Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

     

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði
- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

   

935. fundur - 22. febrúar 2000

Árið 2000 þriðjudaginn 22. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Oddviti Birna Richardsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn hreppsnefndarmennirnir Daði Guðjónsson, Elfa Björk Bragadóttir, Haraldur V.A. Jónsson, og Eysteinn Gunnarsson. Auk þeirra sat fundinn Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Ritari var Engilbert Ingvarsson. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl.17.00.

Þetta var gert: Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá:

  1. Frumvarp að þriggja ára fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árin 2001-2003.
  2. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Hólmavíkurhrepps.
  3. Erindi frá Snævari Guðmundssyni er varðar umsögn vegna jarðakaupa á jörðinni Melgraseyri Hólmavíkurhreppi.
  4. Ákvörðun um áframhald vinnu við gerð Staðardagsskrá 21. fyrir Hólmavíkurhrepp.
  5. Kauptilboð í jörðina Víðidalsá Hólmavíkurhreppi.
  6. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um boðun fundar varðandi fjárhagsstöðu sveitarfélaga.
  7. Samningur um viðbyggingu við Sjúkrahúsið á Hólmavík og endurbætur á núverandi húsnæði.
  8. Erindi frá Félagsmálaráðaneytinu er varðar mörk sveitarfélaga á Drangajökli.
  9. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu er varðar lagningu Veg um Djúpveg nr. 61 um austanverðan Ísafjörð.
  10. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 1999. ásamt viðskiptayfirliti fyrir árið 1999.
  11. Skólanefndarfundur Framhaldsskóla Vestfjarða frá 17. ágúst 1999. til 2. desember 1999.
  12. Styrkbeiðni frá Alnæmissamtökunum á Íslandi. 

    Samþykkt var samhljóða að taka eitt mál til viðbótar við boðaða dagskrá.
  13. Stofnsamningur vegna Laugarhóls ehf.

Þá var gengið til dagskrár:

  1. Frumvarp að þriggja ára fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2001-2003. Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.

  2. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Hólmavíkurhrepps. Samþykkktir hreppsins eru lagðar fram í annað sinn eftir endurskoðun og nokkrar leiðréttingar. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Hólmavíkurhrepps voru samþykktar samhljóða.

  3. Erindi frá Snævari Guðmundssyni er varðar jarðakaup á jörðinni Melgraseyri í Hólmavíkurhreppi. Borist hefur bréf dags. 11. febrúar 2000. frá Snævari Guðmundssyni. Beðið er um umsögn um kaup Snævars á jörðinni Melgraseyri. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að gera engar athugasemdir við jarðarkaupin.

  4. Ákvörðun um áframhald vinnu við Staðardagskrá 21 fyrir Hólmavíkurhrepp. Borist hefur bréf umhvrefisnefndar Hólmavíkur með tillögum til umbóta í umhverfismálum, ásamt fundargerð verkefnanefndar Staðardagskrá 21 frá 13. okt s.l. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að fara yfir tillögurnar og leggja fyrir verkefnisnefnd um Staðardagskrá 21 í samræmi við umræður í hreppsnefndinni.

  5. Kauptilboð í jörðina Víðidalsá í Hólmavíkurhreppi. Borist hefur tilboð dags. 4. febrúar s.l. í jörðina Víðidalsá frá Róberti Kristjánssyni og Ardísi Einarsdóttur. Samþykkt var að hafna kauptilboðinu.

  6. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um boðun fundar varðandi fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Borist hefur bréf dags. 11. febr. 2000 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um fund á Ísafirði 23. febr. Ákveðið er að sækja fundin ef veður leyfir.

  7. Samningur um viðbyggingu við Sjúkrahúsið á Hólmavík og endurbætur á núverandi húsnæði. Lagður fram samningur um viðbyggingu við Sjúkrahúsið á Hólmavík dags. 9/2 2000. og undirritaður af heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og viðkomandi sveitarfélögum.

  8. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu er varðar mörk sveitarfélag á Drangajökli. Borist hefur bréf dags. 9. febrúar 2000 varðandi mörk sveitarfélaga. Hreppsnefndin hefur ekkert við uppdrátt frá Landmælingum Íslands að athuga varðandi Drangajökul.

  9. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu er varðar lagningu veg um Djúpveg nr. 61. um austanverðan Ísafjörð. Borist hefur bréf dags. 15. febrúar 2000 varðandi stjórnsýslukæru um lagningu Djúpvega í Ísafirði. Sveitarstjóra falið að svara bréfinu, en engar athugasemdir komu fram.

  10. Ársreikningur Heilbrigðisnefndar Vestfjarða fyrir árið 1999. ásamt viðskiptayfirliti. Ársreikningur Heilbrigðiseftirl. Vestfjarða lagður fram ásamt yfirliti um viðskiptastöðu sveitarfélaganna.

  11. Skólanefndarfundir Framhaldsskóla Vestfjarða frá 17. ágúst til 2. des.1999. Borist hafa fundargerðir skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða 17. ág. til 2. des.s.l.

  12. Styrkbeiðni frá Alnæmissamtökunum á Íslandi: Borist hefur styrkbeiðni Alnæmissamtaka Íslands. Styrkbeiðni var hafnað.

  13. Stofnsamningur vegna Laugarhóls e.h.f. Borist hafa drög að Stofnsamningi fyrir hlutafélag um Laugarhól. Daði Guðjónssson lýsti sig andvígan stofnun hlutafélags sem hreppurinn tæki þátt í. En aðild að félagi var samþykkt með 4 atkvæðum.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18.20.

Engilbert Ingvarsson (sign) Birna S. Richardsdóttir (sign) Daði Guðjónsson. (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign) Haraldur V.A. Jónsson. (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Þór Örn Jónsson (sign)

 

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson