Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1026. fundur - 24. feb. 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 24. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann
kl. 17.00. 

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Kristín S. Einarsdóttir og Már Ólafsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 10 töluliðum, sem var eftirfarandi:

  • 1. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um tilnefningu fulltrúa fyrir Hólmavíkurhrepp í sjö manna starfshóp um samgöngumál.

  • 2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um sameiginlegt skipulag fyrir fjórðunginn sem byggi á sjálfbærri þróun.

  • 3. Erindi frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga um ósk um samstarf um vinnslu tillagna um sameiningarkosti.

  • 4. Skýrsla sveitarstjóra.

  • 5. Beiðni um fjárstyrk frá Félagi áhugamanna um varðveislu á Kópnesi á Hólmavík.

  • 6. Umsókn frá Ólöfu Jónsdóttur og Reyni Stefánssyni um greiðslu vegna námsdvalar á Hólmavík.

  • 7. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 10. febrúar um grunnskólaþing 26. mars 2004.

  • 8. Ársskýrsla Héraðsbókasafns Strandasýslu.

  • 9. Fundargerð verkfundar frá 10. febrúar sl. vegna íþróttamiðstöðvar á Hólmavík.

  • 10. Fundargerð 191. fundar Launanefndar sveitarfélaga dags. 10. febrúar 2004 og 15. fundar Samstarfsnefndar launanefndar og Kjarna.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um tilnefningu fulltrúa fyrir
Hólmavíkurhrepp í sjö manna starfshóp um samgöngumál. Borist hefur bréf dags. 12. febrúar 2004 með samþykkt frá 48. Fjórðungsþingi í Reykjanesi 5. til 6. september sl. um að kjósa 7 manna nefnd um samgöngumál. Stjórn Fjórðungssambandsins gerir tillögu um skiptingu fulltrúa í nefndina á milli sveitarfélaga á Vestfjörðum og verði einn nefndarmanna frá Hólmavík. Oddviti lagði til að Björn Hjálmarsson verði fulltrúi Hólmavíkurhrepps og var það samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.

2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um sameiginlegt skipulag fyrir
fjórðunginn sem byggi á sjálfbærri þróun. Borist hefur bréf dags. 12. febrúar 2004 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga er varðar ályktun frá 48. Fjórðungsþingi. Samþykkt var að taka jákvætt í erindið.

3. Erindi frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga um ósk um samstarf um
vinnslu tillagna um sameiningarkosti. Borist hefur bréf dags. 22. janúar 2004 frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga varðandi ósk um samstarf um vinnslu tillagna um sameiningarkosti og er landshlutasamtökum gefinn kostur á að leggja fram tillögur um sveitarfélagaskipan. Lagt fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra. Sveitarstjóri lagði fram skýrslu um nokkur mál til upplýsinga og athuganir, í framhaldi af því var eftirfarandi samþykkt:

  • a.  Hætt verði að greiða skotverðlaun fyrir veiðar á ref og mink, að svo komnu máli.

  • b.  Sveitarstjóra var falið að vinna að úrbótum í neysluvatnsöflun á
    Hólmavík og kanna kostnað við nauðsynlegar framkvæmdir.

  • c.  Leikskólastjóri hefur sagt upp störfum og var sveitarstjóra falið að
    auglýsa eftir nýjum leikskólastjóra.

5. Beiðni um fjárstyrk frá Félagi áhugamanna um varðveislu á Kópnesi á
Hólmavík. Borist hefur bréf dags. 7. febrúar 2004 frá Sævari Benediktssyni fyrir hönd Félags áhugamanna um varðveislu á Kópnesi, sem stofnað var 12. des. 2003. Félagið sækir um styrk til að geta byrjað starfsemi. Oddviti lagði til að veita 50 þúsund króna styrk úr sveitasjóði til verkefnisins. Tillagan var samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

6. Umsókn frá Ólöfu Jónsdóttur og Reyni Stefánssyni um greiðslu vegna
námsdvalar á Hólmavík. Borist hefur bréf frá Ólöfu og Reyni í Hafnardal dags. 3. febr. sl. þar sem farið er fram á að sonur þeirra verði ekki með í heimanakstri í skóla, en óska þess í stað að fá greiðslu vegna námsdvalar á Hólmavík. Samþykkt var að heimila sveitarstjóra að ná samkomulagi um lausn málsins.

7. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 10. febrúar um grunnskólaþing 26. mars 2004. Borist hefur bréf dags. 10. febr. sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi grunnskólaþing, sem verður haldið á Hótel Sögu 26. mars 2004. Lagt fram til kynningar og vísað til skólanefndar.

8. Ársskýrsla Héraðsbókasafns Strandasýslu. Lögð fram ársskýrsla 2003 frá Héraðsbókasafni. Bókaverði var þökkuð góð skýrsla um starfsemina. Lögð fram til kynningar.

9. Fundargerð verkfundar frá 10. febrúar sl. vegna íþróttamiðstöðvar á
Hólmavík. Lögð fram skýrsla um verkfund varðandi byggingu íþróttamiðstöðvar. Fundinn sátu Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri, Haraldur V.A. Jónsson oddviti, Gísli Gunnlaugsson byggingafulltrúi og Guðmundur Friðriksson verktaki. Í fundargerðinni koma fram margvíslegar upplýsingar um ýmsa verkþætti og skýringar á álitaefnum og svör frá hönnunarfyrirtækinu Arkís, sem hefur teiknað mannvirkin. Lagt fram til kynningar.

10. Fundargerð 191. fundar Launanefndar sveitarfélaga dags. 10. febrúar 2004 og 15. fundar Samstarfsnefndar launanefndar og Kjarna. Borist hefur bréf dags. 10. febrúar 2004 frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerðum Launanefndar sveitarfélaga frá 4. febrúar og 5. febrúar. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40.

Engilbert Ingvarsson (sign)
Haraldur V. A. Jónsson (sign)
Már Ólafsson (sign)
Elfa Björk Bragadóttir (sign)
Kristín S. Einarsdóttir (sign)
Valdemar Guðmundsson (sign)
Ásdís Leifsdóttir (sign)
     

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson