|
Hólmavíkurhreppur
|
|
HREPPSNEFNDARFUNDUR NR. 1071. Ár 2006 þriðjudaginn 14. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir og Hlíf Hrólfsdóttir varamaður. Ennfremur sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson Þetta var gert : Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 8. liður verði : Kosning um sameiningu sveitarfélaga og 9. liður : Trúnaðarmál. Afbrigði var samþykkt með öllum atkvæðum. Oddviti kynnti dagskrá fundarins: 1. Fjárhagsáætlun ársins 2006 og þriggja ára áætlun, seinni umræða. 2. Tilboð frá Berglind Maríusdóttur í húseignina að Víkurtúni 11. 3. Erindi frá félagsmiðstöðinni Ozon um tækjastyrk fyrir starfsárið 2006. 4. Erindi frá Sögusmiðjunni um yfirfærslu reksturs og umsjónar á Upplýsingamiðstöð Hólmavíkur frá Sögusmiðjunni yfir til Þjóðtrúarstofu. 5. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ráðstefnu sem haldin verður 23. febrúar n.k. um tækifæri íslenskra sveitarfélaga í alþjóða samstarfi. 6. Fundargerð Atvinnumálanefndar og Hafnarstjórnar Hólmavíkurhrepps dags. 8. febrúar 2006. 7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða dags. 3. febrúar 2006. 8. Kosning um sameiningu sveitarfélaga. 9. Trúnaðarmál Þá var gengið til dagskrár: 1. Fjárhagsáætlun ársins 2006 og þriggja ára áætlun, seinni umræða. Frumvarp að fjárhagsáætlun 2006 og þriggja ára áætlun lögð fram til seinni umræðu. Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum í fjárhagsáætlun og ekki gert ráð fyrir fjárveitingum til nýframkvæmda. Samþykkt var samhljóða tillaga frá sveitarstjóra um afslátt á fasteignagjöldum eldri borgara, sem verður eftirfarandi: Hjón/sambýlisfólk með kr. 2.400.000.- eða lægri tekjur fái 100% afslátt, veð 2.401.000 – 2.700.000 fái 50% afslátt, en umfram það er enginn afsláttur veittur. Eins er með að einstaklingur með kr. 1.700.000 og lægri tekjur fær 100% afslátt og með 1.701.000 – 2.000.000 fái 50% afslátt, en engan ef tekjur eru umfram það. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða, með öllum atkvæðum. Fjárhagsáætlun til þriggja ára var tekin til umræðu. Fjárhagsáætlun áranna 2007 – 2009 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða, með öllum atkvæðum. 2. Tilboð frá Berglind Maríusdóttur í húseignina að Víkurtúni 11. Borist hefur kauptilboð dags. 8. janúar 2006, frá Berlind Maríusdóttur í íbúðina Víkurtún 11, að upphæð kr. 3.100.000.- Samþykkt var samhljóða með öllum atkvæðum að taka tilboðinu. 3. Erindi frá félagsmiðstöðinni Ozon um tækjastyrk fyrir starfsárið 2006. Borist hefur bréf dags. 4. febrúar 2006 frá forstöðumanni Ozon, Bjarna Ómari Haraldssyni, þar sem farið er fram á 100 þúsund króna styrk til tækjakaupa. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu. 4. Erindi frá Sögusmiðjunni um yfirfærslu reksturs og umsjónar á Upplýsingamiðstöð Hólmavíkur frá Sögusmiðjunni yfir til Þjóðtrúarstofu. Borist hefur bréf dags. 3. febrúar 2006 frá Jóni Jónssyni á Kirkjubóli, sem er verkefnastjóri hjá Strandagaldri ses. Og framkvæmdastjóri Sögusmiðjunnar ehf. um að að ný stofnun Þjóðtrúarstofa á vegum Strandagaldurs taki við því hlutverki, sem Sögusmiðjan hefur sinnt við umsjón og rekstur Upplýsingamiðstoðvarinnar á Hólmavík. Erindinu fylgdi kynning um stofnun Þjóðtrúarstofu og áætlun um starfsemi og rekstur til fjögurra ára. Með erindinu fylgja drög að samningi á milli Hólmavíkurhrepps og Þjóðtrúarstofu. Samþykkt var samhljóða að ganga til samninga við Þjóðtrúarstofu um rekstur Upplýsingamiðstöðvar, í samræmi við fyrirliggjandi uppkast að samningi. Jafnframt var samþykkt að Hólmavíkurhreppur auglýsi eftir sumarstarfsmönnum til vinnu við Upplýsingamiðstöðina í Félagsheimilinu og ráði þá í samráði við Þjóðtrúarstofu. 5. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ráðstefnu sem haldin verður 23. febrúar n.k. um tækifæri íslenskra sveitarfélaga í alþjóða samstarfi. Borist hefur bréf dags. 2. febrúar 2006 um ráðstefnu 23. febrúar í Reykjavík. Lagt fram til kynningar. Ekki er gert ráð fyrir að Hólmavíkurhreppur sendi fulltrúa á ráðstefnuna. 6. Fundargerð Atvinnumálanefndar og Hafnarstjórnar Hólmavíkurhrepps dags. 8. febrúar 2006. Lögð fram fundargerð atvinnumálanefndar og hafnarstjórnar frá 8. febrúar. Nefndin fjallaði um staðsetningu olíutanka. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að ræða við Olíudreifingu hf. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða dags. 3. febrúar 2006. Borist hefur bréf dags. 5. febrúar 2006 frá heilbrigðisfulltrúa Vestfjarða, ásamt fundargerð 53. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Lagt fram til kynningar. 8. Kosning um sameiningu sveitarfélaga. Lagðar fram upplýsingar um atkvæðagreiðslu í Hólmavíkurhreppi og Broddaneshreppi um sameiningu sveitarfélaganna. Ákveðið er að kjördagur verði 11. mars n.k. og er utankjörstaðaratkvæðagreiðsla þegar hafin. Kynningarblað verður sent inn á hvert heimili í sveitarfélögunum. 9. Trúnaðarmál. Trúnaðarmál, bókað í trúnaðarbók. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45 Engilbert Ingvarsson (sign) Haraldur V. Jónsson (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign) Hlíf Hrólfsdóttir (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Kristín S. Einarsdóttir (sign) Ásdís Leifsdóttir (sign)
|
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|