Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1033. fundur - 15. júní 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 15. júní var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Kristín S. Einarsdóttir og Daði Guðjónsson varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 8 töluliðum, sem var eftirfarandi:

  • 1. Beiðni um styrk til tækjakaupa fyrir félagsmiðstöðina Ozon.

  • 2. Kosning oddvita, varaoddvita, tveggja skoðunarmanna og endurskoðanda til eins árs.

  • 3. Kosning í nefndir og ráð.

  • 4. Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

  • 5. Fundargerð 5. verkfundar vegna byggingu íþróttamiðstöðvar.

  • 6. Fundargerð Byggingar-, umferðar-og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 9. júní 2004.

  • 7. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 8. júní 2004.

  • 8. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 8. júní 2004.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Beiðni um styrk til tækjakaupa fyrir félagsmiðstöðina Ozon. Borist hefur bréf dags. 24. maí 2004 frá Bjarna Ómari Haraldssyni forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar á Hólmavík, þar sem beðið er um eitt hundrað þúsund króna styrk til kaupa og endurbóta á tækjum félagsmiðstöðvarinnar Ozon.

2. Kosning oddvita, varaoddvita, tveggja skoðunarmanna og endurskoðanda til eins árs. Kosnir með samhljóða atkvæðum voru eftirtaldir:

  • Oddviti: Haraldur V.A. Jónsson

  • Varaoddviti: Elfa Björk Bragadóttir

  • Skoðunarmenn: Þorbjörg Stefánsdóttir og Signý Ólafsdóttir
         "  varamenn: Jóhann Björn Arngrímsson og Úlfar H. Pálsson

  • Endurskoðandi: Kristján Jónasson KPMG

3. Kosning í nefndir og ráð.

  • Kjörstjórn: Anna Þ. Stefánsdóttir, Maríus Kárason og Bryndís Sigurðardóttir. Varamenn: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Magnús H. Magnússon og Signý Ólafsdóttir.

  • Í leikskólanefnd var kosin Ingibjörg Sigurðardóttir aðalmaður og Elfa Björk Bragadóttir varamaður í stað brottflutts fulltrúa.

  • Í skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla var Daði Guðjónsson kosinn varamaður.

  • Í félagsmálaráð var Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir kosin aðalmaður.

4. Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Málið var rætt í framhaldi af því sem kynnt var á síðasta fundi, en var frestað um óákveðinn tíma.

5. Fundargerð 5. verkfundar vegna byggingu íþróttamiðstöðvar. Lögð fram skýrsla um 5. verkfund frá 5. júní 2004. Þar kom fram staða verksins og lýsing á ýmsum verkþáttum, hönnunargögn og breytingar og greiðslur undanfarið. Haraldur oddviti sagði frá skoðun vinnueftirlits og heilbrigðisfulltrúa og hefur ekkert óeðlilegt eða aðfinnsluvert komið fram. Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 9. júní 2004. Lögð fram fundargerð B.U.S. 9. júní.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

7. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 8. júní 2004. Lögð fram fundargerð frá 83. fundi Húsnæðisnefndar Hólmavíkur.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

8. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 8. júní 2004. Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkur frá 8. júní. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10.

Engilbert Ingvarsson (sign)
Haraldur V.A. Jónsson (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign)
Valdemar Guðmundsson (sign)
Daði Guðjónsson (sign)
Kristín S. Einarsdóttir (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)
       

  
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson