|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2003 þriðjudaginn 15. apríl var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert: Oddviti lagði fram tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 7. liður verði: Bréf frá Sjávarútvegsráðuneyti og 8. liður verði: Bréf frá Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík. Afbrigði var samþykkt samhljóða. Þá kynnti oddviti eftirfarandi dagskrá í 8 töluliðum:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Kynning á nýju deiliskipulagi fyrir Bjarkarlund í Reykhólahreppi: Borist hefur bréf dags. 28. mars 2003 frá Reykhólahreppi varðandi skipulag við Bjarkarlund. Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagið. 2. Kynning á norrænu barnaverndarráðstefnunni í Reykjavík 28.-31. ágúst nk.: Borist hefur bréf dags. 10. mars 2003 frá Barnaverndarstofu varðandi ráðstefnu í Reykjavík. Lagt fram til kynningar. 3. Hlutdeild hafna í veiðigjaldi: Borist hefur bréf dags. 26. mars 2003 ásamt bréfi frá 18. mars 2003 varðandi hlutdeild hafna í veiðigjaldi. Lagt fram til kynningar. 4. Fundargerð 702. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga: Borist hefur fundargerð frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. mars 2003. Lagt fram til kynningar. 5. Bréf frá Sögusmiðjunni um upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík: Borist hefur bréf dags. 8. apríl 2003 frá Sögusmiðjunni á Kirkjubóli varðandi hugmynd um að Sögusmiðjan tæki að sér að sjá um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Hólmavík. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að kanna málið og afstöðu ferðamálasamtaka Strandasýslu og annarra hagsmunaaðila. 6. Húsnæðismál Hólmavíkurhrepps: Sveitarstjóri lagði fram minnisblað varðandi hugsanleg kaup á Kaupfélagshúsinu og Hótel Matthildi til að nota fyrir héraðsbókasafn og héraðsskjalasafn, einnig fyrir félagsstarf unglinga. Farið er fram á að sveitarstjóri fái heimild til að gera tilboð í kaupfélagseignirnar. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að fá óvilhalla menn til að ástandsskoða viðkomandi eignir í samráði við húseiganda. 7. Bréf frá Sjávarútvegsráðuneyti: Borist hefur bréf dags. 7. apríl 2003 frá Sjávarútvegsráðuneyti varðandi úthlutun á byggðakvóta. Ráðuneytið úthlutar 60 tonnum til 6 báta samkvæmt þeim reglum sem hreppsnefnd samþykkti þann 18. febrúar, en úthlutunin er til tveggja báta í viðbót við þá fjóra báta sem hreppsnefndin gerði tillögur um. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að skrifa ráðuneytinu og gera grein fyrir óánægju hreppsnefndarmanna við afgreiðslu málsins. 8. Bréf frá Heilbrigðisstofnun Hólmavíkurhrepps: Borist hefur bréf dags.15. apríl 2003 frá Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur varðandi rykmengun á Borgabraut. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að hafa samband við Vegagerðina og semja um aðgerðir til úrbóta. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00. Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V. A. Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|