|
Hólmavíkurhreppur
|
|
1001. fundur - 21. jan. 2003 Ár 2002 þriðjudaginn 21. janúar 2003 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín S. Einarsdóttir. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert: Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá í 5 töluliðum :
Þá var gengið til dagskrár: 1. Styrkbeiðni frá Reyni Bergsveinssyni við þróun minkasíu: Borist hefur bréf dags. 7. janúar 2003 frá Reyni Bergsveinssyni varðandi minkagildru, sem hann er að þróa. Styrkbeiðni er hafnað, en sveitarstjóra falið að svara bréfinu. 2. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga: Sveitarstjóri kom með upplýsingar um námskeið sem rætt var um samkvæmt 4. dagskrárlið á síðasta hreppsnefndarfundi. Fram kom að ekki er fært að halda slíkt námskeið um fjarfundabúnað. Valdemar Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Hreppsnefnd samþykkti að fela Kristínu að afla upplýsinga hjá Þróunarsetri Vestfjarða um fjarfundabúnað og hvaða möguleika hann hefur að bjóða, sem gæti notast á Hólmavík. 3. Fundargerð skólanefndar Hólmavíkurhrepps frá 3. janúar 2003: Lögð fram fundargerð skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík frá 3. janúar s.l. Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 4. Fundargerðir 59. og 60. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf: Borist hefur bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf. dags. 8. janúar 2003, ásamt fundargerðum stjórnar frá 59. fundi 5. nóvember 2002 og 60. fundi frá 11. desember 2002. Lagt fram til kynningar. 5. Frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2003, lagt fram til seinni umræðu: Fjárhagsáætlun 2003 var lögð fram til seinni umræðu. Engar tölulegar breytingar hafa komið fram á milli umræðna. Fjárhagsáætlun fyrir 2003 var samþykkt samhljóða. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35. Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).
|
|
HÓLMAVÍKURHREPPUR,
HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK |
|