Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1041. fundur - 19. okt. 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 19. október 2004 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkur. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá í 8 töluliðum, sem var eftirfarandi:  

1. Greinargerð og tillögur verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

2. Beiðni um styrk frá kvennakórnum Norðurljósum vegna tónleikaferðar.

3. Umsókn frá Jóni Alfreðssyni um leyfi til reksturs veitingastofu/greiðasölu í söluskála við Höfðatún, Hólmavík.

4. Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða um niðurstöður sýnatöku á neysluvatni í Hólmavík.

5. Endurskoðun á opnunartíma sundlaugar.

6. Erindi frá Kristínu S. Einarsdóttur vegna fréttablaðsins Fréttirnar til fólksins.

7. Fundargerð Byggingar-, umferðar-og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 7. október sl.

8. Fundargerð Atvinnu- og hafnarstjórn Hólmavíkurhrepps frá 7. október sl.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Greinargerð og tillögur verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Borist hefur greinargerð og tillögur verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins varðandi breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, dagsett 16. apríl 2004. Í tillögum verkefnisstjórnarinnar koma fram hugmyndir um flutning á mörgum málaflokkum til sveitarfélaganna sem eru á vegum ríkisins nú.  Lagt fram til kynningar, en verður tekið fyrir til afgreiðslu eftir hálfan mánuð.

2. Beiðni um styrk frá kvennakórnum Norðurljósi vegna tónleikaferðar.    Borist hefur bréf dags. 30. sept 2004 frá Kvennakórnum Norðurljósum vegna tónleikaferðar til Danmerkur, og farið fram á styrk til fararinnar. Samþykkt var með þremur atkvæðum að veita kr. 100.000.- í styrk til Kvennakórsins Norðurljós. Eysteinn Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

3. Umsókn frá Jóni Alfreðssyni um leyfi til reksturs veitingastofu/greiðasölu í söluskála við Höfðatún, Hólmavík. Borist hefur frá sýslumanni bréf dags. 21. september með umsókn um leyfi til reksturs veitingastofu/greiðasölu í söluskála Kaupfélags Steingrímsfjarðar við Höfðatún.  Hreppsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti rekstrarleyfið.

4. Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða um niðurstöður sýnatöku á neysluvatni í Hólmavík. Borist hefur bréf dags. 29. sept. 2004 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, ásamt rannsóknarniðurstöðum á neysluvatni á Hólmavík frá sl. sumri. Niðurstaða á mati sýna er vatnið stenst gæðakröfur samkv. Reglugerð nr. 536/01. Lagt fram til kynningar.

5. Endurskoðun á opnunartíma sundlaugar. Fyrir liggur fjöldi sundlaugargesta og eru þeir í september 870 fullorðnir og 661 barn og 1.-15. október 454 fullorðnir og 31 barn. Samþykkt var að opnunartími sundlaugar verði frá 16:00 til 21:00, 5 daga vikunnar og kl. 12:00 til 17:00 um helgar.

6. Erindi frá Kristínu S. Einarsdóttur vegna fréttablaðsins Fréttirnar til fólksins. Borist hefur bréf dags. 15. október 2004 frá Kristínu S. Einarsdóttur kennara, sem hefur séð um upplýsingarit um málefni Hólmavíkurhrepps og nefnt hefur verið Fréttirnar til fólksins. Varpað er fram spurningu um framtíðarútgáfu og fyrirkomulag hennar.  Samþykkt að kanna kostnað við útgáfu blaðs og afla upplýsinga um fyrirkomulag við útgáfu upplýsingarita hjá hliðstæðum sveitarfélögum.

7. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 7. október sl. Lögð fram fundargerð B.U.S frá 7. okt. sl. Eftir umræður um fundargerð var 1. liður hennar samþykktur. Einnig var samþykkt að setja upp lýsingu innan girðingar við sundlaug. En bókun um a, e og d lið framkvæmda var ákveðið að fresta til næsta árs.

8. Fundargerð Atvinnu- og hafnarstjórn Hólmavíkurhrepps frá 7. október sl. Lögð fram fundargerð Atvinnu- og hafnarstjórnar frá 7. okt.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15. 

  • Engilbert Ingvarsson (sign)

  • Haraldur V. A. Jónsson (sign)

  • Elfa Björk Bragadóttir (sign)

  • Valdemar Guðmundsson (sign)

  • Kristín S. Einarsdóttir (sign)

  • Eysteinn Gunnarsson (sign)

  • Ásdís Leifsdóttir (sign)

           

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson