|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Þriðjudaginn 1. febrúar 2005 var
haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn
var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti
fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk
Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og
Kristín S. Einarsdóttir. Ennfremur sat fundinn Ásdís
Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert
Ingvarsson. Þetta var gert: Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 4. töluliðum
sem var eftirfarandi:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Fjárhagsáætlun ársins 2005 og þriggja ára áætlun,
fyrri umræða. Frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps
fyrir árið 2005 var tekið fyrir til seinni umræðu. Fjárhagsáætlun
var samþykkt samhljóða ásamt tillögum sveitarstjóra um hækkun
á þjónustugjöldum um 5-10%. Samþykkt var að afsláttur
á fasteignaskatti eldri borgara af eigin húsnæði verði
tekjutengdur samkvæmt tillögu sveitarstjóra. Fjárhagsáætlun
2005 gerir ráð fyrir eignfærðum fjárfestingum að upphæð
krónur 13.200.000.- og að nýtt langtímalán verði tekið
á árinu að upphæð krónur 30.000.000.- og samþykkt að
heimila sveitastjóra að taka lánið. Þriggja ára áætlun
2006 til 2008 var tekin til seinni umræðu og var hún samþykkt
samhljóða. 2. Breytingar á úthlutunarreglum vegna byggðakvóta.
Lagt fram bréf sveitarstjóra um að breyta úthlutunarreglum
samkvæmt ábendingum skrifstofustjóra Sjávarútvegsráðuneytis
samkvæmt símtali. Talið er nauðsynlegt að breyta þeim
reglum sem samþykktar voru á fundi hreppsnefndar 11. janúar
sl. um úthlutun byggðakvóta. Samþykkt var samhljóða að
breyta áður samþykktum reglum um úthlutun byggðakvóta á
eftirfarandi hátt: 1. Á eftir orðunum „atvinnu af fiskveiðum“ komi:
og/eða vinnslu sl. fiskveiðiár. 2. Eftirfarandi setning orðist svo eftir breytingu: Ekki
koma til greina þær útgerðir sem leigt eða selt hafa kvóta
frá sér á síðasta fiskveiðiári eða landað hafa afla
utan heimahafnar nema um sjóskaða hafi verið að ræða eða
stórkostleg vélarbilun. 3. Erindi frá Félagi áhugamanna um varðveislu á Kópnesi,
Hólmavík. Borist hefur bréf dags. 12. janúar 2005 frá
Félagi áhugamanna um varðveislu á Kópnesi. Í bréfinu
koma fram nokkrar upplýsingar um málið og svaraði Eysteinn
fyrirspurnum, en vék síðan af fundi við afgreiðslu málsins
þar sem hann er félagsmaður áhugamannafélagsins.
Fram kom að ekki liggur fyrir kostnaðraáætlun á fyrirhugaðri
endurbyggingu. Tillaga kom fram um að styrkja verkefnið með
kr. 100.000.- gegn því að kostnaðaráætlun og reikningar
fyrir framkvæmdakostnað liggi fyrir. Tillagan var samþykkt
með 3 atkvæðum gegn 1. 4. Erindi frá Vegagerðinni um sæluhús á Þorskafjarðarheiði.
Borist hefur bréf dags. 20. janúar 2005 frá Vegagerðinni
varðandi endurnýjun á sæluhúsi á Þorskafjarðarheiði.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara bréfinu í
samræmi við umræður á fundinum. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|