Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        
1039. fundur - 21. sept. 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 21. september var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkur. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn Gunnarsson, Hlíf Hrólfsdóttir varamaður og Már Ólafsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Varaoddviti kynnti boðaða dagskrá fundarins í 6. töluliðum:

  • 1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps vegna ársins 2003, seinni umræða.

  • 2. Fyrirhugaður fundur með fjárlaganefnd 27. september 2004.

  • 3. Beiðni um kaup á 8 tölvum fyrir Grunnskóla Hólmavíkur ásamt tilboði í fjármögnun þeirra.

  • 4. Erindi frá Reyni Bergsveinssyni ásamt beiðni um greiðslur fyrir minka veidda í Hólmavíkurhreppi.

  • 5. Beiðni frá Svavari Sigurðssyni um fjárstyrk til baráttu gegn fíkniefnainnflutningi og sölumennsku.

  • 6. Svarbréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna erindis Félags meindýraeyða.

  Þá var gengið til dagskrár:

1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps vegna ársins 2003, seinni umræða. Ársreikningur 2003, sundurliðun á ársreikningi og skýrsla um endurskoðun á ársreikningi liggur fyrir. Samkvæmt ársreikningi er eigið fé og skuldir samtals kr. 582.201.258.- þar af eiginfjárreikningur 290.317.232.- og skuldir 219.884.026.- Íbúar voru 1. des. 2003 494 og eru skuldir því kr. 590.858.- á hvern íbúa hreppsins. Spurt var um lista yfir afskrifaðar kröfur og var hann lagður fram, með þeim leiðréttingarfærslum, sem höfðu farið fram í bókhaldi fyrir árið 2003.  

Fram kom í skýslu endurskoðanda að sömu aðilar skulda oft þjónustugjöld hjá hinum ýmsu stofnunum og að einstakir starfsmenn sveitarfélagsins hafi fengið fjárhæðir í fyrirframgreidd laun auk þess að skulda sveitarfélaginu vegna seldrar þjónustu. Fram kom í umræðunni að fyrirframgreiðslur og aðrar skuldir við sveitarsjóð sem geta skoðast sem lánafyrirgreiðsla á ekki að eiga sér stað og slíkt þurfi að leiðrétta hið fyrsta. 

Ársreikningur 2003 var borinn upp og samþykktur samhljóða með öllum atkvæðum, með þeim fyrirvara að skoðunarmenn hreppsins hafi ekki athugasemdir fram að færa við ársreikninginn. 

Hreppsnefnd gerir athugasemd við seinagang við gerð ársreiknings og hversu endurskoðandi hefur verið seinn með sína vinnu og væntir þess að slíkt endurtaki sig ekki á næsta ári.

2. Fyrirhugaður fundur með fjárlaganefnd 27. september 2004. Sveitarstjóri upplýsti að fyrirhugaður fundur með fjárlaganefnd verður mánudaginn 27. september kl. 10:45. Hreppsnefnd var sammála um að leggja höfuðáherslu á þrjú mál: 

1. Fjárveitingu í vegarlagningu um Arnkötludal og Gautsdal. 

2. Bætt fjárskiptasamband.  

3. Framlag kr. 35 milljónir til Héraðsskjalasafns.  

Ennfremur var rætt um að ræða við Siglingamálastofnun um framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn.

3. Beiðni um kaup á 8 tölvum fyrir Grunnskóla Hólmavíkur ásamt tilboði í fjármögnun þeirra. Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindi skólastjóra grunnskólans, en hann lagði fram tilboð um að hver tölvukassi kostaði kr. 55.625.-, en lyklaborð og skjáir frá eldri tölvum yrði notuð áfram. Erindið var samþykkt samhljóða.

4. Erindi frá Reyni Bergsveinssyni ásamt beiðni um greiðslur fyrir minka veidda í Hólmavíkurhreppi. Borist hefur bréf dags. 28. ágúst 2004 frá Reyni Bergsveinssyni varðandi verðlaun fyrir minkaveiðar í Langadalsá með svokallaðri síu. Með erindinu fylgir skýrsla um árangur við veiðar í þennan búnað hans. Samþykkt var að hafna erindinu og sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

5. Beiðni frá Svavari Sigurðssyni um fjárstyrk til baráttu gegn fíkniefnainnflutningi og sölumennsku. Borist hefur bréf dags. 3. september 2004 með beiðni um styrk. Samþykkt var að hafna erindinu.

6. Svarbréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna erindis Félags meindýraeyða. Borist hefur bréf dags. 2. september 2004, sem er afrit af svarbréfi til Félags meindýraeyða frá 29. júní 2004. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20

Engilbert Ingvarsson (sign)
Haraldur V. A. Jónsson (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)
Eysteinn Gunnarsson  (sign)
Már Ólafsson (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)

        

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson