Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1042. fundur - 9. nóv. 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 9. nóvember 2004 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkur. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá í 16 töluliðum, sem var eftirfarandi:

1. Erindi frá Einari Hafliðasyni um fjallskilamál.

2. Tilboð í Austurtún 12.

3. Tilboð í hluta útihúsa að Víðidalsá frá áhugahópi um hesthús á Hólmavík.

4. Svarbréf frá Flugmálastjórn vegna sjúkraflugs um Hólmavíkurflugvöll.

5. Tilboð í gerð minigolfbrauta fyrir Hólmavíkurhrepp frá Halldóri Eydal.

6. Skýrsla um rekstur Upplýsingamiðstöðvar á Hólmavík árið 2004.

7. Erindi frá Kristínu S. Einarsdóttur vegna útgáfu fréttablaðs.

8. Erindi frá árshátíðarnefnd Hólmavíkurhrepps.

9. Beiðni um fjárstyrk frá Háskólasetrinu í Hveragerði.

10. Beiðni um fjárstyrk frá Stígamótum fyrir árið 2005.

11. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 27. okt. sl.

12. Fundargerð Atvinnumálanefndar og hafnar Hólmavíkurhrepps frá 27. október sl.

13. Fundargerð bókasafnsnefndar frá 2. nóvember 2004 og drög að ársskýrslu 2004.

14. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 22. október 2004.

15. Fundargerð 196. fundar Launanefndar sveitarfélaga frá 14. október 2004.

16. Erindi frá íbúum við Ísafjarðardjúp til Símans um ISDN tengingu.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Erindi frá Einari Hafliðasyni um fjallskilamál. Borist hefur bréf dags. 20. október sl. frá Einari Hafliðasyni bónda í Fremri-Gufudal þar sem hann krefst þess að Hólmavíkurhreppur sjái um fjallskil á landi frá norðan Reiphólsfjalla að Kirkjubóli í Langadal. Sveitarstjóri upplýsti að smölun hefði farið fram á vegum Hólmavíkurhrepps sl. sunnudag þann 7. nóv. Sveitarstjóri sagði að borist hefði reikningur fyrir smölum frá Einari Hafliðasyni, sem fór fram í vikunni áður, án þess að láta sveitarstjóra vita af því. Samþykkt var að endursenda reikning frá Einari Hafliðasyni þar sem hann hefði ekki samið um smölun og þar sem fjallskil hefðu farið fram á vegum Hólmavíkurhrepps þann 7. þessa mánaðar.

2. Tilboð í Austurtún 12. Elfa Björk Bragadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Borist hafa tvö tilboð í Austurtún 12 að upphæð kr. 4.400.000.- og 4.600.000.- Samþykkt var að hafna báðum tilboðunum og auglýsa íbúðina aftur.

3. Tilboð í hluta útihúsa að Víðidalsá frá áhugahópi um hesthús á Hólmavík. Ásdís Leifsdóttir og Kristín S. Einarsdóttir véku af fundi við afgreiðslu málsins. Borist hefur bréf dags. 27. október 2004 þar sem ítrekað er tilboð í kaup á 1/3 af fjárhúsi á Víðidalsá, sem hefur verið innréttað sem hesthús og notað af nokkrum hrossaeigendum, en fyrir hönd þeirra undirrita kauptilboðið Victor Örn Victorsson og Kristján Sigurðsson. Samþykkt var að afgreiða málið ekki á fundinum, en fela Valdemar Guðmundssyni og Eysteini Gunnarssyni að ræða við umbjóðendur og ná samkomulagi um verð.

4. Svarbréf frá Flugmálastjórn vegna sjúkraflugs um Hólmavíkurflugvöll. Borist hefur bréf dags. 1. nóvember 2004 frá Flugmálastjórn varðandi sjúkraflug um Hólmavíkurflugvöll. Í bréfinu kemur fram að flugvöllurinn á Hólmavík sé skilgreindur sem “Lendingarstaður” án þess að hafa fastan starfsmann. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að afla umsagnar Heilbrigðisstofnunar Hólmavíkur varðandi sjúkraflug til Hólmavíkur og taka málið síðan fyrir á hreppsnefndarfundi.

