Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1020. fundur - 2. des. 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 2. desember 2003 var haldinn fundur haldinn í
hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps og hófst hann kl. 17.00 á skrifstofu hreppsins.
Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans
sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn
Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís
Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Eysteinn Gunnarsson óskaði eftir að koma með fyrirspurn utan dagskrár. Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá í 7 töluliðum sem var eftirfarandi:

  • 1. Tilboð Ágústar og Flosa í 2. áfanga sundlaugar og íþróttahúss.

  • 2. Umsókn frá Hannesi Leifssyni um aðstöðu í fyrirhuguðu hesthúsi á Víðidalsá, ásamt afnotum af túni.

  • 3. Erindi frá Stígamótum um fjárframlag vegna ársins 2004.

  • 4. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skiptinámsdvöl fyrir stjórnendur í norrænum sveitarfélögum.

  • 5. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 26. nóv. 2003.

  • 6. Fundargerð 189. fundar Launanefndar sveitarfélaga dags. 14. nóvember 2003.

  • 7. Fundargerð 7. ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, ásamt fundargerðum stjórnar 25. september, 5. og 19. nóvember 2003.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Tilboð Ágústar og Flosa í 2. áfanga sundlaugar og íþróttahúss. Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra um fund sem hún átti með Björgmundi Guðmundssyni framkvæmdastjóra Ágústar og Flosa ásamt Gísla Gunnlaugssyni byggingafulltrúa. Fram koma upplýsingar um þær viðræður sem fram fóru á fundinum þann 25. nóvember á Ísafirði. Eftir allnokkrar umræður þar sem kom fram að ekki væri fullljóst hvaða tilboð væri hagstæðast vegna ýmissa óljósra þátta, kom fram tillaga frá oddvita að fresta ákvörðun í málinu, en fá Gísla Gunnlaugsson til að mæta á fundi með hreppsnefnd nk. föstudag til
að fara yfir og bera saman einstaka liði í tilboðum. Tillagan samþykkt samhljóða.

2. Umsókn frá Hannesi Leifssyni um aðstöðu í fyrirhuguðu hesthúsi á Víðidalsá, ásamt afnotum af túni. Borist hefur bréf dags. 24. nóvember 2003
frá Hannesi Leifssyni vegna aðstöðu fyrir þrjá hesta og til að setja upp
girðingu til afnota fyrir ca. 0,3 ha. lands. Hreppsnefnd samþykkir að
Hannes fái aðstöðu fyrir 3 hesta í hesthúsinu, en hafnar erindi um aðra
aðstöðu, þar til svæðið hefur verið skipulagt.

3. Erindi frá Stígamótum um fjárframlag vegna ársins 2004. Erindinu var
hafnað.

4. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skiptinámsdvöl fyrir
stjórnendur í norrænum sveitarfélögum. Borist hefur bréf frá Samb. ísl.
sveitarfél. varðandi skiptinámsdvöl sveitarstjórnarmanna. Lagt fram til
kynningar.

5. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 26. nóv. 2003.    Lögð fram fundargerð Húsnæðisnefndar og var hún samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 189. fundar Launanefndar sveitarfélaga dags. 14. nóvember
2003. Borist hefur bréf dags. 17. nóvember 2003 frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð Launanefndar sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð 7. ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, ásamt
fundargerðum stjórnar 25. september, 5. og 19. nóvember 2003. Borist
hefur bréf frá samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum, ásamt fundargerð
ársfundar samtakanna og frá 21. og 22. fundi stjórnar.

Eysteinn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og spurðist fyrir
um framkvæmdir sem eru hafnar við stækkun tjaldstæðis og hvers vegna
ákvörðun hefði ekki verið lögð fyrir skipulags- og bygginganefnd og
hreppsnefnd. Sveitarstjóri útskýrði málið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
                         

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson