1019. fundur - 18. nóv. 2003
Ár 2003 þriðjudaginn 18. nóvember var
haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu
hreppsins og hófst
hann kl. 17.00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn
og stjórnaði
honum, en auk hans sátu fundinn Valdemar Guðmundsson,
Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir og Hlíf Hrólfsdóttir
varamaður. Ennfremur sat fundinn Ásdís Leifsdóttir
sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert
Ingvarsson.
Þetta var gert:
Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá í
5. töluliðum sem var eftirfarandi:
-
1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps,
seinni umræða.
-
2. Erindi frá Fjórðungssambandi
Vestfirðinga um stefnu í menningarmálum á Vestfjörðum
og samstarfssamning sveitarfélaga.
-
3. Tilboð í 2. áfanga á byggingu
íþróttahúss og sundlaugar.
-
4. Málþing um húsaleigubætur, húsnæðismál
og hlutverk sveitarfélaga.
-
5. Erindi leiðar ehf. um
Stranddalaveg um ásamt umfjöllun frá bæjarstjórn
Bolungarvíkur og hreppsnefndar Súðavíkurhrepps.
Þá var gengið til dagskrár:
1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps, seinni umræða. Lagður
fram
ársreikningur Hólmavíkurhrepps árið 2002 til seinni umræðu.
Engar umræður
urðu um ársreikninginn, sem hefur verið áritaður af
endurskoðanda hreppsins.
Ársreikningurinn var samþykktur með öllum atkvæðum og
verður undirritaður.
2. Erindi frá Fjórðungssambandi
Vestfirðinga um stefnu í menningarmálum á
Vestfjörðum og samstarfssamning sveitarfélaga. Málið var
lagt fram til
kynningar á síðasta fundi. Samþykkt var að taka jákvætt
í erindið með
þátttöku í samstarfssamningnum í huga og sveitarstjóra
var falið að svara
erindinu í samræmi við umræður.
3. Tilboð í 2. áfanga á byggingu íþróttahúss
og sundlaugar. Málinu var
frestað á síðasta fundi. Lagt fram minnisblað frá
sveitarstjóra, þar kemur
fram að eftir að farið var yfir tilboðin kom í ljós að
vegna
samlagningarskekkju hjá Múrkrafti hækkar tilboðið um tæpar
4,6 milljónir
króna. Gísli Gunnlaugsson byggingafulltrúi hefur farið
yfir tilboðin og
sent skýrslu eftir sína athugun. Samþykkt var að ræða við
tilboðsgjafa
Ágúst og Flosa ehf. sem eru með lægsta tilboð í heild
kr. 67.392.934.-
Athugað verði hvort forsendur að tilboðinu standist
heildarhupphæð
tilboðsins og kostnaður við alla verkþætti innifaldir í
samræmi við
útboðsgögn.
4. Málþing um húsaleigubætur, húsnæðismál
og hlutverk sveitarfélaga. Borist
hefur bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 11. nóv.
2003, ásamt
dagskrá að málþingi um húsaleigubætur og fl., sem haldin
verður á Hótel
Loftleiðum í Reykjavík 28. nóv. 3002. Lagt fram til
kynningar.
5. Erindi Leiðar ehf. um Stranddalaveg
um ásamt umfjöllun frá bæjarstjórn
Bolungarvíkur og hreppsnefndar Súðavíkurhrepps. Eftir
nokkrar umræður þar
sem allir hreppsnefndarmenn voru sammála um nauðsyn þess að
flýta ákvörðun um að leggja veg um Arnkötludal sem fyrst
í samræmi við ályktanir
sveitarstjórna í Bolungavík, Ísafjarðarbæ, Súðavík, Hólmavík,
Reykhólahreppi
og Dalabyggð. Var samþykkt eftirfarandi ályktun:
Hreppsnefnd minnir á samþykktir áður í hreppsn. Hólmavíkurhrepps,
Fjórðungssambands Vestfirðinga og sameiginlegrar ályktunar
sveitarstjórna á norðanverðum Vestfjörðum þann 13. febrúar
sl. Hreppsnefndin fagnar áhuga Leiðar ehf. á að flýta
undirbúningi vegalagnar um Arnkötludal og Gautsdal og hvetur
til þess að ákvörðun um þá leið verði tekin sem fyrst
þannig að hægt sé að setja framkvæmdina í umhverfismat
strax á árinu 2004 og framkvæmdir
geti hafist um áramót 2004-2005.
Sveitarstjóra er falið að koma ályktuninni og sjónarmiðum
hreppsnefndar á
framfæri til samgönguráðherra og þingmanna kjördæmisins.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.
Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur
V.A. Jónsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Hlíf Hrólfsdóttir
(sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir
(sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
|