|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2005
þriðjudaginn 11. október var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu
hreppsins og hófst hann kl. 17:10. Haraldur V. A. Jónsson
setti fundinn og stjórnaði honum en auk þess sátu fundinn Elfa
Björk Bragadóttir, Kristín S. Einarsdóttir, Valdemar
Guðmundsson og Eysteinn Gunnarsson. Auk þeirra sat fundinn
Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins :
Þá var gengið til dagskrár. 1. Reglur um úthlutun byggðarkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Nokkrar umræður um kvótann og hvernig til tókst síðast. Valdemar þurfti að fara af fundi og ákveðið að kalla ekki til varamann. Samþ.var samhljóða að fela sveitarstjóra að setja saman drög að breyttum reglum um úthlutun byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár og leggja fyrir næsta hreppsnefndarfund. 2. Tilboð um kaup á hluta útihúss við Víðidalsá. Borist hefur tilboð í hluta útihúss við Víðidalsá frá Þorsteini Sigfússyni. Samþ.að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Þorstein Sigfússon um kaupin. 3. Erindi frá Hróknum um fjárhagsstuðning vegna verkefnisins “Skák og mát – um allt Ísland”. Samþ. samhljóða að hafna erindinu. 4. Erindi frá Jóni Halldórssyni vegna grenjaleitar á svæðinu frá Grjótá að Aratunguá. Borist hefur bréf dags. 19.09.2005 frá Jóni Halldórssyni varðandi grenjaleit frá grjótá að Aratunguá. Þar kemur fram að hann óskar skýringa á því að honum er hafnað um greiðslu á skottum. Því er til að svara að hann telst ekki til skipaðra grenjaleitarmanna og hafa landeigendur á framangreindu svæði hafnað allri grenjaleit að hálfu hreppsins. Sveitarstjóra falið að svara erindinu. 5. Erindi frá sveitarstjóra Reykhólahrepps varðandi fjallskil í Djúpi. Borist hefur bréf dags. 16. sept. 2005 frá sveitarstjóra Reykhólahrepps þar sem skorað er á hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps að sjá til þess að fjallskil fari fram með viðunandi hætti og á skipulagðan hátt. Tekið er fram í bréfinu að þarna sé aðallega átt við fjallskil í Nauteyrarhreppi hinum forna. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps telur að fjallskil hafi farið fram skv. fjallskilasamþ. fyrir Strandasýslu. 6. Erindi frá Landssambandi Slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna um sjúkraflutninga. Borist hefur erindi dags. 15. sept. 2005 frá LSS um sjúkraflutninga. Lagt fram til kynningar. 7. Erindi frá Ólöfu Jónsdóttur og Reyni Stefánssyni vegna námsdvalar. Valdemar Guðmundsson mætti aftur á fundinn. Borist hefur bréf dags. 29.09 2005 frá Ólöfu Jónsd. Og Reyni Stefánssyni þar sem þau óska eftir að Hólmavíkurhreppur greiði þeim vegna námsdvalar sonar þeirra, samsvarandi því sem var á síðasta skólaári. Erindið var samþ. 8. Erindi vegna ráðningu atvinnu -og ferðamálafulltrúa í Strandasýslu. Fyrir liggur ódags. Bréf frá sveitarstjóra ásamt tölvupósti dags. 13.09. 2005 til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða frá sveitarstjóra. Ekki bólar neitt á neinu frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða vegna atvinnu-og ferðamálafulltrúa í Strandasýslu en sá fulltrúi átti skv. áætlun frá Atvest að taka til starfa 1. september s.l. Samþ. að sveitarstjóri hafi sambandi við Aðalstein Óskarsson framkvæmdarstjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Jafnframt að óska eftir að Héraðsnefnd auglýsi eftir starfsmanni í stöðu atvinnu-og ferðamálafulltrúa. 9. Erindi um endurgreiðslu á áskriftarkortum í þreksal frá 16 íbúum. Borist hefur undirskriftarlisti dags. 28.09. 2005 undirritaður af 16 eigendum áskriftarkorta í þreksal Íþróttamiðstöð Hólmavíkur. Ásdís Leifsdóttir og Valdemar Guðmundsson véku af fundi. Oddvita falið að vinna að lausn málsins fyrir næsta fund. Ásdís og Valdemar komu aftur á fundinn. 10. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gerð, fundi slitið kl. 20:05
Haraldur V. A.
Jónsson (sign)
|
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|