Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1018. fundur - 11. nóv. 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 11. nóvember 2003 var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst
hann kl. 17.00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði
honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar
Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra
sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Ennfremur mætti til fundarins
Kristján Jónasson löggiltur endurskoðandi og endurskoðandi Hólmavíkurhrepps. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá í 9. töluliðum sem var eftirfarandi:

  • 1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps, fyrri umræða.

  • 2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um stefnu í menningarmálum á
    Vestfjörðum og samstarfssamning sveitarfélaga.

  • 3. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu um tekjustofna sveitarfélaga.

  • 4. Erindi frá verkefnisstjórn átaks í sameiningarmálum sveitarfélaga.

  • 5. Beiðni um styrk til endurbyggingar á gömlum hákarlahjalli.

  • 6. Bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti um nýtingarleyfi.

  • 7. Fundargerð 16. fundar Launanefndar sveitarfélaga.

  • 8. Erindi um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2004.

  • 9. Tilboð í gerð Íþróttamiðstöðvar 2. áfanga.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Ársreikningur Hólmavíkurhrepps, fyrri umræða. Lagður fram
ársreikningur Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2002. Kristján Jónasson
endurskoðandi gerði grein fyrir ársreikningnum og nýjum
reikningsskilareglum, sem tóku gildi frá og með þessu ári, og skiptir honum
í A og B hluta. Kristján fór yfir tölulegar niðurstöður í einstökum
málaflokkum og ræddi þær breytingar sem verða við nýtt fyrirkomulag í
reikningsskilaaðferð og vegna sameiningar við Kirkjubólshrepp. Eftir
umræður og fyrirspurnir, sem Kristján svaraði var samþykkt samhljóða að vísa
Ársreikningi Hólmavíkurhrepps 2002 til 2. umræðu. Kristján vék af fundi, en
var kynnt bókun áður.

2. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um stefnu í menningarmálum á
Vestfjörðum og samstarfssamning sveitarfélaga. Borist hefur bréf frá
Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 30. okt. 2003 ásamt tillögum starfshóps frá 6. september 2003 um "Samstarfssamningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál".  Málið lagt fram til kynningar, en afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu um tekjustofna sveitarfélaga. Borist
hefur bréf dags. 31. október 2003 varðandi niðurfellinga eða afslátt á
fasteignaskatti. Lagt fram til kynningar.

4. Erindi frá verkefnisstjórn átaks í sameiningarmálum sveitarfélaga.
Borist hefur bréf dags. 28. október 2003 varðandi kynningarfundi um framgang sameiningarátaks sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

5. Beiðni um styrk til endurbyggingar á gömlum hákarlahjalli. Borist hefur
bréf dags. 23. október 2003 frá Gautshamri ehf. um styrk til að byggja upp
hákarlahjall utarlega á Selströnd. Samþykkt var að veita styrk að upphæð
kr. 10.000.-

6. Bréf frá iðnaðar-og viðskiptaráðuneyti um nýtingarleyfi. Borist hefur
bréf dags. 23. okt. 2003 varðandi neitun á nýtingarleyfi á borholum
Tóftardrangs ehf. Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð 16. fundar Launanefndar sveitarfélaga. Borist hefur bréf
dags. 29. október 2003 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð frá
29. október, samstarfsnefndar og Launanefndar sveitarfélaga. Lagt fram til
kynningar.

8. Erindi um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2004. Borist hefur bréf
dags. 31. október 2003 varðandi stuðning við Snorraverkefni 2004. Samþykkt var að hafna verkefninu.

9. Tilboð í gerð Íþróttamiðstöðvar 2. áfanga. Lögð fram bókun dags. 7.
nóvember 2003 þar sem tilboð í 2. áfanga Íþróttamiðstöðvar voru opnuð.
Tilboðsgjafar voru þessir: Ágúst og Flosi, Múrkraftur og Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar. Eftir nokkrar umræður var málinu frestað. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign)

                       

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson