Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

       

1003. fundur - 11. feb. 2003

Ár 2003 þriðjudaginn 11. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V. A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Kristín S. Einarsdóttir, og varamenn í hreppsnefnd Björn F. Hjálmarsson og Ingibjörg Emilsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá, um að 5. liður verði: Kosning tveggja manna í húsnefnd félagsheimilisins Sævangs og 6. liður verði: Byggðakvóti. Var það samþykkt samhljóða.

Þá kynnti oddviti dagskrána:

  • 1. Bréf frá Matthíasi Lýðssyni dags. 31. janúar 2003.
  • 2. Dreifibréf frá Hagstofu Íslands dags. 27. janúar 2003 varðandi leiðréttingu og athugasemdir við íbúaskrá Hólmavíkurhrepps.
  • 3. Kynningarefni varðandi samgönguáætlun árin 2003-2004.
  • 4. Fundargerð skólanefndar grunn- og tónskóla Hólmavíkurhrepps frá 4. febrúar 2003.
  • 5. Kosning tveggja manna í húsnefnd félagsheimilisins Sævangs.
  • 6. Byggðakvóti.
  • 7. Trúnaðarmál.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Bréf frá Matthíasi Lýðssyni dags. 31. janúar 2003: Borist hefur bréf dags. 31. jan. sl. frá Matthíasi Lýðssyni, þar sem hann fer fram á að Hólmavíkurhreppur greiði honum hreppsnefndar- og oddvitalaun og reikning frá síðastliðnu ári vegna fyrrum Kirkjubólshrepps. Samþykkt var að verða við erindinu.

2. Dreifibréf frá Hagstofu Íslands dags. 27. janúar 2003 varðandi leiðréttingu og athugasemdir við íbúaskrá Hólmavíkurhrepps: Borist hefur dreifibréf til sveitarstjórna dags. 27. jan. frá Hagstofu Íslands, ásamt lista yfir lögheimilisflutninga og íbúaskrá 1. desember sl. Hreppsnefnd fór yfir kjörskrána og gerði eina athugasemd um að Sigrún Ingólfsdóttir Miðtúni 5, verði sett inn á íbúaskrá og sveitarstjóra falið að annast það.

3. Kynningarefni varðandi samgönguáætlun árin 2003-2004: Lagt fram efni úr frumvarpi að samgönguáætlun, sem liggur fyrir Alþingi, ásamt ýmsum talnaupplýsingum og fjórum fréttagreinum úr blaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerð skólanefndar grunn- og tónskóla Hólmavíkurhrepps frá 4.  febrúar 2003: Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

5. Kosning tveggja manna í húsnefnd félagsheimilisins Sævangs: Samþykkt var að kjósa eftirtalda menn í húsnefnd félagsheimilisins Sævangs, 

Eftirtaldir hlutu kosningu:

Aðalmenn: Jón Gísli Jónsson og Ómar Pálsson

Varamenn: Matthías Lýðsson og Björn Pálsson

6. Byggðakvóti : Sveitarstjóri lagði fram upplýsingar um úthlutun á byggðakvóta 2002- 2003 og upplýsingar um núverandi kvóta á 5 bátum. Eftirfarandi var samþykkt samhljóða:

Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps samþykkir eftirfarandi tillögu að reglum fyrir úthlutun byggðakvóta á vegum sjávarútvegsráðuneytisins :

1. Eftirfarandi 6 bátar fái úthlutun: Hlökk, Lilla, Hafbjörg, Straumur, Bensi Egils og Ösp.

2. Hver bátur fái úthlutað þremur tonnum af óskiptu, eða samtals 18 tonn.

Síðan verði viðbót aflaheimildanna úthlutað í hlutfalli við úthlutaðan kvóta í byrjun kvótaársins 2002-2003. Enda er gert ráð fyrir að úthlutun verði a.m.k. 60 tonn.

3. Viðkomandi útgerðir bátanna geri samning um að leggja upp til vinnslu á Hólmavík jafnmiklum þunga af lönduðum afla og byggðakvótanum nemur.

7. Trúnaðarmál: Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir trúnaðarmáli og var það fært í trúnaðarbók.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:25

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Björn F. Hjálmarsson (sign), Ingibjörg Emilsdóttir (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

        

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson