Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1022. fundur - 16. des. 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 16. desember 2003 var haldinn fundur haldinn í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00 á skrifstofu hreppsins.
Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 19. töluliðum sem var eftirfarandi:

  • 1. Kauptilboð í húseignir Hólmavíkurhrepps.

  • 2. Beiðni frá Hafdísi Sturlaugsdóttur um greiðslu frá Hólmavíkurhreppi vegna flutninga milli skóla.

  • 3. Erindi frá Svæðismiðlun Vestfjarða um framlengingu á samningi vegna atvinnuleysisskráningar.

  • 4. Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna tekjujöfnunarframlaga ásamt upplýsingum um áætluð framlög ársins 2004.

  • 5. Skýrsla frá Sögusmiðjunni vegna Upplýsingamiðstöðvar á Hólmavík.

  • 6. Erindi frá Landmælingum Íslands um endurmælingu á grunnstöðvaneti árið 2004.

  • 7. Umsókn um styrk frá Félagi heyrnarlausra.

  • 8. Umsókn um frjálst framlag frá Götusmiðjunni.

  • 9. Erindi frá Umhverfisstofnun um skerðingu á endurgreiðslu vegna refa- og minkaveiða.

  • 10. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna norrænu sveitarstjórnarráðstefnunnar á Hótel Nordica 13.-15. júní 2004.

  • 11. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um Staðardagskrá 21 í fámennum sveitarfélögum.

  • 12. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um álagningarprósentu útsvars.

  • 13. Niðurstöður sýnatöku á neysluvatni Hólmavíkinga frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

  • 14. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar frá 4. desember 2003.

  • 15. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 10. desember 2003.

  • 16. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 5. desember 2003.

  • 17. Fundargerð 57. fundar og 190. fundar Launanefndar sveitarfélaga.

  • 18. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um reglur reikningsskila- og upplýsinganefndar.

  • 19. Fundargerð 78. skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði frá 27. október 2003.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Kauptilboð í húseignir Hólmavíkurhrepps. Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um tilboð í 3 íbúðir Hólmavíkurhrepps.

  1. Austurtún 4 frá Kristbjörgu Lóu Árnadóttur kr. 5.000.000.-

  2. Víkurtún 1 frá Jóhönnu Ásu Einarsdóttur og Stefáni S. Jónssyni að upphæð kr. 3.800.000.-

  3. Lækjartún 14 frá Guðrúnu Þórðardóttur kr. 3.200.000.-

Tilboð í Austurtún 4 og Lækjartún 14 voru samþykkt samhljóða. Tilboð í
Víkurtún 1 samþykkt samhljóða, með fyrirvara um að gengið verði frá kaupum af dánarbúi Guðfinnu Guðmundsdóttur.

2. Beiðni frá Hafdísi Sturlaugsdóttur um greiðslu frá Hólmavíkurhreppi vegna
flutninga milli skóla. Borist hefur bréf dags. 10. desember frá Hafdísi
Sturlaugsdóttur á Húsavík með beiðni um framlag vegna flutnings Þorbjargar
Matthíasdóttur í annan skóla. Erindið var samþykkt samhljóða.

3. Erindi frá Svæðismiðlun Vestfjarða um framlengingu á samningi vegna
atvinnuleysisskráningar. Borist hefur bréf dags. 3. desember 2003 frá
Svæðismiðlun Vestfjarða, ásamt samningi um atvinnuleysisskráningu við
Hólmavíkurhrepp. Samningurinn var samþykktur samhljóða.

4. Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna tekjujöfnunarframlaga ásamt
upplýsingum um áætluð framlög ársins 2004. Borist hefur bréf dags. 13.
nóvember 2003 frá Félagsmálaráðuneyti og bréf dags. 5. des. 2003 varðandi
tekjujöfnunarframlög og upplýsingar um tekjur og framlög Jöfnunarsjóða
sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

5. Skýrsla frá Sögusmiðjunni vegna Upplýsingamiðstöðvar á Hólmavík.
Borist hefur skýrsla um Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík frá
Sögusmiðjunni. Samþykkt var samhljóða að semja við Sögusmiðjuna um
áframhaldandi rekstur Upplýsingamiðstöðvar til eins árs á svipaðan hátt og
var á síðasta ári.

6. Erindi frá landmælingum Íslands um endurmælingu á grunnstöðvaneti árið
2004. Borist hefur bréf dags. 28. nóvember 2003 frá landmælingum
Íslands, með beiðni um aðstoð hreppsins við verkefnið. Samþykkt var að taka jákvætt í erindið en afla nánari upplýsinga um það sem kemur til greina.

7. Umsókn um styrk frá Félagi heyrnarlausra. Borist hefur bréf dags. 21.
nóv. 2003 frá Félagi heyrnarlausra, með beiðni um styrk. Samþykkt var að
hafna erindinu.

8. Umsókn um frjálst framlag frá Götusmiðjunni. Samþykkt að hafna erindinu.

9. Erindi frá Umhverfisstofnun um skerðingu á endurgreiðslu vegna refa- og minkaveiða. Borist hefur bréf dags. 4. des. 2003 frá Umhverfisstofnun, þar sem tilkynnt er skert hlutfall framlags til refa- og minkaveiða. Samþykkt var að  fela sveitarstjóra að kanna hjá nærliggjandi sveitarfélögum hvað borgað er fyrir skotveiðar á ref og mink og athuga hvort fært er að samræma ákvarðanir um þessi mál.

10. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna norrænu sveitarstjórnarráðstefnunnar á Hótel Nordica 13.-15. júní 2004. Borist hafa upplýsingar í bréfi um ráðstefnuna. Lagt fram til kynningar.

11. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um Staðardagskrá 21 í fámennum sveitarfélögum. Borist hefur bréf dags. 4. desember 2003 varðandi verkefni smærri sveitarfélaga. Samþykkt var að taka ekki þátt í verkefninu.

12. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um álagningarprósentu útsvars. Borist hefur bréf dags. 4. desember 2003 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi útsvarsprósentu tekjuárið 2004 sem hámark 13.03% og lágmark 11,24%.  Samþykkt var að hafa óbreytta útsvarsprósentu.

13. Niðurstöður sýnatöku á neysluvatni Hólmavíkinga frá Heilbrigðiseftirliti
Vestfjarða. Borist hefur niðurstaða á rannsókn á neysluvatni á Hólmavík og stenst það gæðakröfur. Lagt fram til kynningar.

14. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar frá 4. desember 2003. Lögð fram fundargerð B.U.S frá 4. des. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

15. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps frá 10. desember 2003. Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

16. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 5. desember 2003. Lögð
fram fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 40. fundi, ásamt bréfi dags. 8. des. 2003. Lagt fram til kynningar.

17. Fundargerð 57. fundar og 190. fundar Launanefndar sveitarfélaga. Borist hefur bréf dags. 1. des. 2003 ásamt fundargerðum 57. fundar og kennarasambands og 190. fundar launanefndarinnar. Lagt fram til kynningar.

18. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um reglur reikningsskila- og
upplýsinganefndar. Borist hefur bréf dags. 3. des. varðandi nýjar reikningsskilareglur sem nú er unnið eftir og störf upplýsinganefndar. Lagt fram til kynningar.

19. Fundargerð 78. skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði frá 27.
október 2003. Borist hefur fundargerð skólanefndar M.Í. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

Engilbert Ingvarsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
                        

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson