|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2004 þriðjudaginn 29. júní var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Kristín S. Einarsdóttir, Valdemar Guðmundsson og Gunnar Jónsson varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert: Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 6 töluliðum, sem var eftirfarandi:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Umsókn um styrk frá nemendum við Háskóla Íslands. Borist hefur bréf dags. 25. apríl 2004 frá nemendum í mannfræði við Háskóla Íslands þar sem farið er fram á styrk til fjármögnunar á heimildarkvikmynd. Samþykkt var að hafna erindinu. 2. Erindi frá Sjóvá Almennum. Borist hefur bréf dags. 1. júní 2004 frá Sjóvá-Almennum tryggingafélagi, þar sem óskað er eftir tækifæri til að bjóða í tryggingu hjá hreppnum. Samþykkt var að kanna tryggingamál hreppsins, leita upplýsinga og auglýsa eftir tilboðum í tryggingar hjá hreppnum. 3. Erindi frá Styrktarsjóði E.B.Í. 2004. Borist hefur bréf dags. 24. júní 2004 frá Brunabótafélagi Íslands varðandi styrkveitingar Styrktarsjóðs B.Í. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að leita upplýsinga og sækja um styrk eftir því sem tilefni er til. 4. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna. Borist hefur fundargerð 16. fundar Launanefndar. Lagt fram til kynningar. 5. Erindi frá Samgönguráðuneyti. Borist hefur bréf dags. 21. maí 2004 frá Samgönguráðuneyti varðandi hafnarsvæði og öryggi við hafnir o.fl. Samþykkt var að vísa málinu til hafnarnefndar. 6. Ársfundur Byggðastofnunar. Borist hefur fundarboð og dagskrá aðalfundar Byggðastofnunar, sem verður haldinn á Sauðárkróki 2. júlí nk. Lagt fram til kynningar. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45. Engilbert
Ingvarsson (sign) |
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|