|
Hólmavíkurhreppur
|
|
HREPPSNEFNDARFUNDUR NR. 1078 Ár 2006 þriðjudaginn 23. maí var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert : Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá um að 7. mál verði tekið á dagskrá það er erindi frá Grunnskóla Hólmavíkur um ferðastyrk til Noregs. Afbrigði var samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum. Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins sem var eftirfarandi: 1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps 2005, fyrri umræða. 2. Erindi frá Sauðfjársetri um leigu á félagsheimilinu Sævangi. 3. Erindi frá Kvótaþingi ehf. hvort Hólmavíkurhreppur vilji nýta sér forkaupsrétt á Sæbjörgu ST-7. 4. Erindi frá Vaski á bakka ehf. um samning um minkaveiðar. 5. Úrskurður Umhverfisráðuneytis vegna stjórnsýslukæru Vegagerðarinnar vegna lagningar vegar um Arnkötludal og Gautsdal. 6. Samþykktir 68. íþróttaþings ÍSÍ dagana 28. og 29. apríl 2006. 7. Erindi frá kennurum Grunnskóla Hólmavíkur um ferðastyrk til Noregs. Þá var gengið til dagskrár: 1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps 2005, fyrri umræða. Lagður fram ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2005. Kristján Jónasson löggiltur endurskoðandi, hjá fyrirtækinu KPMG hefur skilgreint ársreikninginn og endurskoðað hann. Kristján gat ekki mætt til fundarins vegna veðurs. Sveitarstjóri fór yfir ársreikninginn og svaraði fyrirspurnum. Ýmsir liðir ársreikningsins voru bornir saman við fyrra ár og fjárhagsáætlun. Eftir nokkar umræður var ársreikningi Hólmavíkurhrepps vísað til annarrar umræðu, með öllum atkvæðum. 2. Erindi frá Sauðfjársetri um leigu á félagsheimilinu Sævangi. Borist hefur bréf dags. 2. maí 2006 frá Sauðfjársetri þar sem farið er fram á að það fái félagsheimilið Sævang til leigu endurgjaldslaust. Í bréfinu kemur fram að þörf er á verulegu viðhaldi við húsið. Með erindinu fylgir listi yfir kostnað við rekstur áranna 2002 til 2005 samtals kr. 2.066.199.- og þar af er talin vinna við húsnæði og fastar innréttingar kr. 1.290.137.- Samþykkt var samhljóða að leigja Sauðfjársetrinu félagsheimilið Sævang frá 15. maí til 15. september 2006 gegn greiðslu á reksturskostnaði, það er fyrir rafmagn, hita og fleira. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga frá leigusamningi fyrir Sævang á árunum 2003 til 2005 í samræmi við umræður í hreppsnefndinni. Samþykkt var samhljóða að óska eftir viðræðurm við meðeiganda að félagsheimilinu Sævangi um framtíðarrekstur hússins. 3. Erindi frá Kvótaþingi ehf. hvort Hólmavíkurhreppur vilji nýta sér forkaupsrétt á Sæbjörgu ST-7. Borist hefur bréf dags. 17. maí 2006 frá Kvótaþingi ehf. vegna sölu á Sæbjörgu ST-7 úr sveitarfélaginu. Samþykkt var samhljóða að hafna forkaupsrétti. 4. Erindi frá Vaski á bakka ehf. um samning um minkaveiðar. Borist hefur bréf dags. 16. maí 2006 frá Vaski á bakka efh., en Reynir Bergsveinsson hefur lagt svokallaðar minkasíur til veiða við ár í fyrrum Nauteyrarhrepp. Fer hann nú fram á að Hólmavíkurhreppur geri samning um veiðarnar. Samþykkt var samhljóða að fresta afgreiðslu á erindinu þar til ákvörðum verður tekin um skipulag refa-og minkaveiða í heild sinni í sveitarfélaginu, í samræmi við fyrri samþykkt hreppsnefndar. 5. Úrskurður Umhverfisráðuneytis vegna stjórnsýslukæru Vegagerðarinnar vegna lagningar vegar um Arnkötludal og Gautsdal. Borist hefur bréf frá Umhverfisráðuneyti dags. 9. maí 2006 vegna stjórnsýslukæru Vegagerðarinnar vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 8. september 2005. Lagt fram til kynningar. Hreppsnefnd fagnar því að úrskurðurinn er kominn. 6. Samþykktir 68. íþróttaþings ÍSÍ dagana 28. og 29. apríl 2006. Borist hefur bréf dags. 5. maí 2006 frá ÍSÍ ásamt ályktun um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja. Lagt fram til kynningar. 7. Erindi frá kennurum Grunnskóla Hólmavíkur um ferðastyrk til Noregs. Borist hefur erindi dags. 22. maí 2006 frá starfsmönnum við grunnskólann og tónskólann um að hreppurinn veiti styrk til heimsóknar til vinabæjar Hólmavíkur Hole í Noregi, þar sem skoðaðir verða 4 skólar. Haraldur V.A. Jónsson og Kristín S. Einarsdóttir viku af fundi við afgreiðslu málsins þar sem þau töldu sig vanhæf. Samþykkt var samhljóða með þremur atkvæðum þeirra sem voru við afgreiðslu málsins að veita samtals kr. 70.000.- til ferðarinnar. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50 Engilbert Ingvarsson (sign) Haraldur V. Jónsson (sign) Valdemar Guðmundsson (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign) Kristín S. Einarsdóttir (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Ásdís Leifsdóttir (sign)
|
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|