Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1016. fundur - 14. okt. 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 14. október var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson,  Kristín S. Einarsdóttir, Daði Guðjónsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Elfa Björk Bragadóttir.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá í 10 liðum samkvæmt fundarboði: 

1. Erindi frá Hólmadrangi ehf. um afslátt á vatnsgjaldi.

2. Erindi frá Foreldrafélagi leikskóla um aukið framkvæmdafé.

3. Fyrirhugaðar framkvæmdir við útihús á Víðidalsá.

4. Kauptilboð í félagslegar leiguíbúðir Hólmavíkurhrepps.

5. Útboð á öðrum áfanga sundlaugar og íþróttahúss.

6. Byggðakvóti fyrir fiskveiðiárið 2003-2004.

7. Erindi frá leið ehf. um veg um Arnkötludal – Gautsdal.

8. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um úrskurð Félagsmálaráðuneytisins um tekjustofna sveitarfélaga.

9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 26. sept. 2003.

10. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 26. september 2003.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Erindi frá Hólmadrangi ehf. um afslátt á vatnsgjaldi: Borist hefur bréf dags. 30. september 2003 þar sem óskað er eftir 25% afslætti frá núverandi verði á vatnsskatti. Jafnframt er óskað eftir því að aflestur af mælum sé tíðari en nú. Samþ. samhljóða að lækka vatnsskatt úr 13.33 kr./tonn í 10 kr./tonn. Einnig samþ. að álestur verði mánaðarlega.

2. Erindi frá Foreldrafélagi leikskóla um aukið framkvæmdafé: Borist hefur bréf dags. 7. október 2003 þar sem tíundaður er aðbúnaður barnanna á leikskólanum. Einnig er óskað eftir því að lóðin verði lagfærð. Til að fylgja eftir erindinu vilja foreldrar boða sveitarstjóra og hreppsnefnd til fundar á leikskólanum miðvikudaginn 15. október nk. kl. 21. Þar sem búið er að auglýsa að hreppsnefnd mæti á fundinn til skrafs og ráðagerða verða hreppsnefndarmenn að mæta ásamt sveitarstjóra. Hvað varðar aukið framkvæmdafé þá vísast það til næstu fjárhagsáætlunar.

3. Fyrirhugaðar framkvæmdir við útihús á Víðidalsá: Fyrir liggur minnisblað til hreppsnefndar frá sveitarstjóra, jafnframt grófleg kostnaðaráætlun og teikning af hestastíum. Miðað við það tilboð má áætla gróflega að heildarkostnaður gæti numið allt að 1.600.000.- kr. m/vsk. Leggur sveitarstjóri til að þeir sem vilja leigja sér pláss fyrir hross leggi fram vinnu við að koma útihúsinu í gott horf en Hólmavíkurhreppur greiði efnið, með töku láns þegar efniskostnaður liggur fyrir. Var það samþ. og verður málið tekið fyrir er kostnaður liggur fyrir. 

4. Kauptilboð í félagslegar leiguíbúðir Hólmavíkurhrepps: Borist hafa fjögur tilboð í fjórar eignir. Ákveðið að fjalla um hvert tilboð fyrir sig.

1. Tilboð frá Arnari Jónssyni og Hildi Guðjónsdóttur í Víkurtún 17 að fjárhæð kr. 3.800.000.- Samþykkt.  Haraldur tók ekki afstöðu að eigin ósk vegna tengsla við viðkomandi.

2. Tilboð frá Þresti Áskelssyni og Kristínu Sigmundsdóttur kr. 3.400.000.- í Víkurtún 13 sem var hafnað en gagntilboð kr. 3.800.000.- var samþykkt.

3. Tilboð frá Sigríði Einarsdóttur í Austurtún 12 kr. 4.200.000.- Samþykkt að gera Sigríði gagntilboð kr. 4.600.000.- Kristín Einarsdóttir vék af fundi á meðan.

4. Tilboð frá Kristjóni Þorkelssyni og Ásdísi Leifsdóttur í Austurtún 6, 4.600.000.- Samþykkt að taka tilboðinu. Ásdís vék af fundi á meðan.

Þeim tilboðum sem tekið var, var tekið með fyrirvara um að Varasjóður húsnæðislána samþykki kaupin. 

5. Útboð á öðrum áfanga sundlaugar og íþróttahúss: Framkvæmdum við fyrsta áfanga er að ljúka og er áætlað að verklok á öðrum áfanga verði lokið 15. apríl 2004. Verið er að ganga frá útboðsgögnum hjá Arkís og verða þau líklega tilbúin í þessari viku. Samþykkt að hafa lokað útboð og það verði 5 fyrirtæki sem fái útboðsgögn: Grundarás ehf. Hólmavík,  Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar Grundarfirði, Ágúst og Flosi Ísafirði, Múrkraftur Ísafirði, Trésmiðjan Eik Tálknafirði.  Ákveðið var að tilboðum sé skilað inn fyrir kl. 13 föstudaginn 7. nóvember nk. á skrifstofu Hólmavíkurhrepps. Útboðin verði opnuð í framhaldi af því. Áskilið að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

6. Byggðakvóti fyrir fiskveiðiárið 2003-2004: Haldinn var fundur með útgerðaraðilum sem til greina koma vegna úthlutunar á byggðakvóta. Var það gert til að fá að heyra þeirra sjónarmið.  Jafnframt kom þar fram að vilji er fyrir því að sveitarfélagið setji úthlutunarreglur. Samþykkt að sækja um byggðakvóta skv. 4. grein reglugerðar um úthlutun á 1.500 þorskígildislestum til stuðnings sjávarbyggðum 8. ágúst 2003.

7. Erindi frá Leið ehf. um veg um Arnkötludal – Gautsdal: Borist hefur bréf dags. 9. október 2003 um veg milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal – einkafjármögnun.  Lagt fram til kynningar en verður tekið upp síðar vegna upplýsinga sem komu fram á fundinum.

8. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um úrskurð Félagsmálaráðuneytisins um tekjustofna sveitarfélaga: Borist hefur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26. sept. 2003 um heimildarákvæði 4. og 5. mgr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 26. sept. 2003: Borist hefur fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 26. september 2003. Lagt fram til kynningar.

10. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 26. september 2003: Borist hefur fundargerð 59. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara frá 29. september 2003. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20. 

Haraldur V.A. Jónsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Daði Guðjónsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign). 

                      

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson