|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2003 þriðjudaginn 26. ágúst var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert: Sveitarstjóri lagði fram tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá: 13. mál verði: Erindi til ÁTVR. Var afbrigðið samþykkt samhljóða. Oddviti kynnti því dagskrá í eftirfarandi 13 töluliðum :
Þá var gengið til dagskrár: 1. Húsnæðismál Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík: Borist hefur bréf dags. 20. ágúst 2003 frá skólastjórum Grunnskólans á Hólmavík þar sem lýst er aukinni húsnæðisþörf skólans og nauðsyn á kennslustofum fyrir Tónskóla Hólmavíkur. Skólastjórarnir telja nauðsynlegt að marka stefnu til lengri tíma um húsnæðismál skólans. Eftir ítarlegar umræður varð samkomulag um eftirfarandi samþykkt:
2. Úttekt Vinnueftirlitsins dagana 12.-14. ágúst 2003: Lagt fram frá Vinnueftirliti ríkisins:
Lagt fram til kynningar. 3. Erindi frá Snævari Guðmundssyni um greiðslu heimavistargjalds á síðasta skólaári: Borist hefur bréf dags. 15. ágúst 2003 frá Snævari Guðmundssyni á Melgraseyri ásamt ljósriti af bréfum dags. 11. júlí 2003 frá Menntamálaráðuneytinu varðandi stjórnsýslukæru frá Snævari varðandi kröfu um heimavistargjald fyrir barn frá Kaldrananeshreppi, sem dvaldi á Melgraseyri á grundvelli fóstursamnings, en sótti skólann á Hólmavík. Erindið lagt fram til kynningar, en afgreiðslu frestað til næsta fundar. 4. Endurnýjun verksamnings um sérfræðiþjónustu fyrir skólaárið 2003-2004: Lagður fram verksamningur dags. 1. júní 2003 um sérfræðiþjónustu við Ástþór Ragnarsson og Þór Elmar Þórðarson og er það endurnýjun á fyrri samningi. Samningurinn var samþykktur samhljóða. 5. Fundargerð Félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 14. ágúst 2003: Lögð fram fundargerð Félagsmálaráðs frá 14. ágúst. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 6. Fundargerð Skipulags-, umferðar- og bygginganefndar Hólmavíkurhrepps dags. 14. ágúst 2003: Lögð fram fundargerð Skipulags-, umferðar- og bygginganefndar. Fundargerðin var samþykkt samhljóða, en með fyrirvara um 2. lið að úthlutun á Skeiði 6 gildir ekki sem byggingaleyfi og er uppsegjanlegt ef óskað er eftir að byggja á lóðinni. 7. Fundargerð Skólanefndar Grunnskóla og Tónskóla Hólmavíkurhrepps dags. 20. ágúst 2003: Lögð fram fundargerð Skólanefndar frá 20. ágúst. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 8. Fundargerð Leikskólanefndar Hólmavíkurhrepps dags. 21. ágúst: Lögð fram fundargerð Leikskólanefndar frá 21. ágúst. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 9. Fundargerð Atvinnumála- og hafnarnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 21. ágúst 2003: Fundargerð Atvinnu- og hafnarnefndar frá 21. ágúst 2003. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 10. Fundargerð Húsnæðisnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 25. ágúst 2003: Lögð fram fundargerð 77. fundar Húsnæðisnefndar frá 25. ágúst. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 11. Fundargerð Fjallskilanefndar Hólmavíkurhrepps dags. 25. ágúst 2003: Lagður fram fjallskilaseðill vegna fjallskila í september 2003 frá Fjallskilanefnd. Samþykkt samhljóða. 12. Fundargerð 188. fundar Launanefndar sveitarfélaga dags. 13. ágúst 2003: Lagt fram bréf dags. 14. ágúst 2003 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð 188. fundar. Lagt fram til kynningar. 13. Erindi til ÁTVR: Hólmavíkurhreppi hefur borist undirskriftalisti um að vínbúð verði sett upp á Hólmavík. Hreppsnefndin samþykkir samhljóða að óska eftir því að ÁTVR. ákveði að setja upp vínútsölu á Hólmavík. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:10. Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|