5. Tilboð í gerð minigolfbrauta fyrir Hólmavíkurhrepp frá Halldóri Eydal.  Borist hefur bréf dags. 21. nóvember 2004 frá Halldóri Eydal í Bolungarvík ásamt myndum af minigolfbrautum í samræmi við áður sent tilboð í slíkar brautir. Samþykkt var að hafna tilboðinu.

6. Skýrsla um rekstur Upplýsingamiðstöðvar á Hólmavík árið 2004. Borist hefur bréf dags. 26. okt. 2004 frá Sögusmiðjunni varðandi Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Hólmavík, ásamt skýrslu um rekstur sl. sumars. Lagt er til að miðstöðin verði rekin með svipuðu sniði og verið hefur næsta ár, en opnunartími verði lengri. Lagt fram til kynningar. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að semja við Sögusmiðjuna um rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar næsta ár, en öll starfsemin verði í verktöku.

7. Erindi frá Kristínu S. Einarsdóttur vegna útgáfu fréttablaðs. Kristín S. Einarsdóttir lagði fram upplýsingar um útgáfu og kostnað á fréttablöðum sem eru gefin út hjá nokkrum sveitarfélögum. Rætt var um ýmsa möguleika við útgáfu á upplýsingablaði fyrir Hólmavíkurhrepp. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að semja við Kristínu S. Einarsdóttur um útgáfu blaðsins “Fréttir til fólksins” fram að áramótum, en vinna að stefnumótun um útgáfu á blaði eftir áramótin.

8. Erindi frá árshátíðarnefnd Hólmavíkurhrepps. Borist hefur bréf frá árshátíðarnefnd starfsmanna Hólmavíkurhrepps, þar sem farið er fram á fyrirgreiðslu vegna árshátíðar þann 12. nóvember nk. Samþykkt var að veita heimild til að greiða allt að kr. 90.000.- vegna árshátíðar.

9. Beiðni um fjárstyrk frá Háskólasetrinu í Hveragerði. Borist hefur bréf dags. 1. nóvember 2004 með beiðni um styrk til Háskólaseturs í Hveragerði. Samþykkt var að hafna erindinu.

10. Beiðni um fjárstyrk frá Stígamótum fyrir árið 2005. Borist hefur bréf dags. 2. nóvember 2004 frá Stígamótum um fjárstyrk fyrir árið 2005. Samþykkt var að hafna erindinu. 

11. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 27. okt. sl. Lögð fram fundargerð B.U.S frá 27. okt. Hreppsnefndin samþykkir 1. lið og 2. lið a) og b), en tekur c), d) og e) lið sem ábendingar þar sem ekki er viðurkennt að nefndin geti “krafist” framkvæmda á vegum hreppsins.

12. Fundargerð Atvinnumálanefndar og hafnar Hólmavíkurhrepps frá 27. október sl. Lögð fram fundargerð atvinnumálanefndar og hafnarstjórnar frá 27. okt. sl. þar sem lagt er til að hreppsnefnd afli tilboða í nýjan krana á hafnarbryggjuna. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

13. Fundargerð bókasafnsnefndar frá 2. nóvember 2004 og drög að ársskýrslu 2004. Lögð fram fundargerð bókasafnsnefndar frá 2. nóvember, ásamt drögum að ársskýrslu til október 2004. Lagt fram til kynningar.

14. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 22. október 2004. Borist hefur bréf dags. 25. okt. ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 45. fundi, og fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins árið 2005. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2005 var samþykkt samhljóða.

15. Fundargerð 196. fundar Launanefndar sveitarfélaga frá 14. október 2004. Borist hefur bréf dags. 14. okt. sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð Launanefndarinnar. Lagt fram til kynningar.

16. Erindi frá íbúum við Ísafjarðardjúp til Símans um ISDN tengingu.   Borist hefur bréf dags. 14. október 2004 frá íbúum við innanvert Ísafjarðardjúp, þar sem óskað er eftir að Síminn svari umsóknum þeirra um ISDN tengingu. Afrit er sent samgönguráðherra, þingmönnum, Póst- og fjarskiptastofnun og fleirum. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:55.

  • Engilbert Ingvarsson (sign)

  • Haraldur V. A. Jónsson (sign)

  • Elfa Björk Bragadóttir (sign)

  • Valdemar Guðmundsson (sign)

  • Kristín S. Einarsdóttir (sign)

  • Eysteinn Gunnarsson (sign)

  • Ásdís Leifsdóttir (sign)

           

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson