Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1052. fundur - 5. apríl 2005

Ár 2005 þriðjudaginn 5. apríl 2005 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Hlíf Hrólfsdóttir varamaður, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. 

Þetta var gert:  

Oddviti bar fram tillögu um afbrigði við dagskrá, að við bætist 16. liður: Erindi um styrkbeiðni vegna íþróttamóts barna og unglinga í Danmörku og 17. liður: Fyrirhugaður fundur með þingmönnum Norðvesturkjördæmis.

Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins, sem var þessi:

  • 1. Erindi frá Hagstofu Íslands um breytingar á íbúaskrá.

  • 2. Erindi frá Snævari Guðmundssyni um uppsögn í skólanefnd.

  • 3. Erindi frá Benedikt S. Péturssyni, Ingvari Þ. Péturssyni og Daða Guðjónssyni um niðurfellingu aflagjalda.

  • 4. Erindi frá Bjarna Ó. Haraldssyni um styrk til kaupa á hljóðkerfi fyrir Hólmavíkurhrepp.

  • 5. Erindi frá starfsfólki Lækjarbrekku um styrk til kaupa á merktum flíspeysum.

  • 6. Erindi frá Alnæmissamtökum um styrk til fræðslu-og forvarnarverkefna.

  • 7. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

  • 8. Erindi frá Saman-hópnum um styrk við forvarnarstarf.

  • 9. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um ráðstefnu um Staðardagskrá 21.

  • 10. Erindi frá Umhverfisráðuneytinu um dag umhverfisins 25. apríl nk.

  • 11. Fundargerðir Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 21. febrúar og 2., 21. og 30. mars.

  • 12. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 17. mars sl.

  • 13. Fundargerð Atvinnumálanefndar og hafnarstjórn Hólmavíkurhrepps frá 17. mars sl.

  • 14. Fundargerð Skipulags-, umferðar-og bygginganefndar Hólmavíkurhrepps frá 17. mars sl.

  • 15. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 4. mars 2005.

  • 16. Erindi um styrkbeiðni vegna íþróttamóts barna og unglinga í Danmörku.

  • 17. Fyrirhugaður fundur með þingmönnum Norðvesturkjördæmis.

Þá var gengið til dagskrár:               

1. Erindi frá Hagstofu Íslands um breytingar á íbúaskrá. Borist hefur bréf frá Hagstofu Íslands dags. 3. mars 2005 og dreifibréf til sveitarstjórna dags. sama dag ásamt leiðréttri íbúaskrá frá 1. des. 2004. Engar athugasemdir komu fram við íbúaskrána.

2. Erindi frá Snævari Guðmundssyni um uppsögn í skólanefnd. Borist hefur bréf dags. 1. mars 2005 frá Snævari Guðmundssyni, þar sem hann óskar að vera leystur frá störfum í skólanefnd vegna breytinga á búsetu að vetri til. Samþykkt var samhljóða að kjósa Björn Fannar Hjálmarsson sem aðalmann í skólanefnd Grunnskóla Hólmavíkur og Hlíf Hrólfsdóttur sem varamann.

3. Erindi frá Benedikt S. Péturssyni, Ingvari Þ. Péturssyni og Daða Guðjónssyni um niðurfellingu aflagjalda. Borist hefur bréf dags. 31. mars 2005 frá þremur útgerðarmönnum á Hólmavík þar sem farið er fram á niðurfellingu aflagjalda hliðstætt því, sem samþykkt var á síðasta hreppsnefndarfundi varðandi niðurfellingu aflagjalda hjá Særoða ehf. Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.  

4. Erindi frá Bjarna Ó. Haraldssyni um styrk til kaupa á hljóðkerfi fyrir Hólmavíkurhrepp. Borist hefur bréf frá Bjarna Ó. Haraldssyni tónlistarkennara þar sem hann fer fram á að hreppurinn veiti fjárframlag til að kaupa hljóðkerfi, sem er til sölu fyrir kr. 400.000.-  Samþykkt var samhljóða að fresta málinu til næsta fundar og frekari upplýsinga verði leitað.

5. Erindi frá starfsfólki Lækjarbrekku um styrk til kaupa á merktum flíspeysum. Borist hefur bréf frá skólastjórum leikskólans þar sem farið er fram á styrk til að kaupa merktar flíspeysur á starfsfólk skólans. Samþykkt var samhljóða að veita styrk kr. 1.000.- á hvern starfsmann.

6. Erindi frá Alnæmissamtökum um styrk til fræðslu- og forvarnarverkefna. Borist hefur bréf dags. 10. mars sl. varðandi styrk til Alnæmissamtakanna. Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.

7. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Samþykkt var samhljóða að verða við beiðni um námsvist íbúa á Hólmavík annars staðar samkvæmt umsókn.

8. Erindi frá Saman-hópnum um styrk við forvarnarstarf. Borist hefur bréf dags. Í mars 2005 með beiðni um styrk til Saman-hópsins. Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.

9. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um ráðstefnu um Staðardagskrá 21. Borist hefur bréf dags. 15. mars 2005 varðandi ráðstefnu, sem haldin verður í Kópavogi 29. apríl 2005 og hefst kl. 9.00. Lagt fram til kynningar.

10. Erindi frá Umhverfisráðuneytinu um dag umhverfisins 25. apríl nk. Borist hefur bréf dags. 23. mars 2005 frá Umhverfisráðuneyti um umhverfisdag 25. apríl tileinkaðan þjóðgörðum og náttúruvernd. Lagt fram til kynningar.

11. Fundargerðir Menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps frá 21. febrúar, og 2., 21. og 30. mars. Lagðar fram 4 fundargerðir frá Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps. Fundargerðirnar voru ræddar og ýmsar upplýsingar. Lagt fram til kynningar.

12. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 17. mars sl.  Fundargerðin var lögð fram til samþykktar.

13. Fundargerð Atvinnumálanefndar og hafnarstjórn Hólmavíkurhrepps frá 17. mars sl. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

14. Fundargerð Skipulags-, umferðar- og bygginganefndar Hólmavíkurhrepps frá 17. mars sl. Lögð fram fundargerð B.U.S frá 17. mars. Erindi frá Olíufélaginu hf. um uppsetningu á nýrri dælu var frestað. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

15. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 4. mars 2005. Borist hefur bréf dags. 7. mars 2005 frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða ásamt fundargerð frá 48. fundar heilbrigðisnefndar, þar sem kynnt er ný gjaldskrá Umhverfisstofnunar. Lagt fram til kynningar.

16. Erindi um styrkbeiðni vegna íþróttamóts barna og unglinga í Danmörku. Borist hefur bréf dags. 4. apríl 2005 frá foreldrum tveggja barna, sem eiga þess kost að taka þátt í íþróttamóti í Danmörku með UMF Kormáki á Hvammstanga. Farið er fram á styrk til ferðarinnar.  Fram kom tillaga um að veita styrk að upphæð kr. 25.000.- til tveggja barna sem sækja um ferðastyrkinn. Tillagan var samþykkt samhljóða.

17. Fyrirhugaður fundur með þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Ákveðið er að hreppsnefndin fari til fundar við þingmenn Norðvesturkjördæmis sem ákveðinn er kl. 12:00 miðvikudaginn 6. apríl. Fram kom að höfuðerindi til þingmanna eru samgöngumál og framlögð Samgönguáætlun. Fram kom á fundinum veruleg óánægja með hversu lítið fjármagn er ætlað til vegamála á Vestfjörðum og sérstaklega að byrjunarfjárveiting er ekki fyrr en árið 2008 til Arnkötludalsvegar.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram og samþykkt samhljóða:

Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps mótmælir harðlega hugmynd um Vegaáætlun 2004-2008, þar sem ekkert er áætlað af vegafé til Stranda fyrr en árið 2008 þrátt fyrir að vegurinn um Arnkötludal sé búinn að fara í umhverfis-og arðsemismat, sem sannar að hann sé arðbærasti valkosturinn í vegagerð sem völ er á fyrir leiðina Ísafjörður – Reykjavík.  Allur landflutningur fer nú um Djúpveg 61 frá Brú og er sá vegur ekki gerður fyrir slíka flutninga og orðinn ónýtur að stærstum hluta. 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:10 .

  • Engilbert Ingvarsson (sign)

  • Haraldur V. Jónsson (sign)

  • Hlíf Hrólfsdóttir (sign)

  • Valdemar Guðmundsson (sign)

  • Eysteinn Gunnarsson (sign)

  • Kristín S. Einarsdóttir (sign)

  • Ásdís Leifsdóttir (sign)

    

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson