Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1012. fundur - 12. ágúst 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 12. ágúst var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V. A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og varamaðurinn Ingibjörg Emilsdóttir, auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. 

Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert: 

Oddviti kynnti dagskrá fundarins í 10 töluliðum:

  • 1. Erindi frá Vegagerðinni vegna Djúpvegar frá Forvaða að Þorpum.

  • 2. Kjörbréf fulltrúa á 48. Fjórðungsþing Vestfirðinga.

  • 3. Erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar dags. 20. júní 2003.

  • 4. Styrkbeiðni frá Golfklúbbi Hólmavíkur.

  • 5. Fyrirspurn um atvinnustefnu Hólmavíkurhrepps.

  • 6. Tillögur um lausn á húsnæðisvanda Hólmavíkurhrepps.

  • 7. Fundargerðir 13. og 14. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna og 54. og 55. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

  • 8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 20. júní 2003.

  • 9. Fundargerð stjórnar íþróttahúss og félagsheimilis frá 11. ágúst.

  • 10. Trúnaðarmál

Þá var gengið til dagskrár:  

1. Erindi frá Vegagerðinni vegna Djúpvegar frá Forvaða að Þorpum: Borist hefur bréf dags. 2. júlí 2003 frá Vegagerðinni þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku vegna lagningar Djúpvegar frá hreppamörkum við Forvaða í Kollafirði að bænum Þorpum. Umbeðið framkvæmdaleyfi var samþykkt samhljóða.

2. Kjörbréf fulltrúa á 48. Fjórðungsþing Vestfirðinga:  Eftirtaldir munu sækja fjórðungsþingið: Haraldur V. A. Jónsson, Elfa Björk Bragadóttir, Eysteinn Gunnarsson, Kristín S. Einarsdóttir og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.

3. Erindi frá samtökum ferðaþjónustunnar dags. 20. júní 2003:  Borist hefur bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar varðandi rekstur í opinberu húsnæði.  Lagt fram til kynningar.

4. Styrkbeiðni frá Golfklúbbi Hólmavíkur:  Borist hefur bréf dags. 4. júlí 2003 frá Golfklúbbi Hólmavíkur með beiðni um styrk til uppbyggingar íþróttamannvirkja á Skeljavíkurgrundum.  Samþykkt var að vísa erindinu til næstu fjárhagsáætlunar.

5. Fyrirspurn um atvinnustefnu Hólmavíkurhrepps: Borist hefur bréf dags. 2. ágúst 2003 frá Sævari Benediktssyni, með fyrirspurn um atvinnustefnu hreppsnefndar og hvaða aðgerðum hún hyggst beita sér fyrir til að efla atvinnulíf á svæðinu.  Hreppsnefndin var sammála um að færa Sævari þakkir fyrir erindið og mun taka málið til umfjöllunar innan tíðar.

6. Tillögur um lausn á húsnæðisvanda Hólmavíkurhrepps: Borist hefur bréf dags. 17. júlí 2003 frá Þorsteini Sigfússyni varðandi húsnæðisvanda Hólmavíkurhrepps og leggur til að húsnæði skólans og félagsheimilisins verði nýtt betur áður en ráðist er í kaup á nýju húsnæði, sem ekki er vitað hvaða kostnað hefði í för með sér í framtíðinni. Hreppsnefnd færir Þorsteini þakkir fyrir ábendingar í bréfinu og samþykkir að áfram verði unnið að því að leysa húsnæðisvanda hreppsins.

7. Fundargerðir 13. og 14. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna og 54. og 55. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands: Borist hefur bréf dags. 4. júlí 2003 frá Sambandi  ísl. sveitarfélaga ásamt tilgreindum fundargerðum. Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 20. júní 2003: Borist hefur bréf dags. 23. maí  2003 frá Heilbrigðisfulltrúa, ásamt fundargerð 36. fundar heilbrigðisnefndar. Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð stjórnar íþróttahúss og félagsheimilis frá 11. ágúst:  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

10. Trúnaðarmál: Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50 .

Elfa Björk Bragadóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Ingibjörg Emilsdóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Valdemar Guðmundsson   (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

                  

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson