|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2004 þriðjudaginn 11. janúar 2005 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Ennfremur sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert: Samþykkt var samhljóða afbrigði við boðaða dagskrá að tekið verði á dagskrá 9. mál: Formleg opnun Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík. Oddviti kynnti dagskrá í 9. töluliðum sem var eftirfarandi:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Erindi frá Valdemar Guðmundssyni að sett verði á laggirnar Menningarmálanefnd Hólmavíkur. Borist hefur bréf dags. 6. janúar 2005 frá Valdemar Guðmundssyni um að stofan menningarmálanefnd Hólmavíkur. Samþykkt var samhljóða að stofna Menningarmálanefnd Hólmavíkur og kjósa fulltrúa í hana síðar. 2. Erindi frá Félagi skipstjórnarmanna um umboð til kjarasamningsgerðar fyrir félagsmenn. Borist hefur bréf dags. 13. desember 2004 frá Félagi skipstjórarmanna um að veita félaginu umboð til kjarasamningagerðar við skipstjórarmenn við hafnsögu. Samþykkt var samhljóða að veita umboðið. 3. Erindi frá Sjávarútvegsráðuneyti um tillögur að úthlutun byggðakvóta fyrir Hólmavíkurhrepp. Borist hefur bréf frá Sjávarútvegsráðuneyti dags. 6. desember 2004, ásamt reglugerð um úthlutun 3.200 þorskígildistonnum til stuðnings byggðarlögum. Ráðuneytið gefur sveitarstjórnum kost á því að gera tillögur til ráðuneytisins um reglur sem gilda um skiptingu úthlutunar til einstakra skipa. Með bréfi dags. 30. des. 2004 hefur sveitarstjóri óskað eftir fresti fram yfir hreppsnefndarfundinn til að skila tillögu að úthlutunarreglum. Byggðakvóti sem rennur til Hólmavíkurhrepps á fiskveiðiárinu 2004-2005 er 69 tonn í þorskígildum. Eftirfarandi tillaga að úthlutarreglum var lögð fram af sveitarstjóra: Úthluta skal til báta/skipa sem heimahöfn eiga á Hólmavík, landa aflanum í sinni heimahöfn og eigendur skráðir með búsetu í Hólmavíkurhreppi og eru skráðir þar þegar auglýstur umsóknarfrestur rennur út og hafi haft atvinnu af fiskveiðum s.l. fiskveiðiár. Ekki koma til greina þær útgerðir sem leigt eða selt hafa kvóta frá síðasta fiskveiðiári eða landað hafa utan heimahafnar nema gildar ástæður liggi fyrir. Úthlutun skal vera jöfn milli allra þeirra sem úthlutun fá, en ekki hlutfallsleg. Tillagan var borin upp og samþykkt með öllum atkvæðum. 4. Erindi frá Vátryggingafélagi Íslands hf. ásamt tillögu að samkomulagi um vátryggingar. Lagt fram “Samkomulag um vátryggingar milli Hólmavíkurhrepps og Vátryggingafélags Íslands hf.” Samningur gildir um allar tryggingar Hólmavíkurhrepps og gildir til 5 ára. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga frá samningnum og undirrita hann fyrir hönd Hólmavíkurhrepps. 5. Erindi frá Ólöfu Jónsdóttur og Reyni Stefánssyni frá Hafnardal. Borist hefur bréf dags. 3. jan. 2005 frá hjónunum í Hafnardal þar sem óskað er eftir greiðslum frá Hólmavíkurhreppi til að sonur þeirra dvelji á Hólmavík á skólatímanum en verði ekki með í heimanakstri. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að ná samkomulagi um lausn á erindinu. 6. Fyrirkomulag snjómoksturs á Langadalsströnd. Lagt fram minnisblað frá sveitarsjóra um snjómokstur á Langadalsströnd. Sá sem hefur séð um moksturinn er farinn burtu og óvissa um það hver annast snjómoksturinn framvegis. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að ræða við Vegagerðina um áframhaldandi fyrirkomulag snjómoksturs á Langadalsströnd. 7. Erindi frá Félagsmálaráðuneyti um áætlaðar heildargreiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna ársins 2005. Borist hefur bréf dags. 17. desember 2004 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar. 8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 10. desember 2004. Borist hefur bréf dags. 13. desember 2004 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð 46.fundar Heilbrigðisnefndar. Lagt fram til kynningar. 9. Formleg opnun Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur. Kristín S. Einarsdóttir og Valdemar Guðmundsson gerðu grein fyrir undirbúningi að formlegri opnun Íþróttamiðstöðvarinnar þann 15. janúar. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10.
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|