Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

       

               

HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1067.

               

 Ár 2005 þriðjudaginn 29. nóvember 2005 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Elfa Björk Bragadóttir  varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir og Júlíana Ágústsdóttir varamaður.

Ennfremur  sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.

Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert : 

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá í 6 töluliðum, sem var eftirfarandi :

1.        Kauptilboð í Austurtúni 14, neðri hæð.

2.        Erindi frá F.O.S. Vest. dags. 23. nóvember 2005 um samræmingu kjarasamninga.

3.        Erindi um skipun varaslökkviliðsstjóra fyrir slökkvilið Hólmavíkurhrepp.

4.        Erindi frá Hagstofu Íslands vegna árlegrar íbúaskrár.

5.        Beiðni um styrk til handa Snorraverkefninu sumarið 2006.

6.        Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 28. október s.l. um niðurstöður úr sýni af neysluvatni vatnsveitu Hólmavíkurhrepps.

Þá var gengið til dagskrár:      

1.     Kauptilboð í Austurtúni 14, neðri hæð.     Borist hefur eitt tilboð í húseignina Austurún 14, neðri hæð.  Samþykkt var samhljóða að gera tilboðsgjafa gagntilboð að upphæð kr. 2.800.000.-

2.        Erindi frá F.O.S. Vest. dags. 23. nóvember 2005 um samræmingu kjarasamninga.     Borist hefur bréf dags. 23. nóv. s.l. frá F.O.S. Vest á Ísafirði, varðandi kjaramál og sérsamninga sem gerðir hafa verið við starfsmenn á Akranesi, Kópavogi og Hafnarfirði.  Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara bréfinu.

3.        Erindi um skipun varaslökkviliðsstjóra fyrir slökkvilið Hólmavíkurhrepp.     Borist hefur bréf dags. 8. nóvember 2005 frá slökkviliðsstjóra Hólmavíkurhrepps um veikindafrí varaslökkviliðsstjóra.  Samþykkt var emð 4 atkv. að ráða Ingimund Jóhannsson varaslökkviliðsstjóra að tillögu Einars Indriðasonar slökkviliðsstjóra.

4.        Erindi frá Hagstofu Íslands vegna árlegrar íbúaskrár.     Borist hefur bréf dags. 17. nóvember 2005 frá Hagstofu Íslands, ásamt lista yfir þá sem breytt hafa heimilisfangi í hreppnum.  Engar athugasemdir komu fram. Lagt fram til kynningar.

5.        Beiðni um styrk til handa Snorraverkefninu sumarið 2006.     Borist hefur bréf dags. 21. nóvember 2005 frá Snorraverkefninu, með beiðni um styrk. Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.

6.        Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 28. október s.l. um niðurstöður úr sýni af neysluvatni vatnsveitu Hólmavíkurhrepps.      Borist hefur bréf dags. 28. okt. um rannsókn á vatni, sem stenst gæðakröfur.  Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

    Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45

                Engilbert Ingvarsson                (sign)

                Elfa Björk Bragadóttir              (sign)

                Valdemar Guðmundsson            (sign)

                Eysteinn Gunnarsson                (sign)

                Kristín S. Einarsdóttir              (sign)

                Júlíana Ágústsdóttir                  (sign)

                Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

               

 

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson