|
Hólmavíkurhreppur
|
|
HREPPSNEFNDARFUNDUR NR. 1076. Ár 2006 þriðjudaginn 2. maí 2006 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir og Hlíf Hrólfsdóttir varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.Fundarritari var Elfa Björk Bragadóttir. Þetta var gert : Oddviti kynnti boðaða dagskrá sem er í einum tölulið. 1. Kosning yfirkjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 27. maí 2006.
Þá var gengið til dagskrár: 1. Kosning yfirkjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 27. maí 2006. Fyrir liggur minnisblað sveitarstjórnar þar sem kemur fram að skv. lögum nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna ber að skipa yfirkjörstjórn þar sem kjördeildir verða tvær í næstkomandi sveitarstjórnarkosningum. Mun það vera samkomulagsatriði milli þeirra sveitarfélaga sem eru að sameinast, hvernig kosning yfirkjörstjórnar fari fram. Óheimilt er að skipa sömu einstaklinga í yfir-og undirkjörstjórn. Farið var yfir hverjir hafa verið í kjörstjórnum hreppsins og eftirfarandi tillaga kom fram : Í yfirkjörstjórn : Anna Þorbjörg Stefánsdóttir Jón Kristinsson Bryndís Sigurðardóttir Til vara Signý Ólafsdóttir Engilbert Ingvarsson Hrafnhildur Þorsteinsdóttir Jón og Engilbert eru tilnefndir af Broddaneshrepp Í undirkjörstjórn : Elísabet Pálsdóttir Maríus Kárason Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir Til vara Birna Richardsdóttir Elfa Björk Bragadóttir Jóhann Björn Arngrímsson Tillagan var samþ. samhljóða. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25 Haraldur V. Jónsson (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign) Hlíf Hrólfsdóttir (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Kristín S. Einarsdóttir (sign) Ásdís Leifsdóttir (sign)
|
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|