|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2004 þriðjudaginn 14. desember 2004
var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.
Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann
kl. 17:00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti
fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn
Valdemar Guðmundsson, Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn
Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Ennfremur sat fundinn
Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert: Oddviti flutti tillögu um afbrigði við
dagskrá fundarins að 7. mál verði tekið á dagskrána, það
er: Sala á hesthúsi að Víðidalsá. Afbrigði samþykkt
samhljóða með öllum atkvæðum. Oddviti kynnti þá svohljóðandi
dagskrá: 1. Erindi frá Íslandspósti hf. um breytt póstnúmer
í Ísafjarðardjúpi. 2. Erindi frá Aarslev Kommunale Musikskule um norræna
samspilsdaga 6. til 9. apríl 2005. 3. Yfirlit yfir rekstrarkostnað nokkurra grunnskóla
vegna ársins 2003. 4. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu um breytingu á
lögum vegna viðbótarlána húsnæðis. 5. Erindi frá Þórði Halldórssyni vegna skólaaksturs
úr Ísafjarðardjúpi. 6. Skýrsla sveitarstjóra. 7. Sala á hesthúsi við Víðidalsá. Þá var gengið til dagskrár: 1. Erindi frá Íslandspósti hf. um breytt póstnúmer
í Ísafjarðardjúpi. Borist hefur bréf dags. 8. desember frá
Íslandspósti um breytt póstnúmer á 8 bæjum í fyrrum
Nauteyrarhreppi og verður það 512. Lagt fram til kynningar. 2. Erindi frá Aarslev Kommunale Musikskule um norræna
samspilsdaga 6. til 9. apríl 2005. Borist hefur bréf dags.
25. nóvember 2004 frá Aarslev vinabæ Hólmavíkuhrepps um tónlistardaga
6. til 9. apríl nk. og er Hólmavík boðið að taka þátt
og tilkynna það fyrir 15. janúar nk. Lagt fram til
kynningar og samþykkt að senda bréfið til Grunnskólans og
Tónskólans á Hólmavík. 3. Yfirlit yfir rekstrarkostnað nokkurra grunnskóla
vegna ársins 2003. Lagt fram yfirlit yfir
sundurliðaðan rekstrarkostnað 6 grunnskóla. Lagt fram til
kynningar. 4. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu um breytingu á
lögum vegna viðbótarlána húsnæðis. Borist hefur bréf
dags. 8. desember 2004 frá Félagsmálaráðuneyti varðandi
breytingu á lögum, sem tóku gildi 4. desember og setningu
reglugerða við lögin þann 6. des. þar sem viðbótarlán
eru felld úr gildi vegna húsnæðis. Lagt fram til
kynningar. 5. Erindi frá Þórði Halldórssyni vegna skólaaksturs
úr Ísafjarðardjúpi. Borist hefur bréf dags. 10. desember
2004 frá Þórði Halldórssyni þar sem hann fer fram á hækkun
á greiðslu fyrir skólaakstur og greitt að hluta á meðan
á verkfalli kennara stóð. Samþykkt var samhljóða að
ekki væri tilefni til að hækka gjald fyrir skólaakstur þar
sem samningur býður ekki upp á það. Samþykkt var samhljóða
að bjóða Þórði 30% af þóknun fyrir akstur þá daga
sem ekki þurfti að fara í skólaakstur í verkfalli
kennara. 6. Skýrsla sveitarstjóra. 1. Torfi Jóhannsson hjá fyrirtækinu Ágústi og Flosa h.f. hefur óskað eftir upplýsingum um aukaverk vegna byggingar Íþróttamiðstöðvar. Hreppsnefndarmenn voru sammála um að engin ástæða væri til að láta slíkar upplýsingar í té. 2. Upplýsingar um tryggingamál. 3. Einn kennari hefur látið í ljós ósk um að draga
uppsögn til baka. Hreppsnefnd fagnar því að uppsögnin
hefur verið dregin til baka og vonast til þess að aðrir
kennarar sem sagt hafa upp dragi sínar uppsagnir einnig til
baka. 7. Sala á hesthúsi við Víðidalsá. Lögð fram umsögn
um athugun á sölu á hesthúsi frá Valdemar Guðmundssyni
og Eysteini Gunnarssyni, sem var falið að kanna málið. Á
fundi þeirra með hestamönnum kom fram að þeir vilja kaupa
hesthúsenda hússins sem er ca. 1/3 hluti, en ekki allt húsið.
Lagt er til að gerður verði samningur um söluna og að
hestamenn hafi forkaupsrétt að óseldum hluta hússins, en
hreppurinn forkaupsrétt ef húsið verður endurselt. Samþykkt
var að fela sveitarstjóra að gera samning um söluna á
fyrirliggjandi kostnaðarverði. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35.
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|