|
Hólmavíkurhreppur
|
|
HREPPSNEFNDARFUNDUR NR. 1059. Ár 2005 þriðjudaginn 5. júlí 2005 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn Gunnarsson og Hlíf Hrólfsdóttir varamaður og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert : Oddviti lagði fram tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 8. töluliður bættist við, það er : Fjárheld girðing meðfram vegi í Hólmavíkurhreppi. Afbrigði var samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum. Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins : 1. Kosning oddvita, varaoddvita, tveggja skoðunarmanna, endurskoðanda og kjörstjórnar til eins árs. 2. Refa-og minkaveiðar. 3. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu vegna athugasemda Benedikts Péturssonar við umsögn. 4. Tilhögun skólaaksturs á Langadalsströnd skólaárið 2005-2006 og rekstur skólasels. 5. Fundargerð Skólanefndar grunnskólans á Hólmavík dags. 23. júní 2005. 6. Fundargerð Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps dags. 22. júní 2005. 7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða dags. 24. júní 2005. 8. Fjárheld girðing meðfram vegi í Hólmavíkurhreppi. Þá var gengið til dagskrár: 1. Kosning oddvita, varaoddvita, tveggja skoðunarmanna, endurskoðanda og kjörstjórnar til eins árs. Kosnir voru eftirtaldir samhljóða : Oddviti : Haraldur V. A. Jónsson. Varaoddviti : Elfa Björk Bragadóttir. Skoðunarmenn : Þorbjörg Stefánsdóttir og Signý Ólafsdóttir. Varamenn þeirra : Jóhann Björn Arngrímsson og Úlfar Hentze Pálsson. Endurskoðandi : Kristján Jónasson KPMG. Kjörstjórn : Anna Þ. Stefánsdóttir, Maríus Kárason og Bryndís Sigurðardóttir. Varamenn þeirra : Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Magnús H. Magnússon og Signý Ólafsdóttir. 2. Refa-og minkaveiðar. Samþykkt var samhljóða að eftirtaldir menn verði ráðnir til grenjavinnslu : Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn. Þórður Halldórsson, Laugalandi. Magnús Steingrímsson, Stað. Þorvaldur G. Helgason, Hafnarbraut 13. Ragnar Bragason, Heydalsá. Til minkaveiða : Guðbrandur Sverrisson, Bassastöðum. 3. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu vegna athugasemda Benedikts Péturssonar við umsögn. Borist hefur bréf dags. 21. júní 2005 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem hreppsnefnd er gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum vegna athugasemda Benedikts Péturssonar í bréfi hans dags. 13. júní 2005 og varðar niðurfellingu aflagjalda hjá Særoða ehf. og vanhæfi hreppsnefndarmanna við afgreiðslu á fundi 15. mars 2005. Samþykkt var samhljóða að hreppsnefnd sjái ekki ástæðu til að fjalla frekar um málið eða gera athugasemdir. 4. Tilhögun skólaaksturs á Langadalsströnd skólaárið 2005-2006 og rekstur skólasels. Fram kom tillaga um að foreldurm á Langadalsstönd verði boðin mánaðargreiðsla fyrir að sjá sjálf um komu barna sinna í grunnskólann og ef ekki næst samkomulag um það, sjái hreppurinn um skólaakstur á eigin bíl. Tillagan var samþykkt samhljóða. Samþykkt var samhljóða að vinna að því að endurskiða rekstur skólasels. 5. Fundargerð Skólanefndar grunnskólans á Hólmavík dags. 23. júní 2005. Lögð fram fundargerð skólanefndar frá 23. júní. Varðandi 1. lið va samþykkt samhljóða að skilyrði eina umsæknandans um kennarastöðu er óásættanlegt. Var funargerðin samþykkt að öðru leyti. 6. Fundargerð Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps dags. 22. júní 2005. Lögð fram fundargerð Menningarnefndar frá 22. júní. Fundargerðin lögð fram til kynningar. Fram kom í umræðum að allir hreppsnefndarmenn luku lofsorði á störf nefndarinnar og framkvæmdastjóra hennar Bjarna Ómars Haraldssonar. Töldu fundarmenn að vel hafi tekist til með alla umsjón og framkvæmd “Hamingjudaga á Hólmavík”. 7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða dags. 24. júní 2005. Borist hefur bréf dags. 24. júní s.l. ásamt fundargerð 50. fundar heilbrigðisnefndar. Lagt fram til kynningar. 8. Fjárheld girðing meðfram vegi í Hólmavíkurhreppi. Borist hefur bréf dags. 9. júní 2005 frá bændum í fyrrum Krikjubólshreppi, þar sem landeigendur og ábúendur Tungusveitar óska eftir því að Hólmavíkurhreppur hafi frumkvæði að því í samvinnu við Vegagerðina að gerð verði fjárheld girðing með þjóðveginum (Djúpvegi 61). Ennfremur var lagt fram minnisblað frá Einari Indriðasyni verkstjóra varðandi málið. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að fá fund með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar um mál Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:40
Engilbert Ingvarsson (sign) Haraldur V. Jónsson (sign) Elfa Björk Bragadóttir (sign) Hlíf Hrólfsdóttir (sign) Eysteinn Gunnarsson (sign) Kristín S. Einarsdóttir (sign) Ásdís Leifsdóttir (sign)
|
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|