Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

        

1011. fundur - 24. júní 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 24. júní var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V. A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir og varamennirnir Björn Fannar Hjálmarsson, Már Ólafsson og Gunnar S. Jónsson, auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.

Fundarritari var Elfa Björk Bragadóttir.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti dagskrá fundarins í 17 töluliðum:

  • 1. Ástandsskoðun húseigna að Höfðagötu 1 og Höfðagötu 3.
  • 2. Kosning oddvita og varaoddvita, kosning tveggja skoðunarmanna, tveggja til vara og endurskoðanda og kosning kjörstjórnar við alþingiskosningar skv. 10. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 80/1987.
  • 3. Erindi frá Úlfari Harðarsyni um greiðslu á reikningi vegna vinnu við skýrslugerð um lagningu hitaveitu frá landi Þorpa til Hólmavíkur.
  • 4. Erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf. um styrk til “kjötverkefnis á Ströndum”.
  • 5. Umsókn um endurnýjun á vínveitingaleyfi fyrir Café Riis og viðbótarvínveitingaleyfi fyrir “Braggann”.
  • 6. Bréf frá styrktarsjóði EBÍ dags. 28. maí 2003.
  • 7. Kauptilboð frá Erni Stefánssyni í húseignina að Víðidalsá.
  • 8. Tillaga um framtíðartilhögun skólaaksturs og heimavistar í Hólmavíkurhreppi.
  • 9. Fundargerð félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 18. júní 2003.
  • 10. Fundargerð skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík dags. 23. júní 2003.
  • 11. Fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 23. júní 2003.
  • 12. Bréf frá Hafnarsambandi sveitarfélaga dags. 16. júní 2003.
  • 13. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu um nýjar leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
  • 14. Styrkbeiðni frá bókaútgáfunni Hólum ehf. vegna kennslubókarinnar “Allir geta eitthvað, enginn getur allt”.
  • 15. Fundargerð 75. skólanefndarfundar MÍ dags. 2. maí 2003.
  • 16. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 4. júní 2003.
  • 17. Trúnaðarmál.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Ástandsskoðun húseigna að Höfðagötu 1 og Höfðagötu 3: Borist hafa skýrslur frá Gísla Gunnlaugssyni og Guðjóni Fr. Jónssyni dags. 3. júní 2003. Þar er gerð ýtarleg grein fyrir ástandi húsanna. Lagt fram til kynningar.

2. Kosning oddvita og varaoddvita, kosning tveggja skoðunarmanna, tveggja til vara og endurskoðanda og kosning kjörstjórnar við alþingiskosningar skv. 10. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 80/1987: Eftirfarandi voru kosnir samhljóða:

  • Oddviti: Haraldur V.A. Jónsson
  • Varaoddviti: Elfa Björk Bragadóttir
  • Skoðunarmenn: Anna Þorbjörg Stefánsdóttir og Signý Ólafsdóttir
  • Varamenn: Jóhann Björn Arngrímsson og Úlfar Hentze Pálsson
  • Endurskoðandi: Kristján Jónsson KPMG.

Kjörstjórn við alþingiskosningar.

Aðalmenn:

  • Anna Þorbjörg Stefánsdóttir, Borgabraut 2.
  • Maríus Kárason, Borgabraut 7.
  • Bryndís Sigurðardóttir, Víkurtúni 12.

Varamenn:

  • Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Lækjartúni 15.
  • Magnús H. Magnússon, Vitabraut 1.
  • Signý Ólafsdóttir, Austurtúni 14.

3. Erindi frá Úlfari Harðarsyni um greiðslu á reikningi vegna vinnu við skýrslugerð um lagningu hitaveitu frá landi Þorpa til Hólmavíkur: Borist hefur erindi frá Úlfari Harðarsyni dags. 12. júní 2003 þar sem hann óskar eftir greiðslu á reikningi vegna vinnu við gerð skýrslu um lagningu hitaveitu frá Þorpum til Hólmavíkur. Sveitarstjóra falið að tala við Úlfar og semja um greiðslu.

4. Erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf. um styrk til “kjötverkefnis á Ströndum”: Borist hefur erindi dags. 13. júní 2003 frá Aðalsteini Óskarssyni framkvæmdarstjóra Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða þar sem farið er fram á að fá greiddar 50.000.- kr. vegna kostnaðar í sambandi við verkefnið. Sveitarstjóra falið að hafa samband við Aðalstein og fá nánari skýringar og uppl. um þetta.

5. Umsókn um endurnýjun á vínveitingaleyfi fyrir Café Riis og viðbótarvínveitingaleyfi fyrir “Braggann” : Borist hefur umsókn um vínveitingarleyfi endurnýjum fyrir Café Riis og viðbótarvínveitingaleyfi fyrir Braggann dags. 12. júní 2003 frá Magnúsi H. Magnússyni. Leyfin samþ.

6. Bréf frá styrktarsjóði EBÍ dags. 28. maí 2003 : Borist hefur bréf dags. 28. maí 2003 frá Brunabótafélagi Íslands þar sem verið er að minna á styrktarsjóð EBÍ og að umsóknum skuli skilað fyrir áramót. Sveitarstjóra falið að sækja um fyrir Slökkvilið Hólmavíkur.

7. Kauptilboð frá Erni Stefánssyni í húseignina að Víðidalsá: Borist hefur kauptilboð dags. 12. júní 2003 í húseignina að Víðidalsá frá Erni Stefánssyni. Tilboðinu hafnað.

8. Tillaga um framtíðartilhögun skólaaksturs og heimavistar í Hólmavíkurhreppi: Ásdís sveitarstjóri kynnti tillögur um tilhögun skólaaksturs og heimavistar í Hólmavíkurhreppi, hreppsnefnd telur þessar tillögur góðar og stefnir að því að styðjast við þær.

9. Fundargerð félagsmálaráðs Hólmavíkurhrepps dags. 18. júní 2003: Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10. Fundargerð skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík dags. 23. júní 2003 : Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11. Fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Hólmavíkurhrepps dags. 23. júní 2003 : Fundargerðin samþykkt samhljóða með þeirri breytingu að í lið 6 b eigi að vera Hafnarbraut 20.

12. Bréf frá Hafnarsambandi sveitarfélaga dags. 16. júní 2003: Borist hefur bréf dags. 16. júní 2003 frá Hafnasambandi sveitarfélaga varðandi ný hafnalög nr. 67/2003. Vísað til hafnarnefndar.

13. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu um nýjar leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga: Borist hefur bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 15. maí 2003. Lagt fram til kynningar.

14. Styrkbeiðni frá bókaútgáfunni Hólum ehf. vegna kennslubókarinnar “Allir geta eitthvað, enginn getur allt”: Borist hefur beiðni dags. 23.05.2003 um styrk til útgáfu þessarar bókar. Erindinu hafnað.

15. Fundargerð 75. skólanefndarfundar MÍ dags. 2. maí 2003: Borist hefur fundargerð frá 75. skólanefndarfundi Menntaskólans á Ísafirði haldinn 2. maí 2003. Lagt fram til kynningar.

16. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 4. júní 2003: Borist hefur bréf dags. 4. júní 2003 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða um niðurstöðu úr vatnssýni teknu á Hólmavík 14. maí 2003. Þar kemur fram að sýnið stenst gæðakröfur skv. reglug. nr. 536/01.

17. Trúnaðarmál: Fært í trúnaðarbók.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

Elfa Björk Bragadóttir (sign), Haraldur V. A. Jónsson (sign), Björn Hjálmarsson (sign), Már Ólafsson (sign), Gunnar S. Jónsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

                

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson