Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1024. fundur - 27. jan. 2004

Ár 2004 þriðjudaginn 27. janúar var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00 á skrifstofu hreppsins.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans
sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn
Gunnarsson og Daði Guðjónsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís
Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 13 töluliðum sem var eftirfarandi:

  • 1. Frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2004 og þriggja ára áætlun áranna 2005-2007, seinni umræða.

  • 2. Erindi frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum dags. 19.
    janúar 2004.

  • 3. Opið bréf til hreppsnefndar frá Matthíasi Lýðssyni og Hafdísi
    Sturlaugsdóttur vegna "Tóftardrangsmálsins".

  • 4. Skýrsla sveitarstjóra.

  • 5. Erindi frá Sögusmiðjunni vegna reksturs Upplýsingamiðstöðvar sumarið 2004.

  • 6. Beiðni um styrk v/Evrópumeistaramóts öldunga í skák.

  • 7. Beiðni frá Kristínu Einarsdóttur um afslátt v/afnota af tölvustofu Grunnskóla Hólmavíkur.

  • 8. Beiðni frá Sauðfjársetri um eftirgjöf á leigu fyrir 4 kvöld í Félagsheimilinu á Hólmavík vegna spurningakeppni setursins.

  • 9. Umsókn um aðstöðu fyrir hross frá Victori Ö. Victorssyni og Ingvari
    Péturssyni.

  • 10. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna kynningafundar fyrir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum.

  • 11. Erindi frá endurmenntun Háskóla Íslands um námskeið um "Stjórnsýslureglur við meðferð mála hjá sveitarfélögum".

  • 12. Erindi frá Sambandi íslenskra sparisjóða dags. 8. janúar 2004.

  • 13. Erindi frá Ungmennafélagi Íslands dags. 12. janúar 2004.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2004 og þriggja ára áætlun áranna
2005-2007, seinni umræða. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2004. Engin breyting hefur komið fram frá fyrri umræðu. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 var samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Fjárhagsáætlun til þriggja ára 2005-2007 óbreytt frá fyrri umræðu var lögð fram og samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

2. Erindi frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum dags. 19.
janúar 2004. Borist hefur bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum, þar sem tilkynnt er að starfsemi þjónustu fatlaðra á Hólmavík verði lögð niður vegna fjárskorts, frá og með 1. maí 2004. Samþykkt var að
fela sveitarstjóra að senda Félagsmálaráðuneyti bréf og fara fram á úrbætur.
Alþingismönnum verði sent afrit af bréfinu og framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu fatlaðra á Vestfjörðum.

3. Opið bréf til hreppsnefndar frá Matthíasi Lýðssyni og Hafdísi Sturlaugsdóttur vegna "Tóftardrangsmálsins". Lagt fram bréf dags. 18. des. 2003 frá Matthíasi Lýðssyni og Hafdísi Sturlaugsdóttur, sem hefur verið birt opinberlega. Bréfið er í þremur liðum og nokkrum undirliðum. Óskað er eftir rökum hreppsnefndarmanna fyrir þeirri lausn sem kynnt hefur verið í fjölmiðlum. Telja bréfritarar að kjörinn vettvangur sé að boða til borgarafundar um málið og fara þau fram á að svo verði gert. Lögð var fram tillaga að svörum við bréfinu og tekin fyrir svör við bréfinu lið fyrir lið. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ganga frá bréfi með svörum við bréfinu í samræmi við fyrirliggjandi uppkast og verði það birt opinberlega á sama vettvangi og bréf Matthíasar og Hafdísar. Samþykkt var einnig samhljóða að ekki væri ástæða til að boða til borgarafundar út af þessu máli.

4. Skýrsla sveitarstjóra. Sveitarstjóri lagði fram skýrslu um nokkur mál til upplýsinga og hugsanlegrar umræðu og afgreiðslu hjá hreppsnefnd. Eftir umræður var eftirfarandi samþykkt samhljóða:

1.  Sveitarstjóra var falið að kanna kaup á líkamsræktartækjum fyrir íþróttahúsið, en Bergþór Ólafsson hjá Árbæjarþreki býður Hólmavíkurhreppi til kaups notuð líkamsræktartæki á 20% af kostnaðarverði nýrra tækja.

2. Sveitarstjóra var falið að auglýsa Víkurtún 15 til sölu.

5. Erindi frá Sögusmiðjunni vegna reksturs Upplýsingamiðstöðvar sumarið
2004. Borist hefur minnisblað v/Upplýsingamiðstöðvar sumarið 2004 frá
Sögusmiðjunni, þar sem farið er fram á 30 þús. króna hærri greiðslu en var á
síðasta ári. Samþykkt var samhljóða að greiða 280 þús. krónur 2004 í stað
250 þús. á fyrra ári.

6. Beiðni um styrk v/Evrópumeistaramóts öldunga í skák. Borist hefur
bréf frá Skáksambandi Íslands þar sem beðið er um 100 þús. króna styrk vegna Evrópuskákmóts "öldunga". Samþykkt var samhljóða að veita 50 þúsund króna styrk.

7. Beiðni frá Kristínu Einarsdóttur um afslátt v/afnota af tölvustofu Grunnskóla Hólmavíkur. Borist hefur bréf dags. í desember 2003 frá Kristínu S. Einarsdóttur v/afsláttar á notkun tölvustofu í grunnskólanum á námskeiðum.  Samþykkt samhljóða að fresta málinu til næsta fundar.

8. Beiðni frá Sauðfjársetri um eftirgjöf á leigu fyrir 4 kvöld í Félagsheimilinu á Hólmavík vegna spurningakeppni setursins. Borist hefur bréf dags. 16. janúar 2004 um eftirgjöf á húsaleigu vegna spurningakeppni. Samþykkt samhljóða að veita styrk sem húsaleigunni nemur.

9. Umsókn um aðstöðu fyrir hross frá Victori Ö. Victorssyni og Ingvari
Péturssyni. Borist hafa umsóknir frá Victori Ö. Victorssyni um 5 bása
og Ingvari Péturssyni um 2 bása fyrir hross í hesthúsi að Víðidalsá.
Samþykkt samhljóða að verða við því að leigja umrædda bása.

10. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna kynningafundar fyrir
sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum. Borist hefur fundarboð um
kynningarfund um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Fundur verður 29. febrúar
á Ísafirði, en ákveðið hefur verið að halda slíkan fund 9. febrúar kl. 20.00
í Sævangi. Lagt fram til kynningar.

11. Erindi frá endurmenntun Háskóla Íslands um námskeið um "Stjórnsýslureglur við meðferð mála hjá sveitarfélögum". Borist hefur bréf dags. 23. janúar 2004 frá Endurmenntun Háskólans varðandi námskeið um
stjórnsýslureglur. Lagt fram til kynningar.

12. Erindi frá Sambandi íslenskra sparisjóða dags. 8. janúar 2004. Borist
hefur bréf frá Sambandi íslenskra sparisjóða dags. 8. janúar 2004, þar sem
farið er fram á stuðning sveitarfélaganna við sparisjóðina. Samþykkt var að
taka jákvætt í erindið og sveitarstjóra falið að svara bréfinu með ályktun í
samræmi við fyrirliggjandi gögn.

13. Erindi frá Ungmennafélagi Íslands dags. 12. janúar 2004. Borist hefur bréf dags. 12. janúar 2004 frá U.M.F.Í þar sem koma fram ályktanir frá 43.
sambandsþingi um að tryggja öldruðum aðstöðu til íþróttaiðkana og að fegra
umhverfi við íþróttavelli og íþróttamannvirki. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Daði Guðjónsson (sign)
Eysteinn Gunnarsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign). 

  

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson