1999 og svaraði fyrirspurnum. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps 1999 var borin upp og samþykktur samhljóða með öllum atkvæðum.

  2. Refaveiðar sumarið 2000 í Hólmavíkurhreppi. Borist hafa umsóknir um grenjavinnslu frá eftirtöldum aðilum: 1. Þórður Halldórsson Laugalandi. 2. Þorvaldur Garðar Helgason Hólmavík. 3. Indriði Aðalsteinsson Skjaldfönn. 4. Hjörtur Þór Þórsson Geirmundastöðum. 5. Jón Halldórsson Hólmavík. 6. Jón Loftsson og Guðmundur Björnsson Hólmavík. Samþykkt var samhljóða að ráða fjóra fyrsttalda umsækjendur til grenjavinnslu í Hólmavíkurhreppi sumarið 2000 samkvæmt skilagreindum svæðum hreppsins.

  3. Kosning í nefndir hjá Hólmavíkurhreppi, í stað þeirra sem sagt hafa sig úr nefndum eða flutt úr hreppnum. Atvinnumála- og hafnarstjórn Guðjón Magnússon í stað Önnu Margrétar Valgeirsdóttur, varamaður: Elfa Björk Bragadóttir í stað Guðjóns Magnússonar. Leikskólanefnd: Ragnheiður Gunnarsdóttir í stað Brynju Guðlaugsdóttur. Skipulags-, bygginga- og umferðarnefnd: Daði Guðjónsson í stað Skarphéðins Jónssonar, varamaður: Már Ólafsson í stað Trausta Hólmars Gunnarssonar. Húsnæðisnefnd: Rósmundur Númason í stað Trausta Hólmars Gunnarssonar, varamaður: Ingimundur Pálsson í stað Rósmundar Númasonar.

  4. Fundargerð skólanefndar Grunnskóla og Tónskóla á Hólmavík frá 11. maí 2000. Lögð fram fundargerð skólanefndar Grunnskóla og Tónskóla Hólmavíkur frá 11.maí. Fundargerð var samþykkt samhljóða.

  5. Stefnumótun í atvinnumálum (drög) Strandir í sókn! Lögð fram drög að skýrslu frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða h.f. og Iðntæknistofnun: Stefnumótun í atvinnumálum- Strandir í sókn. Skýrslan var lögð fram til kynningar, en var rædd og í umræðum komu fram ýmsar ábendingar.

  6. Fundargerð byggingar- skipulags- og umferðarnefndar frá 15. maí 2000. Lögð fram fundargerð byggingar- skipulags- og umferðarnefndar frá 15. maí. Fundargerð var samþykkt samhljóða.

  7. Tillaga að gjaldskrá Félagsheimilis- og íþróttahúss á Hólmavík. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Félagsheimilis og íþróttahúss á Hólmavík og var eftirfarandi gjaldskrá samþykkt:

  8. 1. Leiga á litlasal í kjallara 1,000 kr. á klst.
    2. Leiga á íþróttaal 1,800 kr. á klst.
    3. Leiga á anddyri 1,000 kr. á klst.
    4. Leiga fyrir böll (t.d. þorrablót) 40.000/60.000 kr.
    5. Ættarmót 50.000/80.000 (undir/yfir 100 manns en yfir 200 manns 100.000 kr.

  9. Kaup á búnaði fyrir uppbyggingu slökkviliðsins á Broddanesi. Lagður fram listi yfir ýmsan búnað til uppbyggingar á slökkviliðinu á Broddanesi. Áætlaður kosnaður er samtals kr. 1.402.260. Samþykkt að kaupa fyrir 1 milljón.

  10. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 23. mars s.l. ásamt Kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga. Borist hefur bréf dags. 5.maí 2000 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ásamt útskrift úr fundargerð 147. fundar Launanefndar sveitarfélaga, og kjarasamningi milli Launanefndar sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga. Samningurinn var samþykktur.

  11. Funargerð Skólaráðs Vestfjarða frá 6. maí 2000. Borist hefur fundargerð Skólaráðs Vestfjarða frá 6. maí.

  12. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða h.f. frá 19.janúar og 7. mars 2000, ásamt aðalfundarboði Atvinnuþróunarfélagsins. Borist hafa fundargerðir AtVest. frá 30. og 31. fundar.

  13. Ályktun Hafnarfjarðarráðstefnunar frá 4.apríl 2000 er varðar Staðardagskrá 21. Borist hefur bréf dags. 5. maí 2000 ásamt ályktun Hafnarfjarðarráðstefnu 4. apríl 2000 varðandi Staðardagskrá 21.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert fundi slitið kl. 19.30

Engilbert Ingvarsson.(sign) Elfa Björk Bragadótir.(sign) Birna Richardsdóttir.(sign) Haraldur V.A. Jónsson.(sign) Daði Guðjónsson.(sign) Már Ólafsson.(sign) Þór Örn Jónsson.(sign)

  

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson