Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1031. fundur - 25. maí 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 25. maí var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst
hann kl. 17:00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans
sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn
Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá fundarins í 22 töluliðum:

  • 1. Úrsögn Sigríðar Einarsdóttur úr nefndum á vegum Hólmavíkurhrepps.

  • 2. Erindi frá Björgunarbátasjóði Húnaflóa um kaup á björgunarskipi.

  • 3. Erindi frá hestaeigendum um kaup á hesthúsi að Víðidalsá ásamt næsta rými við hlið þess.

  • 4. Beiðni frá skákfélaginu Hróknum um áheit vegna skákmaraþons dagana 28. og 29. maí n.k.

  • 5. Beiðni frá Hjálmý Heiðdal um styrk vegna kvikmyndahátíðar 101 Hólmavík.

  • 6. Erindi frá Kristínu S. Einarsdóttur um kaup á vefumsjónakerfi.

  • 7. Erindi frá Ágústi Guðjónssyni um gróðursetningu trjáa við flugvallargirðingu.

  • 8. Eftirlitsgerð og umsögn Lyfjastofnunar um rekstur Lyfsölunnar á Hólmavík.

  • 9. Erindi Sigurðar Ingibjartssonar um hugsanleg kaup á samkomuhúsi í fyrrum Nauteyrarhreppi.

  • 10. Skýrsla sveitarstjóra.

  • 11. Tillaga að reglum fyrir væntanlegan húsverndarsjóð Hólmavíkurhrepps.

  • 12. Erindi frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða um styrki til sérstakra verkefna.

  • 13. Erindi frá Skattstjóranum í Vestfjarðaumdæmi um ósk á breytingu á lögheimili.

  • 14. Bréf frá Samgönguráðuneyti um staðfestingu þess að vegur um Arnkötludal og Gautsdal verði tekinn til efnislegrar meðferðar við endurskoðun samgönguáætlunar 2005-2008.

  • 15. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ályktun um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem gerð var á 65. fulltrúaráðsfundi.

  • 16. Erindi frá Félagsmálaráðuneyti og Jafnréttisstofu um gerð jafnréttisáætlunar fyrir Hólmavíkurhrepp.

  • 17. Fundargerð 193. fundar launanefndar sveitarfélaga.

  • 18. Fundargerð 5. verkfundar vegna byggingar íþróttamiðstöðvar á Hólmavík.

  • 19. Fundargerð bygginga-, umferðar-og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 24. maí 2004.

  • 20. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 24. maí 2004.

  • 21. Erindi frá Hafnarsambandi sveitarfélaga um túlkun 4. mgr. 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003.

  • 22. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 30. apríl 2004.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Úrsögn Sigríðar Einarsdóttur úr nefndum á vegum Hólmavíkurhrepps. Borist hefur bréf dags. 2. maí 2004 frá Sigríði Einarsdóttur, þar sem hún segir sig úr nefndum á vegum hreppsins.  Kosningu nefndarmanna í stað Sigríðar var frestað til næsta fundar.

2. Erindi frá Björgunarbátasjóði Húnaflóa um kaup á björgunarskipi. Borist hefur bréf dags. 19. maí 2004 frá Björgunarbátasjóði Húnaflóa á Skagaströnd varðandi styrkbeiðni til kaupa á björgunarskipi fyrir Húnaflóasvæðið. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að verða við erindinu og framlag miðað við 200 krónur á íbúa.

3. Erindi frá hestaeigendum um kaup á hesthúsi að Víðidalsá ásamt næsta rými við hlið þess. Borist hefur bréf dags. 31. mars 2004 frá 5 hesteigendum um kaup á hesthúsi að Víðidalsá ásamt næsta rými í húsunum til stækkunar og svæði sem afgirt er í túninu við hesthúsið. Samþykkt var samhljóða að ganga til viðræðna um sölu samkvæmt erindinu og var Haraldi V. A. Jónssyni oddvita og Eysteini Gunnarssyni falið að semja drög að samningi um söluna og ganga til viðræðna við kaupendur.  Ásdís Leifsdóttir og Kristín S. Einarsdóttir véku af fundi þegar þessi dagskrárliður var tekinn fyrir og voru ekki viðstaddar
afgreiðslu málsins.

4. Beiðni frá skákfélaginu Hróknum um áheit vegna skákmaraþons dagana 28. og 29. maí n.k. Borist hefur bréf frá Skákfélaginu Hróknum varðandi styrkbeiðni. Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.

5. Beiðni frá Hjálmý Heiðdal um styrk vegna kvikmyndahátíðar 101 Hólmavík. Borist hefur bréf dags. 3. maí 2004 frá Hjálmtý Heiðdal kvikmyndagerðarmanni varðandi styrkbeiðni til kvikmyndahátíðar á Hólmavík á komandi sumri. Samþykkt var samhljóða að veita framlag allt að kr. 100.000.-

6. Erindi frá kristínu S. Einarsdóttur um kaup á vefumsjónakerfi. Borist hefur bréf frá Kristínu S. Einarsdóttur kennara á Hólmavík þar sem hún kynnir tillögu sína um að Hólmavíkurhreppur festi kaup á svokölluðu vefumsjónarkerfi til að gera vefsíðu hreppsins. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að kanna málið og athuga hvort þetta samræmist endurnýjun á tölvukerfi hreppsins.

7. Erindi frá Ágústi Guðjónssyni um gróðursetningu trjáa við
flugvallargirðingu. Borist hefur beiðni frá Ágústi Guðjónssyni, verktaka, um að fá að setja niður trjáplöntur við flugvallargirðingu, þar sem hann hefur aðstöðu fyrir steypubíla. Samþykkt var að hafna erindinu um að staðsetja trjáplöntur
samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti, en Ágúst er hvattur til að setja plöntur niður innan þeirrar girðingar, sem honum ber að gera um athafnasvæðið sem hann hefur til afnota.

8. Eftirlitsgerð og umsögn Lyfjastofnunar um rekstur Lyfsölunnar á Hólmavík. Borist hefur bréf dags. 28. apríl 2004 frá Lyfjastofnun ásamt eftirlitsgerð og fleiri gögn varðandi Lyfsöluna á Hólmavík. Samþykkt var að vísa til samþykktar dagskrárliðar 1. á síðasta fundi og var málið því lagt fram til kynningar.

9. Erindi Sigurðar Ingibjartssonar um hugsanleg kaup á samkomuhúsi í fyrrum Nauteyrarhreppi. Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.

10. Skýrsla sveitarstjóra.

  • 1) Bjarni Ó. Haraldsson sótti einn um flokksstjóra stöðu.

  • 2) Talið er að þörf sé á að ráða starfskraft á skrifstofu tímabundið vegna fæðingarorlofs og sumarleyfa.

  • 3) Fjögur tilboð bárust í húseignina Víkurtún 15 og tvö tilboð í Austurtún 2.

  • 4) Búið er að lauglýsa eftir starfsfólki við Íþróttamiðstöðina.

Samþykkt var eftirfarandi samhljóða:

  • 1)  Bjarni Ó. Haraldsson verði ráðinn í flokksstjórastöðu.

  • 2) Samþykkt var samhljóða að auglýsa eftir starfsmanni til vinnu á skrifstofu hreppsins í 1-2 mánuði í sumar.

  • 3) Samþykkt var að taka hæsta til boði í fasteignina Víkurtún 15 kr. 4.350.000.-  frá Þorsteini Eyjólfssyni og Jónu G. Þórðardóttur. Tvö tilboð í Austurtún 2 voru jafnhá kr. 4.800.000.- og var samþykkt að skrifa tilboðsgjöfum og fá fram hærri tilboð fyrir ákveðinn tíma.

11. Tillaga að reglum fyrir væntanlegan húsverndarsjóð Hólmavíkurhrepps. Lögð fram tillaga sveitarstjóra að reglum fyrir húsverndunarsjóð Hólmavíkurhrepps, sem skiptist í 5 greinar.  Framlögð tillaga var samþykkt samhljóða.

12. Erindi frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða um styrki til sérstakra verkefna. Borist hefur bréf dags. 29. apríl 2004, ásamt eyðublaði til að sækja um styrk til sérstakra verkefna á vegum svæðisvinnumiðlunar. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að sækja um styrk til Svæðisvinnumiðlunarinnar.

13. Erindi frá Skattstjóranum í Vestfjarðaumdæmi um ósk á breytingu á lögheimili. Borist hefur bréf dags. 27. apríl 2004 frá Skattstjóra Vestfjarða varðandi lögheimili íbúa að Hafnarbraut 20 Hólmavík. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ganga frá málinu.

14. Bréf frá Samgönguráðuneyti um staðfestingu þess að vegur um Arnkötludal og Gautsdal verði tekinn til efnislegrar meðferðar við endurskoðun samgönguáætlunar 2005-2008. Borist hefur bréf dags. 11. maí 2004 frá Samgönguráðuneyti, þar sem tilkynnt er að samkvæmt tilmælum hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps verði vegur um Arnkötludal og Gautsdal tekinn til efnislegrar meðferðar við endurskoðun næstu samgönguáætlunar. Lagt fram til kynningar.

15. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ályktun um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem gerð var á 65. fulltrúaráðsfundi. Borist hefur bréf dags. 27. apríl 2004 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, ásamt ályktun um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Lagt fram til kynningar.

16. Erindi frá Félagsmálaráðuneyti og Jafnréttisstofu um gerð
jafnréttisáætlunar fyrir Hólmavíkurhrepp. Borist hefur bréf dags. 4. maí 2004 frá jafnréttisstofu, ásamt jafnréttisáætlun fyrirtækja og stofnana. Samþykkt var að vísa málinu til félagsmálaráðs.

17. Fundargerð 193. fundar launanefndar sveitarfélaga. Borist hefur fundargerð frá Launanefnd frá 193. fundi Launanefndar. Lagt fram til kynningar.

18. Fundargerð 5. verkfundar vegna byggingar íþróttamiðstöðvar á Hólmavík. Fundargerð frá 17. maí var lögð fram til kynningar.

19. Fundargerð Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps frá 24. maí 2004. Lögð fram fundargerð B.U.S. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

20. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps frá 24. maí 2004. Lögð fram fundargerð húsnæðisnefndar. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

21. Erindi frá Hafnarsambandi sveitarfélaga um túlkun 4. mgr. 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Borist hefur bréf dags. 7. maí 2004 frá Hafnarsamdi sveitarfélags ásamt ljósriti af bréfi samgönguráðuneytis frá 7. janúar 2004. Samþykkt var að vísa málinu til Hafnarnefndar.

22. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 30. apríl 2004.
Borist hefur bréf dags. 4. maí 2004 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 43. fundi og samþykktum um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Samþykkt var að vísa málinu til næsta hreppsnefndarfundar.

Fundargerð lesin upp, athugasemd kom fram við lið 10, bókun á að vera: eitt tilboð barst í Austurtún 10 og var samþykkt að gera gagntilboð. Fundargerðin var samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:25. 

Engilbert Ingvarsson (sign)
Haraldur V. A. Jónsson (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign)
Valdemar Guðmundsson (sign)
Eysteinn Gunnarsson (sign)
Kristín S. Einarsdóttir (sign)
    

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson