Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

   

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði
- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

    

     936. fundur - 7. mars 2000     

Árið 2000, þriðjudaginn 7. mars var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Oddviti Birna Richardsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn hreppsnefndarmennirnir, Daði Guðjónsson, Eysteinn Gunnarsson, Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Ritari var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl.17.00.

Þetta var gert: Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu er varðar samþykktir um stjórn og fundarsköp Hólmavíkurhrepps.
  2. Erindi frá Vegagerðinni er varðar innkeyrslu til Hólmavíkur eftir Hólmavíkurvegi nr. 67.
  3. Fundargerðir félasmálaráðs frá 17. febrúar og 6. mars 2000.
  4. Fundargerð skipulags-, bygginga- og umferðarnefndar frá 2. mars s.l.
  5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 18. febrúar s.l. , ásamt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
  6. Skólanefndarfundir Framhaldsskóla Vestfjarða frá 10. febrúar 2000.
  7. Fundargerð Hafnarnefndar sveitarfélaga frá 28. janúar s.l.
  8. Bréf frá Gagnvirkni Miðlun er varðar stafræna sjónvarpsnetið.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti er varðar samþykktir um stjórn og fundarsköp Hólmavíkurhrepps. Borist hefur bréf dags 25. febrúar frá Félagsmálaráðuneytinu, þar sem komið er á framfæri nokkrum athugasemdum við samþykktir um stjórn og fundarsköp Hólmavíkurhrepps. Hreppsnefndin fór yfir athugasemdir Félagsmálaráðuneytisins og samþykkti að breyta einstökum greinum í samræmi við tilögur ráðuneytisins. Ennfremur var samþykkt að breyta síðustu málsgrein í 55. gr. samþykktanna og verður hún þannig: ,,Hreppsnefnd ákveður hver gegna skuli störfum í forföllum hans.“

  2. Erindi frá Vegagerðinni er varðar innkeyrslu til Hólmavíkur eftir Hólmavíkurvegi nr. 67, Borist hefur bréf dags 24. febr. 2000 frá Vegagerðinni, er varðar innkeyslu til Hólmavíkur, ásamt uppdráttum. Samþykkt var að biðja Gísla Eiríksson umdæmisverkfræðing Vegagerðarinnar á Vesrfjörðum að koma til Hólmavíkur og ræða um framkvæmdir og gefa nánari upplýsingar, til hreppsnefndarmanna.

  3. Fundargerðir félagsmálaráðs frá 17. febrúar og 6. mars 2000. Lagðar fram fundargerðir félagsmálaráðs frá 17. febrúar og 6. mars 2000. Fundargerðirnar voru samþykktar.

  4. Fundargerð skipulags-, bygginga- og umferðarnefndar frá 2. mars s.l. Lögð fram fundargerð frá 2. mars 2000 í B.U.S. Samþykkt var eftirfarandi. Varðandi 1. lið sveitarstjóra falið að skrifa Arnari Ásbjörnssyni og tilgreina upplýsingar sem fram komu á fundinum og annmarka á að flytja íbúðarhúsið Lækjartún 22 í burtu. Varðandi 2. lið. Sveitarstjóra var falið að hafa samband við Margréti Geirsdóttur og afla upplýsinga um hugmyndir hennar um uppbyggingu á gömlu húsi á Nauteyri og til hvaða nota það sé ætlað. Varðandi 3. lið. Samþykkt var að verða við umsókn Gests Þórarinssonar. Varðandi 4. lið. Sveitarstjóra var falið að skrif Dagrúnu Magnúsdóttur bréf varðandi flutning á húsinu Borgabraut 21.

  5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 18. febrúar s.l. ásamt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Lagt fram bréf dags 21. febrúar 2000 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 12. fundi 18. febrúar og Lögum nr. 71/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  6. Skólanefndarfundir Framhaldsskóla Vestfjarða frá 10. febrúar 2000. Borist hefur fundargerð skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða frá 51 fundi 10. febrúar 2000.

  7. Fundargerð Hafnarsambands sveitarfélaga frá 28. janúar s.l. Borist hefur fundargerð stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 28. jan. 2000.

  8. Bréf frá Gagnvirkri Miðlun er varðar stafræna sjónvarpsnetið. Borist hefur bréf dags 5. febrúar 2000 frá Gagnvirkri Miðlun er varðar stafræna sjónvarpsnetið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18.50.

Engilbert Ingvarsson .(sign) Birna S. Richardsdóttir. (sign) Daði Guðjónsson. (sign) Elfa Björk Bragadóttir.(sign) Haraldur V. A. Jónsson. (sign) Eysteinn Gunnarsson. (sign)

  

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson