|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2005 þriðjudaginn 15. mars 2005 var
haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn
var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti
fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn
Valdemar Guðmundsson, Hlíf Hrólfsdóttir varamaður,
Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir
sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert: Oddviti lagði fram tillögu um afbrigði
við boðaða dagskrá: 6. mál verði: Erindi frá Særoða
ehf. um niðurfellingu aflagjalda. Afbrigði var samþykkt
samhljóða með öllum atkvæðum. Oddviti kynnti þá eftirfarandi dagskrá
í 6 töluliðum:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Umsóknir um byggðakvóta. Borist hafa umsóknir um
byggðakvóta frá 12 útgerðum í samræmi við auglýsingu
frá hreppsnefndinni. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða
að leggja til við Sjávarútvegsráðuneytið að 9 bátar fái
byggðakvóta, sem skiptist jafnt á milli þeirra. Bátarnir
eru eftirtaldir:
2. Erindi frá Menningarmálanefnd um tillögur á viðburðum
í Hólmavíkurhreppi. Lagt fram bréf dags. 2. mars 2005 frá
Menningarmálanefnd. Spurt er um hugsanleg fjárframlög til
nefndarinnar úr hreppssjóði. Lagt er til að ráðinn verði
starfsmaður og haldinn bæjarhátíð fyrrihluta sumars. En
nefndin leggur fram tillögu í 8 liðum. Kristín S. Einarsdóttir,
sem er í nefndinni, gerði grein fyrir hugmyndum sem komið
hafa fram í nefndinni. Hreppsnefnd mælir með því að
Menningarmálanefndin vinni að því að halda bæjarhátíð
og gerir ráð fyrir að nefndin móti frekar starfsgrundvöll
og hugsanlegan kostnað sem hlýst af verkefninu. 3. Erindi frá Valdemar Guðmundssyni um tillögur að úrbótum
vegna sorphauga Hólmavíkurhrepps. Lagt fram erindi frá
Valdemar Guðmundssyni dags. 10. mars, þar sem hann leggur
til að beltagrafa eða jarðýta verði fengin til að mölva
og pressa niður timburhaug af brettum og jafni niður. Samþykkt
var að fela sveitarstjóra að athuga hvort tiltækilegt er að
ráða vinnuvél og verktaka til að urða timburúrgang og
fleira. 4. Erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða um styrk
vegna kennslu svæðisleiðsagnar á Vestfjörðum. Borist
hefur bréf frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða dags. 1. mars
2005 með styrkbeiðni vegna námskeiða. Samþykkt var að
hafna erindinu. 5. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ráðstefnu
um nýmæli í stjórnun sveitarfélaga 1. apríl. Borist
hefur bréf dags. 4. mars 2005 ásamt dagskrá að ráðstefnu
Hvernig geta sveitarfélög náð betri árangri með nýjum
aðferðum?, sem haldin verður á Hótel Loftleiðum 1.
apríl. Lagt fram til kynningar. 6. Erindi frá Særoða ehf. um niðurfellingu
aflagjalda. Borist hefur bréf dags. 14. mars 2005 þar
sem Særoði fer fram á niðurfellingu aflagjalda vegna
fiskvinnslunnar, en fyrirtækið hefur ekki greitt kr.
362.240.- á árunum 1999-2004, sem er til innheimtu.
Hreppsnefnd samþykkir samhljóða að fella niður áætlað
aflagjald. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið.
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|