|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2004 þriðjudaginn 5. október var
haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps.
Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann
kl. 17:00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti
fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk
Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og
Kristín S. Einarsdóttir. Þetta var gert: Oddviti kynnti boðaða dagskrá
fundarins í 13. töluliðum, sem var eftirfarandi:
1.
Skýrsla sveitarstjóra. 2. Tilboð í steypta gangstétt við Hafnarbraut. 3. Bréf frá Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur vegna höfnunar
á sjúkraflugi. 4. Beiðni frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu um
æfingartíma í sundlaug Hólmavíkurhrepps. 5. Beiðni frá Barnaheill um styrk vegna átaksverkefnis. 6. Fundargerðir Byggingarnefndar íþróttamiðstöðvar
dags. 15. september og 21. september sl. 7. Erindi frá KSÍ um breytingu á reglum fyrir
knattspyrnuvelli. 8. Ársfundur náttúruverndarnefnda og
Umhverfisstofnunar þann 8. október 2004. 9. Ráðstefna um Staðardagskrá 21 þann 9. október
2004. 10. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða dags. 10.
september 2004. 11. Fundargerð 195. fundar launanefndar sveitarfélaga
dags. 15. september 2004. 12. Fundargerð 85. fundar húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps
dags. 23. september 2004. 13. Tilboð í gerð minigolfbrauta fyrir Hólmavíkurhrepp
frá Halldóri Eydal. 1. Skýrsla sveitarstjóra. Sveitarstjóri gerði grein fyrir upplýsingum frá Kristjáni Jónassyni endurskoðanda um afskriftir í hreppsreikningi og er það að hluta til færslur á síðustu dögum í rekstri Kirkjubólshrepps og einnig leiðrétting á virðisauka þegar nýtt bókhaldskerfi var tekið upp. Sveitarstjóri ræddi hugmyndir foreldra á Langadalsströnd um að fá greiðslur frá hreppnum í stað skólaaksturs og myndu þá foreldrar sjá um börn sín til skólans sjálfir. Á síðasta ári námu greiðslur vegna skólaaksturs barna á Langadalsströndinni ríflega 4,2 milljónum króna. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að gera áætlun um kostnað á fyrirkomulagi við þá valkosti sem koma til greina varðandi skólagöngu barna á Langadalsströnd. 2. Tilboð í steypta gangstétt við Hafnarbraut. Borist
hefur tilboð dags. 27. ágúst 2004 í að steypa gangstétt
við Hafnarbraut frá Grundarási ehf. Einingarverð kr.
7.000.- pr.m. Samþykkt var að taka tilboðinu. 3. Bréf frá Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur vegna höfnunar
á sjúkraflugi. Borist hefur afrit af bréfi
dags. 9. september 2004 frá Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur
til Flugmálastjórnar, þar sem spurt er hvers vegna hafnað
er að leyfa sjúkraflug á Hólmavíkurflugvöll, eins og dæmi
var um tvisvar sinnum á síðastliðnu sumri. Samþykkt var að
fela sveitarstjóra að semja ályktun um málið og leggja
fyrir næsta hreppsnefndarfund. 4. Beiðni frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu um
æfingartíma í sundlaug Hólmavíkurhrepps. Borist hefur bréf
frá Félagi eldri borgara dags. 13. sept. 2004 með beiðni
um tíma í sundlaug. Samþykkt var að eldri borgarar fái 2
tíma í viku í sundlauginni. 5. Beiðni frá Barnaheill um styrk vegna átaksverkefnis. Borist hefur bréf dags. 16. september 2004 frá Barnaheill með beiðni um styrk vegna verkefnisins “Stöðvum barnaklám á netinu”. Samþykkt var að hafna erindinu. 6. Fundargerðir bygginganefndar íþróttamiðstöðvar
dags. 15. september og 21. september sl. Lagðar fram
fundargerðir frá bygginganefnd íþróttamiðstöðvar.
Fundargerðirnar voru samþykktar. 7. Erindi frá KSÍ um breytingu á reglum fyrir
knattspyrnuvelli. Borist hefur bréf dags. 15. sept. 2004
frá K.S.Í. varðandi nýjar reglur um stærðir á
knattspyrnuvöllum. Lagt fram til kynningar. 8. Ársfundur náttúruverndarnefnda og
Umhverfisstofnunar þann 8. október 2004. Borist hefur bréf
frá Umhverfisstofnun dags. 17. september 2004 ásamt dagskrá
fundar sem verður á Hótel Glym í Hvalfirði þann 8. október.
Einnig liggur fyrir dagskrá að ráðstefnu Staðardagskrár
21, sem verður haldin á sama stað 9. október. Lagt fram
til kynningar. 9. Ráðstefna um Staðardagskrá 21 þann 9. október
2004. Dagskrá fyrir ráðstefnu send með fundarboði ársfundar
Umhverfisstofnunar og verður haldin í tengslum við hann.
Lagt fram til kynningar. 10. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða dags. 10.
september 2004. Borist hefur bréf dags. 13. sept.
2004 frá heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð
44. fundar. Lagt fram til kynningar. 11. Fundargerð 195. fundar Launanefndar sveitarfélaga
dags. 15. september 2004. Borist hefur bréf dags. 16. sept.
2004 frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð
Launanefndar sveitarfélaga frá 15. september. Lagt fram til
kynningar. 12. Fundargerð 85. fundar húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps
dags. 23. september 2004. Lögð fram fundargerð húsnæðisnefndar
frá 15. september sl. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 13. Tilboð í gerð minigolfbrauta fyrir Hólmavíkurhrepp
frá Halldóri Eydal. Borist hefur tilboð dags. 17. september
2004 frá Halldóri Eydal, þar sem hann gerir tilboð í gerð
minibrauta fyrir golf á kr. 400.000.- Samþykkt var að fela
sveitarstjóra að kynna sér málið og afla teikninga og
leggja fyrir hreppsnefndarfund síðar. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50.
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|