|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2004 þriðjudaginn 16. nóvember
2004 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkur. Fundurinn
var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Kristín S. Einarsdóttir og varamennirnir Daði Guðjónsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert: Oddviti leitaði afbrigða um að taka
fyrir 7. mál á dagskrá: Uppsagnir kennara og var það samþykkt
samhljóða. Varaoddviti kynnti þá boðaða dagskrá í 7 töluliðum, sem var eftirfarandi:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Málefni Íþróttamiðstöðar Hólmavíkurhrepps.
Lagt fram “Samantekt á kostnaði við 2. áfanga Íþróttamiðstöðvar
á Hólmavík”. Kemur þar fram sundurgreining á viðbótarkostnaði.
Einnig fylgir með úttekt á íþróttamiðstöðinni frá 8.
nóvember 2004. Borist hafa 15 tillögur að nafni á íþróttamiðstöðinni.
Lagt fram til kynningar. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða
að nafn á íþróttamiðstöðinni verði “Íþróttamiðstöðin
Hólmavík”. 2. Tilboð í íbúðir Hólmavíkurhrepps. Borist hefur
bréf dags. 8. nóvember 2004 frá Þórunni Einarsdóttur þar
sem hún gerir tilboð í íbúð að Austurtúni 10 að upphæð
kr. 4.600.000.- Hún gerir athugasemdir um vatnslagnir og
fleira í íbúðinni. Tvö tilboð bárust í íbúð að
Austurtúni 12 að upphæð kr. 5.400.000.- og kr. 5.300.000.-
Samþykkt var samhljóða að gera Þórunni gagntilboð, sem
gildir til 28. nóvember nk. að upphæð kr. 4.800.000.- Samþykkt
var samhljóða að taka hærra tilboði kr. 5.400.000.- frá
Hannibal Helgasyni og Sjöfn Helgadóttur, í Austurtún 12. 3. Erindi um stuðning við Snorraverkefnið 2005. Borist
hefur erindi dags. 1. nóvember 2004 frá Snorraverkefni, Óðinsgötu
7, Reykjavík um styrk. Samþykkt var að hafna erindinu. 4. Erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar um lengingu
ferðatímans. Borist hefur bréf dags. 3. nóvember
2004 frá Samtökum ferðaþjónustunnar þar sem minnt er á
það að þörf er á að lengja ferðatímann yfir maí og
september. Lagt fram til kynningar. 5. Fundargerð 25. fundar samstarfsnefndar frá 4. október
sl. Borist hefur bréf dags. 26. október 2004 frá Sambandi
ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð 25. fundar
samstarfsnefndar frá 4. október sl. Lagt fram til kynningar.
6. Fundargerðir 83. og 84. fundar skólanefndar MÍ frá
20 september og 25. október sl. Borist hafa fundargerðir
Menntaskólans á Ísafirði. Lagt fram til kynningar. 7. Uppsagnir kennara. Borist hafa 5 uppsagnir frá
kennurum við Grunnskólann á Hólmavík. Fram kom í umræðum
að kennarar hafa mætt til vinnu í þessari viku og kennsla
hefur farið fram með eðlilegum hætti í Grunnskólanum.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða: Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40.
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|