Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1047. fundur - 25. jan. 2005

Þriðjudaginn 25. janúar 2005 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Már Ólafsson varamaður. Ennfremur sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að tveir dagskrárliðir bætist við, það er:

  • 8. Kynningarfundur - skýrsla Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Vestfjarða.

  • 9. Tafabætur vegna byggingar Íþróttamiðstöðvar. 

Afbrigði var samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.

Oddviti kynnti þá dagskrá í 9. töluliðum sem var eftirfarandi:

  • 1. Fjárhagsáætlun ársins 2005 og þriggja ára áætlun, fyrri umræða.

  • 2. Erindi frá Kristbjörgu L. Árnadóttur frá Skjaldfönn.

  • 3. Skipun í Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps.

  • 4. Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga um ný lög um sjóðinn.

  • 5. Erindi frá Gunnlaugi Sighvatssyni vegna úthlutunar byggðakvóta hjá Hólmavíkurhreppi.

  • 6. Fundargerð Félagsmálaráðs frá janúar 2005. 

  • 7. Fundargerð Skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík frá 13. janúar 2005.

  • 8. Kynningarfundur- skýrsla Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Vestfjarða.

  • 9. Tafabætur vegna byggingar Íþróttamiðstöðvar.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Fjárhagsáætlun ársins 2005 og þriggja ára áætlun, fyrri umræða. Sveitarstjóri lagði fram Frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps 2005 og þriggja ára áætlun 2006-2008, ásamt skýringum. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir nokkrum hækkunum á ýmsum gjöldum til hreppsins. Gert er ráð fyrir fjárfestingum við sparkvöll, vatnsveitu og löndunarkrana, tengingu varaafls og Félagsheimilis og vatnslagna í Grunnskóla Hólmavíkur samtals kr. 13.200.000.-  Eftir útskýringar sveitarstjóra og fyrirspurnir fundarmanna var samþykkt að vísa Fjárhagsáætlun 2005 til annarrar umræðu. Þriggja ára áætlun 2006-2008 var rædd og samþykkt samhljóða að vísa henni til annarrar umræðu.

2. Erindi frá Kristbjörgu L. Árnadóttur frá Skjaldfönn. Borist hefur bréf dags. 18. janúar 2005 frá Kristbjörgu L. Árnadóttur, sem á tvö börn í Grunnskóla Hólmavíkur. Sækir hún um styrk vegna kostnaðar við uppihald þeirra við heimilishald á Hólmavík. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að ná samkomulagi um lausn á erindinu.

3. Skipun í Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps. Stungið var upp á níu nöfnum til setu í Menningarmálanefnd og voru kosnir eftirtaldir 5 sem aðalmenn:

  • Rúna Stína Ásgrímsdóttir

  • Sólrún Jónsdóttir

  • Margrét Vagnsdóttir

  • Kristín S. Einarsdóttir og

  • Arnar S. Jónsson

           Varamenn í nefndina voru kosnir:

  • Salbjörg Engilbertsdóttir

  • Sigurður M. Þorvaldsson

  • Stefán Jónsson og

  • Sigríður Óladóttir

4. Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga um ný lög um sjóðinn. Borist hefur bréf dags. 12. janúar 2005 frá Lánasjóði sveitarfélaga ásamt lögum nr. 136/2004 um Lánasjóð sveitarfélaga sem er breyting á lögunum. Lagt fram til kynningar.

5. Erindi frá Gunnlaugi Sighvatssyni vegna úthlutunar byggðakvóta hjá Hólmavíkurhreppi. Borist hefur bréf dags. 30. desember 2004 frá Gunnlaugi Sighvatssyni framkvæmdastjóra Hólmadrangs ehf. þar sem sótt er um þann byggðakvóta, sem Hólmavíkurhreppur hefur til úthlutunar. Einnig hefur borist bréf frá sama aðila dags. 13. janúar 2005 er „varðar tillögu að úthlutunarreglu um byggðakvóta.“  Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að svara bréfunum í samræmi við umræður hreppsnefndarmanna.

6. Fundargerð Félagsmálaráðs frá janúar 2005. Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 12. janúar. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

7. Fundargerð Skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík frá 13. janúar 2005. Lögð fram fundargerð skólanefndar frá 13. jan. sl. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

8. Kynningarfundur - skýrsla Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Vestfjarða. Borist hefur dagskrá um kynningarfund sem haldinn verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þann 2. febrúar nk. um byggðaáætlun Vestfjarða á vegum Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. Lagt fram til kynningar.

9. Tafabætur vegna byggingar Íþróttamiðstöðvar. Samkvæmt útboðsgögnum er heimild til að fá tafabætur frá verktaka fyrir drátt sem varð á verklokum umfram það sem umsamið var í samningi um byggingu Íþróttamiðstöðvarinnar. Sveitarstjóri leggur til að farið verði fram á dagsektir. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að kanna rétt Hólmavíkurhrepps til þess að innheimta tafabætur.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10.

  • Engilbert Ingvarsson (sign)

  • Haraldur V. A. Jónsson (sign)

  • Elfa Björk Bragadóttir (sign)

  • Valdemar Guðmundsson (sign)  

  • Már Ólafsson (sign)

  • Eysteinn Gunnarsson (sign)

  • Ásdís Leifsdóttir (sign)

   

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson