|
Hólmavíkurhreppur
|
|
Ár 2003 þriðjudaginn 1. apríl var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og varamaðurinn Ingibjörg Emilsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Elfa Björk Bragadóttir. Þetta var gert: Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá í 6 töluliðum:
Þá var gengið til dagskrár: 1. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða um hugsanlega yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra: Borist hefur erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 18. mars 2003 þar sem verið er að kynna fyrir sveitarfélögum á Vestfjörðum og kanna vilja þeirra og hugmyndir um hugsanlega yfirtöku. Hreppsnefnd tók jákvætt í þessa hugmynd en telur að tryggja verði öruggar tekjur fyrir rekstrinum. Sveitarstjóra falið að svara erindinu. 2. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 14. mars 2003: Borist hefur fundargerð heilbrigðisnefndar 14. mars 2003. Lagt fram til kynningar. 3. Kynning á ráðstefnum sem haldnar verða 4. apríl nk.: Borist hefur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 18. mars 2003 varðandi ráðstefnu um rekstur félagslegra leiguíbúða sveitarfélaga og ráðstefnu um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið. Ekki var talin ástæða til að sækja þessar ráðstefnur. 4. Fundargerð skólanefndar Grunn- og Tónskólans á Hólmavík: Fundargerðin samþykkt samhljóða. 5. Fundargerð launanefndar sveitarfélaga: Borist hefur bréf dags. 12. mars 2003 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með 186. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar. 6. Bréf frá Hagstofu Íslands vegna laga um kjörskrá: Borist hefur bréf frá Hafstofu Íslands dags. 17. mars 2003 ásamt lista yfir lögheimilisflutninga í og úr sveitarfélaginu frá 14.12.2002 til 14.03.2003. Skv. 1. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 skal taka á kjörskrá alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1. gr. laganna. Sveitarstjórnir verða því á næstu dögum að senda Hagstofunni allar tilkynningar sem þeim berast um breytt lögheimili manna eigi síðar en 5. apríl 2003. Sveitarstjóra falið að ganga frá því sem þarf að lagfæra og tilkynna. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00. Haraldur V.A. Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Ingibjörg Emilsdóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|