Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1055. fundur - 24. maí 2005

Ár  2005 24. maí  var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V. A. Jónsson setti fundinn og stjórnaði honum en auk þess sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.  Fundarritari var Engilbert  Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti gerði tillögu um afbrigði við fundargerð að 3 mál verði tekin á dagskrá, það er.

  • 10. mál.  Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Café Riis og Braggann.

  • 11. mál.  Fundargerð Félagsmálaráðs frá 23. maí 2005.

  • 12. mál. Fundargerð Byggingar, umferðar og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 23. maí s.l.  

Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins í 12 töluliðum, sem var eftirfarandi:

  • 1. Skýrsla nefndar um stefnumótun í atvinnumálum í Hólmavíkurhreppi.

  • 2. Beiðni frá Ástþóri Ágústssyni um meðmæli með kaupum á Múla í Hólmavíkurhreppi.

  • 3. Erindi frá Prentleikni e.h.f vegna kaupa á bókinni Vesturland og Vestfirðir.

  • 4. Erindi frá Ísafjarðarbæ um afstöðu hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps um flýtiframkvæmd vegna vegar um Arnkötludal og Gautsdal.

  • 5. Erindi frá Skjólskógum um gróðursetningu trjáa og plöntulagera.

  • 6. Beiðni frá Kvenfélaginu Björk um að Hólmavíkurhreppur taki yfir eignarhlut kvenfélagsins í Sævangi.

  • 7. Erindi frá Sjóvá-Almennum h.f um vátryggingar Hólmavíkurhrepps.

  • 8. Fundargerðir Menningarmálanefndar dags. 9. maí, 11. maí, 17. maí og 18. maí s.l.

  • 9. Fundargerð skólanefndar M.Í frá 18. maí s.l.

  • 10. Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Café Riis og Braggann.

  • 11. Fundargerð Félagsmálaráðs frá 23. maí 2005.

  • 12. Fundargerð Byggingar, umferðar og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 23. maí s.l.  

Þá var gengið til dagskrár:

1. Skýrsla nefndar um stefnumótun í atvinnumálum í Hólmavíkurhreppi.  Borist hefur skýrslan “Allir vegir færir”, sem er stefnumótun í atvinnumálum. Skýrslan er unnin af nefnd sem var skipuð af Hólmavíkurhreppi í febrúar 2004 og er undirrituð af níu nefndarmönnum 30. mars 2005. Samþykkt var samhljóða eftirfarandi ályktun: Hreppsnefnd þakkar störf nefndarinnar og óskar eftir því að hún starfi áfram. Hreppsnefndin telur nauðsynlegt að ráðinn verði starfsmaður til að vinna að atvinnusköpun og byggðaþróun í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra er falið að hafa samband við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og leita eftir því að fá starfsmann á svæðið.

2. Beiðni frá Ástþóri Ágústssyni um meðmæli með kaupum á Múla í Hólmavíkurhreppi. Borist hefur bréf dags. 17. maí 2005 þar sem hann óskar eftir meðmælum hreppsnefndar fyrir því að kaupa Múla af jarðadeild ríkisins. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að hún sjái enga annmarka á því að Ástþór kaupi jörðina Múla í Hólmavíkurhreppi.

3. Erindi frá Prentleikni ehf vegna kaupa á bókinni Vesturland og Vestfirðir. Borist hefur tillaga að kaupsamningi um að Hólmavíkurhreppur kaupi bókina Vesturland og Vestfirði, sem Prentleikni ehf er að gefa út. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að kaupa 300 eintök, sem boðin eru á kr. 289.000.

4. Erindi frá Ísafjarðarbæ um afstöðu hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps um flýtiframkvæmd vegna vegar um Arnkötludal og Gautsdal. Borist hefur bréf dags. 17. maí 2005 frá Ísafjarðarbæ um flýtiframkvæmd við Arnkötludalsveg og að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinist um að vinna að fjármögnun framkvæmda. Hreppsnefnd samþykkri samhljóða að taka jákvætt undir erindið og óskar eftir viðræðum á fundi sveitarfélaganna sem fyrst.

5. Erindi frá Skjólskógum um gróðursetningu trjáa og plöntulagera. Borist hefur bréf dags. 18. maí 2005 frá Sæmundi Kr. Þorvaldssyni hjá Skjólskógum varðandi framkvæmd í skógrækt hjá skógarbændum og þar með Hólmavíkurhreppi. Eftirfarandi var samþykkt samhljóða:  Hreppsnefnd tilnefnir Eystein Gunnarsson og Jensínu Pálsdóttur, sem framkvæmdaraðila fyrir Hólmavíkurhrepp í verkefninu Skjólskógar Vestfjarða.

6. Beiðni frá Kvenfélaginu Björk um að Hólmavíkurhreppur taki yfir eignarhlut kvenfélagsins í Sævangi. Borist hefur bréf dags. 9. maí 2005 frá kvenfélaginu Björk í fyrrum Kirkjubólshreppi, en samþykkt hefur verið að leggja félagið niður og óska eftir að Hólmavíkurhreppur yfirtaki 1/6 eignarhlut í Sævangi. Hólmavíkurhreppur á nú 33% í félagsheimilinu Sævangi. Hreppsnefnd samþykkir samhljóða að verða við erindinu og taka við afsali fyrir 6. hluta í Sævangi.

7. Erindi frá Sjóvá-Almennum hf um vátryggingar Hólmavíkurhrepps. Borist hefur bréf dags. 3. maí 2005 frá Sjóvá-Almennum hf þar sem óskað er eftir að fá að gera tilboði í vátryggingar fyrir næstu endurnýjun þeirra. Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerðir Menningarmálanefndar dags. 9. maí, 11. maí, 17. maí og 18. maí sl. Lagðar fram 4 fundargerðir Menningarmálanefndar. Þar kemur fram að nefndin hefur ásamt framkvæmdastjóra Bjarna Ómari Haraldssyni unnið að undirbúningi að hátíð á Hólmavík 30. júní – 3. júlí, sem ber nafnið “Hamingjudagar á Hólmavík”. Nefndin hefur rætt við marga aðila og fengið jákvæð viðbjögð, svo undirbúningur er í eðlilegu horfi. Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð skólanefndar M.Í frá 18. maí sl. Borist hefur fundargerð 87. fundar Menntaskólans á Ísafirði. Lagt fram til kynningar.

10. Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Café Riis og Braggann. Borist hefur umsókn um vínveitingaleyfi dags. 23. maí fyrir Café Riis og gamla félagsheimilið, Braggann. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að vínveitingaleyfið sé veitt að uppfylltum lögboðnum skilyrðum.

11. Fundargerð Félagsmálaráðs frá 23. maí 2005. Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

12. Fundargerð Byggingar, umferðar og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 23. maí sl. Lögð fram fundargerð B.U.S frá 23. maí sl. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30.

  • Engilbert Ingvarsson (s ign)

  • Haraldur V. A. Jónsson (sign)       

  • Valdemar Guðmundsson (sign)

  • Elfa Björk Bragadóttir (sign)

  • Kristín S. Einarsdóttir (sign)

  • Eysteinn Gunnarsson (sign)

  • Ásdís Leifsdóttir (sign)

      

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson