Árið
2000 þriðjudaginn 18. apríl var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Oddviti Birna Richardsdóttir setti fundinn og
stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn, Daði Guðjónsson,
Haraldur V.A. Jónsson, Elfa Björk Bragadóttir, Már Ólafsson
varamaður. Ritari var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á
skrifstofu hreppsins og hófst hann kl.17.00.
Þetta var gert:
Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:
-
Fundarboð
á aðalfund Orkubús Vestfjarða þann 28. apríl 2000, ásamt
ársreikningi Orkubúsins fyrir árið 1999.
-
Framkvæmdaleyfi
við Þverárvirkjun í Hólmavíkurhreppi.
-
Fundargerð
atvinnu- og hafnarstjórnar frá 6. apríl s.l.
-
Fundargerð
félagsmálaráðs frá 12. apríl s.l.
-
Fundargerð
grunnskóla og tónskóla frá 12. apríl 2000.
-
Fundargerð
Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga frá 14. mars 2000.
-
Ályktanir
58. fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá
14. mars 2000.
-
Bréf
frá Landbúnaðarráðuneytinu er varðar verkefni „Fegurri
sveitir“.
-
Bréf
frá Sjávarútvegsráðuneytinu er varðar bætur fyrir
innfjarðarrækjubrest.
Þá var gengið til dagskrár:
-
Fundarboð á aðalfund Orkubús Vestfjarða þann
28. apríl 2000 ásamt ársreikningi Orkubúsins fyrir árið
1999. Borist hefur fundarboð aðalfundar Orkubús Vestfjarða,
sem haldinn verður á Ísafirði 28. apríl, ásamt ársreikningi
1999. Eftirtaldir fulltrúar voru tilnefndir á fundinum: Daði
Guðjónsson og Eysteinn Gunnarsson og fara þeir með 3/5 hluta
atkvæða hreppsins og Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk
Bragadóttir sem fara með 2/5 hluta Hólmavíkurhrepps.
-
Framkvæmdaleyfi
við Þverárvirkjun í Hólmavíkurhreppi. Borist hefur bréf
dags. 17. mars 2000 frá Skipulagsstofnun varðandi framkvæmdir
við Þverárvirkjun í Hólmavíkurhreppi. Samþykkt var að
orðalag í tillögu að framkvæmdaleyfi fyrir Þverárvirkjun
orðist svo í fjórðu línu „að haft verði samráð við
Náttúruvernd Ríkisins og Þjóðminjasafn Íslands“ og breytist
samþykkt tillaga á síðasta hreppsnefndarfundi í samræmi við
það.
-
Fundargerð
atvinnu- og hafnarstjórnar frá 6. apríl sl. Lögð fram
fundargerð atvinnumála- og hafnarstjórnar frá 6. apríl s.l.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða
-
Fundargerð
félagsmálaráðs frá 12. apríl sl. Lögð fram fundargerð
félagsmálaráðs frá 12. apríl 2000. Ennfremur frumvarp tillaga
um félagsþjónustu sveitarfélaga með bréfi Fjölskylduráðs
frá 4. apríl 2000.
-
Fundargerð
grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur frá 12. apríl 2000.
Lögð fram fundargerð grunnskóla og tónskóla Hólmavíkur
frá 12. apríl 2000. Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu
varðandi 1. lið fundargerðarinnar: Tónskólinn verði lagður
niður í núverandi mynd og breytt rekstrarfyrirkomulagi. Í
framhaldi af því verði skólastjóra og kennara tónskólans
sagt upp. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Haraldur V.A.
Jónsson greiddi ekki atkvæði. Fundargerðin að öðru leyti
var borin upp og samþykkt með 4 samhljóða atkvæðun en
Haraldur V.A. Jónsson greiddi ekki atkvæði.
-
Fundargerð
Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga frá 14. mars sl.
Borist hefur fundargerð frá 27. stjórnarfundi Lífeyrissjóðs
starfsmanna sveitarfélaga.
-
Ályktanir
58. fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá
30.-31. mars sl. Borist hefur skýrsla til 58. fulltrúaráðs
sveitarfélaga ásamt lista yfir fulltrúaráðið og ályktun um
endurskoðun á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og ályktun
um endurskoðun laga þjóðlenda.
-
Bréf
frá Landbúnaðarráðuneytinu er varðar verkefnið „Fegurri
sveitir“. Borist hefur bréf dags. 3. apríl 2000 frá
Landbúnaðarráðuneytinu.
-
Bréf
frá Sjávarútvegsráðuneytinu er varðar bætur fyrir
innfjarðarrækjubrest. Borist hefur bréf dags. 22. mars 2000
frá Sjávarútvegsráðuneytinu, sem var frá sveitarstjórnum
við Húnaflóa frá 1. mars 2000.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18.45.
Engilbert Ingvarsson (sign), Birna S. Richardsdóttir (sign), Elfa Björk
Bragadóttir (sign), Daði Guðjónsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson
(sign),