|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2004 þriðjudaginn 15. júní var
haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn
var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00. Þetta var gert: Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 8 töluliðum, sem var eftirfarandi:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Beiðni um styrk til tækjakaupa fyrir félagsmiðstöðina Ozon. Borist hefur bréf dags. 24. maí 2004 frá Bjarna Ómari Haraldssyni forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar á Hólmavík, þar sem beðið er um eitt hundrað þúsund króna styrk til kaupa og endurbóta á tækjum félagsmiðstöðvarinnar Ozon. 2. Kosning oddvita, varaoddvita, tveggja skoðunarmanna og endurskoðanda til eins árs. Kosnir með samhljóða atkvæðum voru eftirtaldir:
3. Kosning í nefndir og ráð.
4. Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Málið var rætt í framhaldi af því sem kynnt var á síðasta fundi, en var frestað um óákveðinn tíma. 5. Fundargerð 5. verkfundar vegna byggingu íþróttamiðstöðvar. Lögð fram skýrsla um 5. verkfund frá 5. júní 2004. Þar kom fram staða verksins og lýsing á ýmsum verkþáttum, hönnunargögn og breytingar og greiðslur undanfarið. Haraldur oddviti sagði frá skoðun vinnueftirlits og heilbrigðisfulltrúa og hefur ekkert óeðlilegt eða aðfinnsluvert komið fram. Lagt fram til kynningar. 6. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 9. júní 2004. Lögð fram fundargerð B.U.S. 9. júní. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 7. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 8. júní 2004. Lögð fram fundargerð frá 83. fundi Húsnæðisnefndar Hólmavíkur. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 8. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 8. júní 2004. Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkur frá 8. júní. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10. Engilbert Ingvarsson (sign) |
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|