1027. fundur - 9. mars 2004
Ár 2004 þriðjudaginn 9. mars var
haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu
hreppsins og hófst hann
kl. 17.00.
Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti
fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk
Bragadóttir, Hlíf Hrólfsdóttir varamaður, Eysteinn
Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat
fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var
Engilbert Ingvarsson.
Þetta var gert:
Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 7 töluliðum,
sem var eftirfarandi:
-
1. Beiðni um stuðning vegna
keppnisbifreiðar í íslenskri torfæru 2004.
-
2. Erindi frá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga um ráðstefnu um Staðardagskrá 21,
21.-27. mars nk.
-
3. Fundargerð Atvinnu- og
hafnarnefndar Hólmavíkurhrepps þann 1. mars 2004.
-
4. Fundargerð Skólanefndar Grunnskólans
og Tónskólans á Hólmavík þann 2. mars 2004.
-
5. Fundargerð verkfundar vegna íþróttamiðstöðvar
á Hólmavík þann 25. febrúar 2004.
-
6. Fundargerð 14. fundar
Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands.
-
7. Fundargerð 80. skólanefndar
Menntaskólans á Ísafirði 9. febrúar 2004.
Þá var gengið til dagskrár:
1. Beiðni um stuðning vegna keppnisbifreiðar í íslenskri
torfæru 2004. Borist hefur bréf frá Daníel Gunnari
Ingimundarsyni, með beiðni um styrk til að taka þátt í
torfærukeppni á Íslandi og í Noregi. Samþykkt var samhljóða
að hafna erindinu.
2. Erindi frá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga um ráðstefnu um Staðardagskrá
21, 21.-27. mars nk. Borist hefur bréf dags. 27. febrúar
2004 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga með dagskrá fyrir ráðstefnu
um Staðardagskrá 21 sem verður haldin á Ísafirði 26. og
27. mars nk. Lagt fram til kynningar.
3. Fundargerð Atvinnu- og hafnarnefndar
Hólmavíkurhrepps þann 1. mars 2004. Lögð fram fundargerð
Atvinnu- og hafnarnefndar frá 1. mars sl.
1. liður fundargerðar var samþykktur
þannig: Hreppsnefnd samþykkir að tilnefna eftirtalda í
nefnd til að undirbúa stefnumótun og hugmyndavinnu í
atvinnumálum Hólmavíkurhrepps:
-
Jón Jónsson Kirkjubóli
-
Þórður Halldórsson Laugalandi
-
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir Hólmavík
-
Björn F. Hjálmarsson Hólmavík
-
Magnús Bragason Hólmavík
-
Gunnlaugur Sighvatsson Hólmavík
-
Reynir Stefánsson Hafnardal
-
Drífa Hrólfsdóttir Ósi
-
Ragnar Bragason Heydalsá
-
Ólafur Ingimundarson Hólmavík
-
Ingibjörg Sigurðardóttir Ósi
-
Kristín S. Einarsdóttir Hólmavík
-
Ásdís Leifsdóttir Hólmavík
-
Áslaug Þórarinsdóttir Hólmavík
-
Þorsteinn Sigfússon Hólmavík
2. liður í fundargerð: Samþykkt var
að fela sveitarstjóra að fá
kostnaðaráætlun, um kostnað við að setja niður nýtt
stálþil og steypta þekju á bryggjuna, frá
Siglingastofnun.
Fundargerðin var samþykkt með
ofangreindum breytingum.
4. Fundargerð skólanefndar grunnskólans
og tónskólans á Hólmavík þann 2.
mars 2004. Lögð fram fundargerð skólanefndar frá 2. mars
sl. Nokkrar umræður urðu um fyrirkomulag næsta árs.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð verkfundar vegna íþróttamiðstöðvar
á Hólmavík þann 25. febrúar 2004. Lögð fram fundargerð
verkfundar um íþróttamiðstöðvarbyggingu á Hólmavík.
Fundinn sátu Ásdís Leifsdóttir og
Guðmundur Friðriksson verktaki. Fram koma ýmsar tæknilegar
upplýsingar í
gögnum frá fundinum og í svörum frá verkfræðistofunni
Arkís ehf. dags. 24.
febrúar 2004. Samþykkt var að koma olíukyndingu og
spennistöð fyrir í
sérbyggingu í samræmi við hugmyndir sem komið hafa fram
um tæknilausn.
6. Fundargerð 14. fundar Launanefndar
sveitarfélaga og Starfsgreinasambands
Íslands. Borist hefur bréf dags. 26. febrúar sl. frá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt fundargerð 14.
fundar launanefndar 25. febrúar sl. Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð 80. skólanefndar Menntaskólans
á Ísafirði 9. febrúar 2004.
Borist hefur fundargerð skólanefndar M.Í. frá 9. febrúar
sl. Lagt fram til
kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira
ekki gert, fundi slitið kl. 18:40.
Engilbert Ingvarsson (sign)
Haraldur V. A. Jónsson (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)
Eysteinn Gunnarsson (sign)
Kristín S. Einarsdóttir (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)
|