|
Hólmavíkurhreppur
|
|
HREPPSNEFNDARFUNDUR NR. 1079.
Ár 2006 þriðjudaginn 30. maí var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir og Hlíf Hrólfsdóttir varaformaður. Þetta var gert : Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 4. mál verði bréf frá Þorsteini Sigfússyni. Afbrigðið var samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum. Auk hreppsnefndarmanna sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitastjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson Þá kynnti oddviti fundarins dagskrá fundarins sem var þessi:
1.
Ársreikningur Hólmavíkurhrepps 2005. 2. Erindi frá Slökkviliði Hólmavíkur um sameiginlegan mengunarvarnarbúnað fyrir Strandasýslu og Reykhólahrepp. 3. Fundargerð aðalfundar Atvinnuþróunarfélaga Vestfjarða dags 17. maí 2006. 4. Bréf frá Þorsteini Sigfússyni. Þá var gengið til dagskrá:
1.
Ársreikningur Hólmavíkurhrepps 2005. Lagður fram ársreikningur 2005 ásamt sundurliðum og skýringum á ársreikningi. Seinni umræða. Sveitastjóri gaf nokkrar skýringar um niðurstöður. Skatttekjur voru 213,7 millj. kr. Gjöld án afskifta og fjármagnsgjalda voru 224,8 millj. kr. Rekstrar niðurstaða var neikvæð sem, 59,2 millj. kr. Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 20,4 millj. kr. og var hækkun á handbæru fé frá fyrra ári sem 600 þús. kr. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps 2005 var samþykktur samlhjóða og verður undirritaður af hreppsnefnd og sveitarstjóra.
2. Erindi frá Slökkviliði Hólmavíkur um sameiginlegan mengunarvarnarbúnað fyrir Strandasýslu og Reykhólahrepp dags. 17 maí 2006. Lagt fram bréf frá slökkviliðsstjóra Einari Indriðasyni, þar sem kom fram að Alþingi hefur lagt fram 100 mill. kr. til fjárfestinga vegna varna við mengunarslysum. Lagt er til að sveitarfélög í Strandasýslu og Reykhólahreppi sameinist um slíkan búnað og rekstur. Samþykkt var samhljóða að fela sveitastjóra að skrifa viðkomandi sveitarfélögum með ósk um sameiginlega þátttöku um þennan mengunarvarnarbúnað. 3. Fundargerð aðalfundar Atvinnuþróunarfélaga Vestfjarða dags 17. maí 2006. Borist hefur fundargerð aðalfundar Atvinnuþróunarfélagsins, sem var haldinn á Hólmavík 17. maí s.l. Lagt fram tilkynningar 4. Bréf frá Þorsteini Sigfússyni. Borist hefur bréf dags. 20 maí 2006 frá Þorsteini Sigfússyni þar sem hann fer fram á að fá keypta gömlu slökkviliðsstöðina, sem var byggð árið 1913 sem skóla húsnæði. Samþykkt var samhljóða að auglýsa húsið til sölu. Gert er ráð fyrir að þessi hreppsnefndarfundur sé síðasti fundur hreppsnefndarinnar. Oddviti þakkaði hreppsnefndarmönnum og sveitastjóra fyrir gott samstarf á liðnu kjörtímabili og óskar nýkjörinni hreppsnefnd velfarnaðar í störfum á komandi kjörtímabili. Haraldi V. A. Jónssyni oddvita voru þökkuð störfin og Eysteinn Gunnarson, sem lætur af störfum sem aðalformaður í hreppsnefnd færði oddvita og öðrum sem hætta í hreppsnefndinni þakkir fyrir samstarfið á liðnum árum. Fundarritara var þökkuð góð störf á tímabilinu. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30 Engilbert Ingvarsson (sign) Hlíf Hrólfsdóttir (sign) Haraldur V. Jónsson (sign) Valdemar Guðmundsson (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Kristín S. Einarsdóttir (sign) Ásdís Leifsdóttir (sign)
|
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|