Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

   

             

                                HREPPSNEFNDARFUNDUR NR.  1057.

               

 Ár  2005  14. júní  var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.  Haraldur V. A. Jónsson setti fundinn og stjórnaði honum en auk þess sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Kristín Einarsdóttir og Daði Guðjónsson varamaður.

Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.  Fundarritari var Engilbert  Ingvarsson.

                 

Þetta var gert :

 

Oddviti kynnti dagskrá fundarins samkvæmt fundarboði, sem var í 6 liðum og eftirfarandi:

 

1.        Ársreikningur Hólmavíkurhrepps árið 2004, fyrri umræða.

2.        Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

3.        Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna 50. fjórðungsþings Vestfirðinga.

4.        Fundargerð Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 8. júní.

5.        Fundargerð Byggingar-umferðar og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 8. júní 2005.

6.        Fundargerð leikskólanefndar Hólmavíkurhrepps frá 9. júní 2005.

Þá var gengið til dagskrár:

1.        Ársreikningur Hólmavíkurhrepps árið 2004, fyrri umræða.  Lagður fram ársreikningur Hólmavíkurhepps fyrirr árið 2004 og sundurliðun og skýringar.  Kristján Jónasson hjá fyrirtækinu K.P.M.G sem er löggiltur endurskoðandi hreppsreikninga og færir upp ársreikninginn, fór yfir ársreikninginn og gerði grein fyrir einstökum liðum í samanburði við fjárhagsáætlun.  Hann útskýrði uppfærslu ársreikningsins og bar samanvið fyrri ársreikning eftir því sem hægt er.  Eftir umræður og fyrirspurnir til Kristjáns, sem hann svaraði, var samþykkt samhljóða að vísa ársreikning 2004 til annarar umræðu.  Kristján Jónasson vék af fundi.

2.        Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.  Lögð fram gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða sem var frestað að afgreiða á síðasta fundi.  Upplýst var að önnur sveitarfél-g á Vestfjörðum hafa samþykkt gjaldskrána.  Oddviti lagði til að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða verði samþykkt og greiddu allir hreppsnefndarmenn því atkvæði.

3.        Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna 50. fjórðungsþings Vestfirðinga.  Borist hefir bréf dags. 3. júní 2005 varðandi fjórðungsþing  2. og 3. september á Patreksfirði.  Minnt er á að senda kjörbréf fyrir 1. júlí n.k. Samþykkt var að allir hreppsnefndarmenn verði fulltrúar á fjórðungsþinginu.

4.        Fundargerð Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 8. júní.  Lögð fram fundargerð Menningamálanefndar í 14. liðum. “Nefndin óskar eftir skýrum svörum “hvort nefndin sé launuð.  Samþykkt var samhljóða að fulltrúar í Menningamálanefnd Hólmavíkur fái þóknun fyrir hvern fund hliðstætt því sem aðrar nefndir á vegum hreppsins fá.

5.        Fundargerð Byggingar-umferðar og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 8. júní 2005.  Lögð fram fundargerð B.U.S frá 8. júní.  Samþykkt var samhljóða að fresta afgreiðslu fundargerðarinnar og afla nánar9 upplysinga um viðkomandi mál, nema 3. liður furnargerðarinnar var samþykktur samhljóða.

6.        Fundargerð leikskólanefndar Hólmavíkurhrepps frá 9. júní 2005.  Lögð fram fundargerð leikskólanefndar frá 9. júní.  Eftir nokkar umræður var fundargerðin borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:05

 

 

                Engilbert Ingvarsson                (sign)

                Haraldur V. A. Jónsson             (sign)      

Valdemar Guðmundsson         (sign)         

                Elfa Björk Bragadóttir               (sign)

Kristín S. Einarsdóttir              (sign)

Daði Guðjónsson                      (sign)

                Ásdís Leifsdóttir                       (sign)

               

 

 

 

    
 

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson