Ár 2005 þriðjudaginn 25. október
var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.
Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann
kl. 17:10. Haraldur V. A. Jónsson setti fundinn og
stjórnaði honum en auk þess sátu fundinn Elfa Björk
Bragadóttir, Kristín S. Einarsdóttir, Valdemar Guðmundsson
og Daði Guðjónsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís
Leifsdóttir sveitarstjóri.
Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.
Þetta var gert :
Oddviti flutti tillögu um afbrigði við dagskrá að 7. mál
verði : “ Umsókn um styrk vegna árshátíðar starfsmanna. “
Var afbrigði samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.
Oddviti kynnti þá eftirfarandi dagskrá :
1. Reglur um úthlutun byggðarkvóta á
yfirstandandi fiskveiðiári.
2. Beiðni um styrk frá áhugahópi um
kaup á sneiðmyndatæki fyrir Fjórðungssjúkrahús
Ísafjarðarbæjar.
3. Fundargerð Félagsmálaráðs
Hólmavíkurhrepps frá 18. október 2005.
4. Fundargerð Byggingar-,
umferðar-og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 19.
október 2005.
5. Fundargerð Heilbrigðisnefndar
Vestfjarða frá 14. október 2005.
6. Fundargerð 88. og 89.
skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði dags. 20. júní
2005 og 26. september 2005.
7. Umsókn um styrk vegna árshátíðar
starfsmanna.
Þá var gengið til dagskrár.
1. Reglur um úthlutun byggðarkvóta á
yfirstandandi fiskveiðiári. Lögð fram tillaga
sveitarstjóra að úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið
2005-2006. Vísað er í símtal við Jón Jónasson í
Sjávarútvegsráðuneytinu, þar sem hann gerði grein fyrir
gildandi reglum um byggðakvótaúthlutun. Samþykkt var
samhljóða að sömu úthlutunarreglur um byggðakvótann og
voru á síðasta fiskveiðiári og Sjávarútvegsmálaráðuneytinu
tilkynnt um það.
2. Beiðni um styrk frá áhugahópi um
kaup á sneiðmyndatæki fyrir Fjórðungssjúkrahús
Ísafjarðarbæjar. Borist hefur bréf dags. 5. október
2005 frá áhugamannahópi um söfnun fjár til kaupa á
sneiðmyndatæki fyrir Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.
Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.
3. Fundargerð Félagsmálaráðs
Hólmavíkurhrepps frá 18. október 2005. Lögð fram
fundargerð Félagsmálaráðs frá 18. október s.l.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð Byggingar-, umferðar-og
skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 19. október
2005. Lögð fram fundargerð B.U.S 19. okt. 2005.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð Heilbrigðisnefndar
Vestfjarða frá 14. október 2005. Borist hefur bréf
dags. 16. október 2005 frá Heilbrigðiseftirliti
Vestfjarða, ásamt fjárhagsáætlun 2006 og fundargerð frá
51. fundi heilbrigðisnefndar.
6. Fundargerð 88. og 89.
skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði dags. 20. júní
2005 og 26. september 2005. Lagðar fram tvær
fundargerðir frá MÍ. Lagðar fram til kynningar.
7. Umsókn um styrk vegna árshátíðar
starfsmanna. Borist hefur bréf dags. 25. október 2005
frá árshátíðarnefnd starfsmanna með beiðni um styrk að
upphæð kr. 75.000.- Samþykkt var samhljóða að verða við
erindinu og veita allt að kr. 75.000.-
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gerð, fundi slitið kl. 17:55
Engilbert Ingvarsson (sign)
Haraldur V. A. Jónsson (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign)
Valdemar Guðmundsson (sign)
Daði Guðjónsson (sign)
Kristín S. Einarsdóttir (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)