|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2004 þriðjudaginn 17. ágúst var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Kristín S. Einarsdóttir, og Daði Guðjónsson varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert: Oddviti kom með tillögu um afbrigði við dagskrá að 11. liður bættist við sem er: Fráveita frá rækjuverksmiðju Hólmadrangs. Var afbrigði samþykkt samhljóða. Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 11 töluliðum, sem er þessi:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Beiðni frá Guðjóni Magnússyni um girðingu. Borist hefur bréf dags. 27/7 2004 frá Guðjóni Magnússyni, þar sem hann telur að fyrirhuguð girðing Vegagerðarinnar takmarki beitarmöguleika við Innra-Ós og fer fram á að fá að setja upp aukagirðingu til úrbóta. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu. 2. Erindi frá Á.T.V.R um leyfi til reksturs vínbúðar á Hólmavík. Borist hefur bréf dags. 6. ágúst 2004 frá Á.T.V.R um að fá leyfi til að opna vínbúð á Hólmavík. Erindið var samþykkt samhljóða. 3. Erindi frá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra um æfingatíma í íþróttasal og sundlaug fyrir eldri borgara. Borist hefur bréf dags. 10. ágúst 2004 frá nefnd áhugafólks um íþróttir aldraðra. Í bréfinu er minnt á almenna líkamsþjálfun og heilsueflingu eldra fólks og að sveitarfélög veiti stuðning við slíka starfsemi. Hreppsnefnd samþykkir að taka jákvætt í málið. 4. Ágóðahlutagreiðsla aðildarsveitarfélaga EBÍ fyrir árið 2004. Borist hefur bréf dags. 27. júlí 2004 frá Brunabót og kemur þar fram að ágóðagreiðsla til sveitarfélaga 2004 er í heild kr. 300.000.000.- og hlutur Hólmavíkurhrepps kr. 1.269.000.- Lagt fram til kynningar. 5. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um viðmiðunarreglur vegna nemenda er stunda nám utan lögheimilissveitarfélags. Borist hefur bréf dags. 5. júlí 2004 frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt "Viðmiðunarreglum um greiðslur vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilissveitar", afgreidd á fundi stjórnar sambandsins 25. júní 2004. Lagt fram til kynningar. 6. Fundargerð 6.
verkefnafundar vegna íþróttamiðstöðvar á Hólmavík
dags. 12. júlí 2004. Lögð fram fundargerð verkfundar frá
12. júlí 2004. Í fundargerðinni kemur fram verkstaða en
þá var vinnu við sundlaug að ljúka og var hún opnuð þann
17. júlí. Fram kemur upptalning á greiðslum reikninga og 7. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 7. júlí 2004. Lögð fram fundargerð B.U.S frá 7. júlí. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 8. Fundargerð Skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík dags. 12. ágúst 2004. Lögð fram fundargerð Skólanefndar skólanna frá 12. ágúst. Nokkrar umræður urðu um vetrarstarf í skólanum og fleira. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 9. Fundargerð 194. fundar Launanefndar sveitarfélaga dags. 30. júní 2004. Borist hefur bréf dags. 1. júlí 2004 frá Samb. ísl. sveitarfél. ásamt fundargerð. 10. Tilboð í vefsíðu Hólmavíkurhrepps frá Zignalzone.com. Borist hefur bréf dags. 20. júlí 2004 og upplýsingar um gerð heimasíðu og tilboð um að taka að sér verkefni fyrir hreppinn. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara bréfinu. 11. Fráveita frá rækjuverksmiðju Hólmadrangs. Björn Hjálmarsson hefur fyrir hönd Hólmadrangs rætt við oddvita og sveitarstjóra um fráveitu frá rækjuverksmiðjunni. Um er að ræða nýja fráveitulögn út í Norðurfjöru og talið nauðsynlegt að ganga frá lögnum strax, þar sem ákveðið er að leggja bundið slitlag á svæðið í næstu viku. Samþykkt var að hefja fyrirhugaðar framkvæmdir við fráveitulögn frá rækjuverksmiðjunni út frá Norðurfjöru og stefna að því að klára verkið fyrir lagningu slitlags, sem áætluð er á næstunni. Fram kom að einstakir hreppsnefndarmenn hafa efasemdir um að fráveitulagnirnar veiti framtíðarlausnir við losun úrgangs frá verksmiðjunni. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:35 Engilbert
Ingvarsson (sign) |
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|