Ár 2003 þriðjudaginn 16. september var haldinn fundur í
hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu
hreppsins og hófst
hann kl. 17.00. Elfa Björk Bragadóttir setti fundinn og stjórnaði
honum,
en auk hennar sátu fundinn Valdemar Guðmundsson, Kristín S.
Einarsdóttir,
Björn Fannar Hjálmarsson varamaður og Gunnar S. Jónsson
varamaður. Auk
þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.
Fundarritari var
Engilbert Ingvarsson.
Varaoddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða
dagskrá: að 8. liður verði tekinn af dagskrá, var það
samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum.
Varaoddviti kynnti þá eftirfarandi dagskrá:
1. Erindi frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi til grjótnáms
í landi
Hnitbjarga: Borist hefur bréf frá Vegagerðinni
dags. 5. september 2003
varðandi grjótnám til vegagerðar. Samþykkt var
samhljóða að veita umbeðið
leyfi.
2. Bréf frá ÁTVR um opnun vínbúðar í Hólmavíkurhreppi:
Borist hefur
bréf dags. 9. september 2003 frá ÁTVR þar sem
tilkynnt er að lögð hefur
verið fram tillaga til Fjármálaráðuneytis um að vínbúð
verði opnuð á
Hólmavík á næsta ári.
3. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjármálaráðstefnu
sveitarfélaga 2003: Borist hefur bréf
dags. 4. sept. 2003 um
fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í
Reykjavík dagana 5. og
6. nóvember n.k. Samþykkt var að fela
sveitarstjóra að sækja ráðstefnuna.
4. Úttekt Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á leiksvæðum
og leiktækjum á
Hólmavík: Borist hefur bréf dags.
4. september 2003 frá
Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, varðandi úttekt á leiksvæði
og leiktækjum á
Hólmavík. Farið var yfir athugasemdir og ætlast
hreppsnefnd til að
sveitarstjóri hlutist til um úrbætur.
5. Úttekt Löggildingarstofu á Félagsheimili: Borist hefur úttekt
Löggildingarstofu á raflögnum í Félagsheimili Hólmavíkur.
Farið var yfir
skýrslur og athugasemdir eftirlitsins og telur hreppsnefndin
nauðsynlegt að
sveitarstjóri ræði við rafvirkjameistara hússins um
lausnir sem kann að
þurfa.
6. Kynning á norrænni ráðstefnu um mat og gæðastjórnun
sem þróunartækis í
grunn- og framhaldsskólum: Borist hefur bréf frá
menntamálaráðuneytinu
dags. 28. ágúst um norræna ráðstefnu 27.-28. nóvember
2003 í Svíþjóð.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 12.
september 2003:
Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs og var hún samþykkt
samhljóða.
8. Fundargerð Skipulags-, umferðar- og byggingarnefndar Hólmavíkurhrepps
dags. 15. september 2003: Málið tekið út
af dagskrá.
9. Fundargerð 56. fundar Launanefndar sveitarfélaga dags. 2.
september 2003:
Borist hefur bréf dags. 5. september 2003 frá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga ásamt fundargerð Launanefndar og
Kennarasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.
Björn Fannar Hjálmarsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár
og gerði að
umræðuefni fráveitumál á Hólmavík og sér í lagi úrgang
frá rækjuverksmiðju
Hólmadrangs hf. Sveitarstjóri varð fyrir svörum
og gerði grein fyrir því
sem er til skoðunar til úrbóta.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10.
Engilbert Ingvarsson (sign),
Elfa Björk Bragadóttir (sign),
Björn Hjálmarsson (sign),
Valdemar Jónsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign),
Gunnar S. Jónsson (sign),
Ásdís Leifsdóttir (sign).