1017. fundur - 28. okt. 2003
Ár 2003 þriðjudaginn 28. október var
haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu
hreppsins og hófst
hann kl. 17.00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn
og stjórnaði
honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir,
Valdemar
Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Már Ólafsson varamaður.
Auk þeirra
sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari
var Engilbert
Ingvarsson.
Þetta var gert:
Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá í
12. liðum samkvæmt fundarboði:
-
1. Bréf frá Þorsteini Sigfússyni
vegna skorts á lýsingu við Kálfaneslæk.
-
2. Kosning varamanna í bygginga,
umferðar og skipulagsnefnd.
-
3. Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið
2003-2004.
-
4. Fundargerð húsnæðisnefndar Hólmavíkur
dags. 20. október 2003.
-
5. Fundargerð bygginga, umferðar og
skipulagsnefndar Hólmavíkur dags. 20.10.2003.
-
6. Fundargerð atvinnumála og
hafnarnefndar Hólmavíkur dags. 23. október 2003.
-
7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar
dags. 17. október 2003.
-
8. Erindi frá Sambandi ísl.
sveitarfélaga um námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
-
9. Erindi frá Sambandi ísl.
sveitarfélaga um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga
2003.
-
10. Fundarboð frá Samtökum
sveitarfélaga á köldum svæðum.
-
11. Fundargerðir Launanefndar
sveitarfélaga frá 1. júlí, 7., 14. og 21.
október.
-
12. Fundargerðir 77. skólanefndar
Menntaskólans á Ísafirði dags. 8.
september.
Þá var gengið til dagskrár:
1. Bréf frá Þorsteini Sigfússyni
vegna skorts á lýsingu við Kálfaneslæk.
Borist hefur bréf dags. 19. október frá Þorsteini Sigfússyni,
þar sem hann
bendir á ófullnægjandi lýsingu við nýlagðan veg yfir Kálfaneslæk.
Ennfremur
bendir hann á lokunarmerki með steinum við nýja veginn,
sem V.R. hefur gert
athugasemdir við annars staðar. Samþykkt var að fela
sveitarstjóra að hafa
samband við Vegagerðina og koma á framfæri athugasemdum við
lýsingu og
vegmerkingu.
2. Kosning varamanna í bygginga, umferðar
og skipulagsnefnd. Borist hefur
bréf dags. 20. október 2002 frá Benedikt Grímssyni þar
sem hann óskar eftir
að hætta í bygginganefnd vegna breytinga á búsetu. Kosnir
voru í bygginga-,
umferðar- og skipulagsnefnd: Már Ólafson aðalmaður,
Eysteinn Gunnarsson
varamaður.
3. Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið
2003-2004. Lögð fram tillaga
sveitarstjóra um úthlutun á byggðakvóta miðað við að
hann sé 56,7 t. á
fiskveiðiárinu 2003-2004. Úthlutun verði 5,154 kg til
eftirfarandi 11 báta:
Hilmir ST-1, Sæbjörg ST-7, Bensi Egils ST-13, Guðmundur Jónsson
ST-17, Ösp ST-22, Kópnes ST-46, Straumur ST-65, Hlökk
ST-66, Hafbjörg ST-77, Lilla ST-87 og Ólafur ST-52. Már Ólafsson
tók ekki þátt í afgreiðslu. Ennfremur var samþykkt að
viðkomandi útgerðir bátanna landi aflanum á Hólmavík
til vinnslu að hluta eða að öllu leyti.
4. Fundargerð húsnæðisnefndar Hólmavíkur
dags. 20. október 2003. Lögð fram fundargerð húsnæðisnefndar
frá 20. október. Fundargerðin samþykkt
samhljóða.
5. Fundargerð bygginga-, umferðar- og
skipulagsnefndar Hólmavíkur dags.
20.10.2003. Lögð fram fundargerð bygginga-, umferðar- og
skipulagsnefndar frá 22. október. Samþykkt var að fela
sveitarstjóra að ganga frá afgreiðslu á
1. lið fundargerðar varðandi umsókn Ágústar Guðjónssonar
um lóð, í samræmi við umræður á hreppsnefndarfundinum.
Fundargerðin samþykkt samhljóða að því loknu.
6. Fundargerð atvinnumála og
hafnarnefndar Hólmavíkur dags. 23. október 2003. Lögð
fram fundargerð atvinnu og hafnarnefndar frá 23. október.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar dags.
17. október 2003. Borist hefur bréf
dags. 20. okt. 2003 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt
fundargerð 39.
fundar og Fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið
2004. Fjárhagsáætlun 2004 var samþykkt samhljóða.
Breyting á gjaldskrá Heilbrigðiseftirlitsins var samþykkt
samhljóða.
8. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
um námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn. Borist hefur bréf
dags 21. okt. frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt dagskrá
námskeiðs fyrir sveitarstjórnarmenn, sem haldið verður í
Reykjavík 7.-8. nóvember nk. Lagt fram til kynningar.
9. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga
2003. Borist hefur bréf dags. 21. okt. 2003 frá Sambandi ísl.
sveitarfélaga
ásamt drögum að dagskrá fjármálaráðstefnu 2003, sem
haldin verður í
Reykjavík 5.-6. nóvember nk. Lagt fram til kynningar.
10. Fundarboð frá Samtökum sveitarfélaga
á köldum svæðum. Borist hefur
bréf dags. 20. okt. 2003 með fundarboði um ársfund Samtaka
sveitarfélaga á
köldum svæðum, sem verður haldinn í Reykjavík 6. nóvember
kl. 13.-14. Lagt fram til kynningar.
11. Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga
frá 1. júlí, 7., 14. og 21.
október. Borist hafa bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
ásamt
fundargerðum frá 4 síðustu fundum Launanefndar sveitarfélaga.
Lagt fram
til kynningar.
12. Fundargerðir 77. skólanefndar
Menntaskólans á Ísafirði dags. 8.
september. Borist hefur fundargerð skólanefndar M.Í. frá
8. sept. sl.
Lögð fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira
ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.
Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur
V.A. Jónsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Eysteinn
Gunnarsson (sign), Már Ólafsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir
(sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
|