|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2005 þriðjudaginn 26. apríl var
haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn
var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.
Haraldur Vignir Andrésson Jónsson oddviti setti fundinn og
stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn: Elfa Björk
Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Kristín S. Einarsdóttir
hreppsnefndarmenn ásamt Daða Guðjónssyni varamanni og Ásdísi
Leifsdóttur sveitarstjóra. Fundarritari var Elfa Björk
Bragadóttir. Þetta var gert: Oddviti lagði fram tillögu um afbrigði
við boðaða dagskrá, 14. mál: Ályktanir sveitarstjórna
Strandasýslu í vegamálum. Afbrigðið var samþykkt samhljóða. Oddivti kynnti þá boðaða dagskrá í 8 liðum, sem var eftirfarandi:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Erindi frá Skíðafélagi
Strandamanna um styrk vegna Strandagöngu 2005. Borist
hefur bréf dags. 24. mars 2005 með ósk um styrk frá Hólmavíkurhreppi
vegna Strandagöngunnar 2005 að upphæð kr. 100.000.
Samþ. samhljóða að verða við erindinu. 2. Erindi frá Daníel G. Ingimundarsyni
um styrk vegna keppnisferðar til Svíþjóðar. Borist hefur
tölvupóstur dags. 19. apríl 2005 með ósk um styrk vegna
fyrirhugaðrar ferðar til Svíþjóðar til að keppa á
heimsbikarmóti í torfæru 9. -10. júlí n.k. Samþykkt
samhljóa að styrkja hann um 25.000.kr. 3. Erindi frá Ragnheiði Ingimundardóttur
og Sigurði G. Sveinssyni um nýtingu á girðingu í landi
Hnitbjarga. Borist hefur tölvupóstur frá Ragnheiði
Ingimundardóttur og Sigurði G. Sveinssyni þar sem þau óska
eftir að fá að nota girðingu í landi Hnitbjarga. Þessi
girðing er sögð í bréfinu landamerkjagirðing á milli bæjanna
Hrófár og Hnitbjarga. Hreppsnefndarmenn telja að best
sé að oddviti fari um svæðið með þeim og bendi þeim á
svæði sem þau meigi býta og mundu þau sjá um allt viðhald
á girðingunni. Var samþ. Að oddviti sjái um þetta
mál. 4. Fundargerð 17. aðalfundar Héraðsnefndar
Strandasýslu. Borist hefur fundargerð 17. aðalfundar
Hérðaðsnefndar Strandasýslu frá 2. apríl 2005.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Spunnust um hana
allnokkrar umræður og var t.d. rætt um framtíð hennar ef
af sameiningum sveitarfélaga á svæðinu verður í haust.
5. Erindi frá sameiningarnefnd vegna
undirbúnings við sameiningarkosningu þann 8. október 2005.
Borist hefur bréf dags: 31. mars 2005 frá nefnda um
sameiningu sveitarfélaga í Félagsmálaráðuneytinu. Þar
kemur fram að Hólmavíkurhreppur þarf að tilnefna tvo menn
í samstarfsnefnd sem mun undirbúa atkvæðagreiðsluna o.fl.
Valdemar bar upp tillögu um Harald V.A. Jónsson og Eystein
Gunnarsson. Var það samþykkt samhljóða. 6. Erindi um kaup á hljóðkerfi fyrir Félagsheimili
Hólmavíkhrepps. Fyrir liggur minnisblað frá
sveitarstjóra varðandi hljóðkerfi sem Magnús Magnússon
er að selja. Samþykkt samhljóða að kaup umrætt hljóðkerfi
og það sem þar fylgir samkvæmt lista frá síðasta
hreppsnefndarfundi á kr. 400.000.- 7. Erindi frá Fasteignamati ríkisins og
Sambandi ísl. Sveitarfélaga um endurskoðun á fasteingum í
eigu ríkisins. Borist hefur bréf dags. 5. apríl 2005 frá
Samb. ísl. sveitarfélaga og Fasteignamati ríkisins ásamt
lista yfir fasteignir sem eru í skattflokki 0. Ákveðið að
senda listann til Gísla byggingarfulltrúa til athugunar. 8. Erindi frá Jafnréttis og fjölskyldunefnd
Akureryar um landsfund jafnréttisnefnda þann 6. og 7. maí
nk. Borist hefur bréf dags. 1. apríl 2005 ásamt dagskrá
landsfundar jafnréttisnefndar sveitarfélaga sem haldinn verður
á Akrueyri 6. og 7. maí nk. Lagt fram til kynningar. 9. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu
um breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga. Borist hefur bréf dags. 29. mars 2005 frá Félagsmálaráðuneytinu
þar sem sagt er frá breytingu á reglugerð um
eftirlitsnefnd sveitarfélaga nr. 374/2001. Lagt fram til
kynningar. 10. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 19. apríl s.l. Fyrir liggur fundargerð frá Félagsmálaráði frá 19. apríl s.l. Lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða. 11. Fundargerð Bygginga-, umferðar- og
skipulagsnefndar Hólmavíkrhrepps frá 19. apríl s.l.
Fyrir liggur fundargerð frá B.U.S. dags 19. apríl s.l.
Fundargerðin samþykkt samhljóða. 12. Fundargerðir Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 6., 16., og 18. apríl s.l. Fyrir liggja fundargerðir frá Menningarmálanefnd dags. 6. 14. og 18. apríl. Fundargerðirnar samþykktar að undanskildu eftirfarandi: 14. apríl. Ekki samþykkt að flytja minnisvarðann um Stefán frá Hvítadal. 13. Fundargerð 60. fundar
samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélagnna og Félags
leikskólakennara frá 7. mars sl. Borist hefur bréf dags.
10. mars 2005 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt
fundargerð 60. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga
og Félags leikskólakennara. Lagt fram til kynningar. 14. Ályktanir sveitarstjórna Strandasýslu í vegamálum. Fyrir liggur samþykkt dags 26. apríl 2005 þar sem oddvitar hreppanna í sýslunni álykta samhljóða: „Sveitarstjórnir í Strandasýslu mótmæla harðlega nýrri samgönguáætlun og telja það óforsvaranlegt að ekkert eigi að gera í vegaframkvæmdum í Strandasýslu næstu fjögur árin. Vegir um sýsluna eru víðast hvar nánast ónýtir en um þá fer allur þungaflutningur til svæðisins og norðanverðra Vestfjarða. Miðað við óbreyttar forsendur er talið að vegurinn frá Brú til Hólmavíkur verði alveg ónýtur eftir tvö ár. Því er gerð sú krafa að veitt verði nægu fjármagni til sýslunnar svo ljúka megi þeim vegaframkvæmdum sem nauðsynlegar eru og hafa verið tíundaðar við samgönguráðherra og þingmenn og hjálagðar eru til Samgöngunefndar. Allt annað er óásættanlegt eigi byggð að þrífast í Strandasýslu." Nokkrar umræður urðu um ályktunina og
var hún svo samþykkt samhljóða. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:40.
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|